Vikan - 18.05.1989, Síða 40
(5ÆLUDÝRIN
Kanínunum gefur
fjölgað fljótt
Kanínur eru falleg dýr og geta verið góður kostur fýrir þá sem
vilja eiga dýr til að hugsa um, en sumum finnst þær ckki nógu
mannelskar til að hægt sé að hafa af þeim mikla skemmtun.
TEXTI:
FRlÐA BJÖRNSDÓTTIR
A Utaf af og til hefur vakn-
að áhugi jafnt hjá
/ % börnum sem full-
JL. JL orðnum á að fá sér
kanínur til þess að sinna um og
hafa skemmtun af. Kanínur má
meðal annars kaupa í gæludýra-
verslunum, og þar fékk ég
þær upplýsingar að þær kost-
uðu ffá 300 krónum í einni
versluninni en í annarri kost-
uðu þær annað hvort 600 eða
1200 og fáeri það eftir tegund
og litbrigðum.
Kanínur er tæpast hægt að
hafa inni í stofu, þótt ég hafx
reyndar séð þær í slíku um-
hverfi. Þótti mér það heldur
óviðfelldið því sterk lykt er af
þeim, og aldrei má slá slöku
við að þrífa í kringum þær séu
þær hafðar inni á heimilinu.
Þeim hentar ágætlega að vera
úti í bílskúr eða í góðum skúr á
lóðinni m.a. vegna þess að þær
þurfa ekki mikinn hita, en hita
þurfa þær nú samt. í rannsókn
sem gerð var á kanínum í Dan-
mörku kom fram að þær döfn-
uðu einna best í 7-8 stiga hita,
en síst þegar hitinn var kom-
inn upp í 17-19 stig.
Kanínubúrin verða að vera
sæmilega stór — litlum afbrigð-
um nægja þrír fjórðu úr fer-
metra en stærstu kanínurnar
þurfa að vera í helmingi stærra
búri. Sumir hafa þann háttinn á
að hafa vírnet í botni búrsins
til þess að úrgangur geti dottið
þar niður í gegn, en vírnetið
særir þófa kanínanna svo það
er ekki góður kostur. Betra er
að hafa fastan botn í búrinu,
strá á hann hefxlspónum og
vera duglegur að þrífa. Vírnet
er ævinlega haft í framhlið
búrsins og jafnvel loki, svo
auðvelt sé að fylgjast með kan-
ínunni í gegn um netið. Þá þarf
að hafa vatnsílát í búrinu og
einnig ílát undir kraftfóður.
Sumir skilja búrin sundur með
vírnetum og festa hey og
grænfóður í netið fyrir kanín-
urnar að narta í. Loks er gott
að hafa rúm fyrir hreiðurkassa
í einu horninu ef reiknað er
með að kanínurnar eigi eftir að
fjölga sér.
Fóðrun
Kanínur borða grænmeti og
fyrrum kanínueigandi segir
mér að þeim þyki kínakál og
hvítkál ffábærlega gott, en ekki
séu þær eins hrifhar af gulrót-
unum, sem þó eru eins konar
einkennismerki þeirra. Hann
gaf kanínum sínum líka mikið
brauð og nýtt gras á sumrin. Á
veturna fékk hann stundum
heytuggu hjá velviljuðum
hestamanni eða bónda og létu
kanínurnar sér það vel líka.
Kanínur þurfa a.m.k. fjórðung
úr lítra af vatni daglega, en
borði þær mikið af fersku
grænfóðri, sem er að stórum
hluta til vatn, þurfa þær ekki
eins mikið ferkst vatn.
Kanínur eru nagdýr og hafi
þær ekki eitthvað að naga
byrja þær að narta í búrið sitt,
að minnsta kosti ef það er úr
tré. Þess vegna er gott að hafa
hjá þeim trjágreinar sem þær
geta nagað í staðinn. Alls ekki
má taka þessar greinar af trján-
um rétt eftir að þau hafa verið
úðuð á vorin, það gæti hrein-
lega drepið kanínurnar. Hæfi-
legt er að gefa kanínum að
borða tvisvar á dag á sumrin,
en ein máltíð nægir að vetrar-
lagi.
Flestum þykir skemmtilegt
þcgar heimilisdýrin fjölga sér,
en það getur líka orðið til
vandræða eins og hjá kanínum,
fjöigar mjög hratt. Þær verða
kynþroska 3-4 mánaða, en ekki
má láta þær fara að eignast
unga fyrr en í fyrsta lagi 4-5
mánaða (smákanínur), 5-6
mánaða (millistærð) og 6-7
mánaða (stærsta tegund). Þær
ganga með í 31 dag. Þær búa
sér til bæli eða hreiður í einu
horni búrsins og reyta sig og
nota hárið til að klæða innan
með hreiðrið. Rétt er að reyna
að fylgjast með þegar ungarnir
koma, og taka strax frá kanín-
unni veikburða unga og van-
skapaða eða dauða. Einnig þarf
að gæta þess að setja ungana
aftur upp í bælið ef þeir velta
út úr því, svo þeir drepist ekki
úr kulda. Eðlilegt má teljast að
kanína eignist 6-7 unga í einu
en þeir geta verið bæði fleiri
og færri. Ungarnir eru blindir
og næstum hárlausir við fæð-
ingu, en pelsinn fer strax að
vaxa og þeir eru orðnir vel-
hærðir eftir 3 vikur. Níu daga
eru ungarnir farnir að sjá en í
18-21 dag halda þeir sig í
hreiðrinu. Eftir það fara þeir
að hreyfa sig meira, sem er
merki um að þeir fá nú ekki
lengur nægilega næringu úr
móðurmjólkinni.
Kanínur geta mest orðið 6-7
ára gamlar. Þær eru falleg dýr
og stór kostur er að þær hafa
ekki hátt og trufla því ekki ná-
grannana og sé þess gætt að
þær fari ekki út úr búrunum
sínum er heldur ekki hætta á
að þær leggist út. Þær geta því
verið góður kostur fýrir þá
sem langar til þess að eiga dýr
til að hugsa um, en sumum
flnnst þær ekki nægiiega
mannelskar til þess að hægt sé
að hafa af þeim mikla
skemmtun, en það getur þó
verið eitthvað misjafnt eftir
tegundum og uppeldi.
38 VIKAN 10.TBL1989