Vikan


Vikan - 18.05.1989, Page 38

Vikan - 18.05.1989, Page 38
FOLK Áfengi og eiturlyf eyðilögðu næstum líf Julians Lennon Julian Lennon er nýorðinn 26 ára og virkar hvorki sérlega ungur né óöruggur, hárið er meira að segja farið að þynnast. Þriðja plata hans er nýkomin á markaðinn. - Álagið á mig vegna allra þeirra sem vildu græða á mér peninga varð mér um megn. Ég flúði á náðir áfengis og eiturlyfja, sem orsökuðu að oftar en einu sinni var ég nærri búinn að drepa mig. Síðan Julian Lennon sendi frá sér fyrstu plötu sína, haustið 1984, hefur hann mátt þola að vera sífellt borinn saman við sinn fræga föður. Ekki síst vegna þess hversu lík- ir þeir feðgar eru í útliti og hversu líkt raddir þeirra hljóma. Nú er Julian þó ioks orðinn viss um að hann sé að ná hylli sjálfs sín vegna. Þriðja platan hans er nýkomin á markaðinn, en hún ber heitið „Mr. Jordan“. Julian er á hljómleikaferð í Evrópu þar sem hann mun koma fram í klúbbum og á minni stöðum, hljómleikar með honum eru t.d. í Noregi í maí. Hárið ffarið að þynnast Hann er nýorðinn 26 ára og virkar hvorki sérlega ungur né óöruggur lengur, hárið er meira að segja farið að þynnast. Hann er látlaus í klæðaburði, í fallegum leð- urjakka og gallabuxum, og virðist mjög geðþekkur. Röddin er djúp og minnir á rödd föður hans, nema hvað Julian talar enskuna ekki með Liverpoolhreim eins og pabbi hans gerði. Þegar hann segir frá „villta" árinu sínu, þá er það næstum eins og að hlusta á gamla útvarpsupptöku af við- tali við föður hans þar sem hann segir frá „svarta“ árinu sínu í Los Angeles, þegar hann og Yoko Ono voru aðskilin og hann á stöðugu fylliríi. í viðtölum gerir Julian þó strax ljóst að hann kærir sig ekki um að tala um föður sinn, aðallega vegna þess að síðan plötur með honum fóru að koma á markað- inn þá hefur hann varla verið spurður um annað. Aðeins peningar — Ég var ótrúlega barnalegur. Ég hélt að tónlistarheimurinn snerist um tónlist, en svo eru það peningarnir sem öllu máli skipta. Enginn hafði áhuga á því sem ég vildi gera. Bara að ég var nafn sem mátti notfæra sér og ég hafði það á tilfinningunni að eina ástæðan fyrir því að ég væri þarna væri að ég var sonur John Lennons, en ekki vegna þess sem ég hafði ff am að færa. Mér var plantað í hljóðver, látinn fá nokkur lög og mér skipað að fara í gang. Fyrsta platan „Daydreaming" gekk líka bara nokkuð vel. Sú næsta, „Valotte" var aftur á móti ekki eins og ég vildi hafa hana. Ég tók það mjög nærri mér og byrjaði upp frá því að drekka og nota eiturlyf. Vaknaði einn morguninn Óhamingjuna fann hann í New York þar sem hann hitti „vini“. Barirnir og eitur- lyfjabúlurnar urðu hans vettvangur en svo kom hann til sjálfs sín einn daginn og flutt- ist til Los Angeles borgar. — Einn morguninn þegar ég vaknaði og leit í spegilinn, þá hrópaði ég upp yfir mig: ’Hvað hefurðu gert sjálfum þér?’ Nú hef ég byrjað upp á nýtt og notaði síðasta ár meira og minna til að ná tökum á lífi mínu. Ekki aðeins á einkalífinu, heldur einnig á tónlist- inni og peningunum. Nú finnst mér hlut- irnir vera eins og þeir eiga að vera. Forvitnir ferðamenn En í glimnierborginni Los Angeles fékk sonur John Lennons ekki heldur ffið. Fljót- lega fóru þeir forvitnu að hópa sig saman fyrir ffaman hús hans og rútur, fullar af ferðamönnum, stönsuðu fyrir framan hús hans til að fólkið gæti glápt á Julian heima hjá sér. — Að lokum gekk þetta ekki lengur. Hús- ið stóð við götu á svæði í Hollywood sem búið er að merkja inn á kort fyrir ferða- menn þar sem þeim var sýnt hvert þeir ættu að fara til að geta séð hvar og hvernig „Stjörnurnar” búa. Ég flutti því lengra upp í hæðirnar, þar sem ég fæ að vera í friði inni á milli trjánna. Eru engin börn eða kona inni í mynd- inni? — Nei. Ég hef ekki haft neinn tíma. Tón- listin, öll ferðalögin og vinnan taka allan minn tíma. En mig langar að eignast barn. Ég er mikið fyrir börn! En ég hef ekki fúnd- ið þá einu réttu ennþá, sem virðist vera heilmikið mál. Hafa aðstæður breyst? - Mér finnst þær hafa gert það. Núna er ég loks búinn að gera breiðskífú sem er al- gjörlega eftir mínu höfði. Þetta er mín tónlist. Mér finnst ég hafa þróað minn stíl, án tillits til föður míns. Góður við litla bróður Julian heldur góðu sambandi við fjöl- skyldu sína. Hann heimsækir móður sína, Cynthiu, off en hún býr í London og rekur þar veitingastað. Julian býr aftur á móti í nýja húsinu sínu í Los Angeles, þ.e.a.s. þann stutta tíma sem hann er ekki á ferðalögum. Þegar hann er heima þá leggur hann áherslu á að slappa vel af. — Þá er ég eins og fólk er flest. Fer í út- reiðartúr, leik á píanóið og elda mat. Ég er góður í eldhúsinu. Hefúrðu einhver samskipti við Yoko Ono? — Við erum vön að hittast þegar við erum stödd í sömu borg. Drekkum te sam- an og röbbum, en ég er miklu uppteknari af litla bróður mínum, Sean sem er 13 ára. Ég man svo vel hvað ég gekk í gegnum á hans aldri vegna þess að ég var sonur frægs fólks. Við Sean hittumst eins oft og við getum. Mér finnst það skipta afar miklu máli að líf hans verði eins gott og mögulegt er. 36 VIKAN 10.TBL. 1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.