Vikan


Vikan - 18.05.1989, Qupperneq 44

Vikan - 18.05.1989, Qupperneq 44
Pótt sá sem þetta skrifar telji eigið k draumlíf ekki ýkja merkilegt, þá " kemur það ekki í veg fyrir að hann telji drauma iðulega merkileg iyrirbæri, eins og fleiri, sem stundum hef- ur verið gerð grein íyrir í þessum þáttum, eins og lesendum þeirra mun kunnugt. Ástæðan til þessara skrifa að þessu sinni er sú, að eiginkona mín, Jóna Rúna Kvaran, er mjög draumspök manneskja sem ekki hef- ur látið sér nægja að dreyma merkilega drauma, heldur hefúr skrifað marga þeirra niður og íhugað þá ítarlega. Hún er því heimild mín fyrir flestu sem hér verður sagt frá. Fátt af því sem manninn hendir reynist honum eins torráðið og draumlíf hans á stundum. Enda sýnist trúlega sitt hverjum um gildi drauma. Við íslendingar og aðrir hafa öldum saman tekið mikið mark á draumum og þeir stundum jafhvel getað skipt sköpum í samskiptum manna og viðhorfum til vissra kringumstæðna og atvika. í Biblíu okkar kristinna manna er mikið sagt frá stórmerkilegum draumum, og jafrivel ráðningum þeirra einnig. Mikið af draumum eru til dæmis tengdir fæðingu Krists, eins og kunnugt er. í Gamla testa- mentinu er víða sagt frá fúrðulegu draum- lífi einstakra manna. Þannig er minnis- stæður draumur Faraós um kýrnar sjö, sem Jósef varð frægur fyrir að ráða. í þessu sérstaka tilfelli kemur fram, að einn dreymir, en annar ræður drauminn. Það er nefnilega alltaf til fólk, sem fært er um að ráða drauma. Fyrr á tímum þóttu þeir menn sérstaklega eftirsóknarverðir, sem gátu lesið í drauma og jafnvel ráðið þá, svo ekki varð um villst. En á slíku kunnu tiltölu- lega fáir menn full skil. Sumir þeirra höfðu jafnvel atvinnu af draumaráðningum, og þóttu algjörlega ómissandi þeim, sem gegndu áhrifastöðum. Þessir draumaráðn- ingamenn urðu því ýmsir bæði frægir og vel efnum búnir. íslendingar hafa alla tíð verið miklir draumamenn, enda finnast víða frásagnir um stórmerkilega drauma, sem ræst hafa og ráðið miklu um örlög manna. Sálfræðinni hefur mikið verið beitt í sambandi við drauma og telja flestir víst, að án drauma geti mannshugurinn ekki þrifist rétt. Til samanburðar má geta þess, að fýrir nokkrum árum var gerð umfangs- mikil tilraun á draumlífi katta og voru niðurstöður þeirra tilrauna ákaflega skýrar. Köttur var tengdur við mælitæki, sem sýndu nákvæmlega hvenær draumlíf katt- arins hófst. Síðan var hann vakinn í hvert Frh. á bls. 44 íslendingar og aðrir hafa öldum saman tekið mikið mark á draumum og þeir stundum jafnvel getað skipt sköpum í samskipt- um manna og viðhorfum til vissra kringumstæðna og atvika. ÆVAR R. KVARAN DULFRÆÐI 42 VIKAN 10. TBL. 1989
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.