Vikan


Vikan - 18.05.1989, Blaðsíða 53

Vikan - 18.05.1989, Blaðsíða 53
HEIL5A maís og mörgum af þeim fjöl- mörgu kemísku viðbótar- og rotvarnarefnum, sem í mörg- um áfengum drykkjum eru. Þetta er mjög líkt hinu vel þekkta „kínverska veitinga- húsa fyrirbæri“, sem orsakast af mononatríumglutamati (MNG), sem veldur hjá þeim, sem hafa ofhæmi fyrir því, höfuðverk, vöðvaslappleika og timburmannatilfinningu, án þess þó að þeir hafi drukkið áfengi. Fólk sem finnur til van- líðunar eftir að hafa drukkið hlutfallslega lítið áfengi, 30 til 120 ml af borðvíni við borðhald og fáer verulega slæm einkenni daginn eftir getur verið með ofhæmi fyrir ein- hverjum innihaldsefhum vínsins. Hvers vegna fáer maður timburmenn? Ef þú gætir litið inn í sjálfan þig eftir drykkju, þá er það þetta sem þú sérð: — Miðtaugakerfi þitt — heil- inn, mæna og taugar — eru mjög næm fyrir alkóhóli. Einn sopi er nóg til að valda tíma- bundinni truflun á hinum margslungnu efhaferlum, sem þetta kerfi vinnur eftir. Áhrifin koma strax fram. Það eru bein áhrif á miðheilasvæðið sem hefur með ógleði og uppköst að gera og litla heilann, sem hefur með jafnvægi og svima að gera. — Alkóhól er sérstaklega eitrað fyrir frumur maga þíns og garna. Það veldur truflun- um í öllum meltingarvegi þín- um yfir tímabil, sem varir 24 til 28 tíma. Hjá sumu fólki er einn þáttur eftirkasta tölu- verðrar alkóhólneyslu, slæm maga- og þarmaerting með mjög svæsnum niðurgangi. — Vegna ensímkerfis í lifr- inni er líkami þinn útbúinn firá náttúrunnar hendi til að afeitra allt að 30 ml af alkóhóli eða þar um bil, sem er eðlilega framleitt daglega, sem hliðar- afurð kolvetnismelting- ar. En ef þú drekkur umtals- vert magn af alkóhóli þá hefúr þetta kerfi ekki við, er yfir- keyrt og getur ekki komið í veg fyrir að bæði það sem er innbyrt og það sem myndast eðlilega í líkama þínum flæði um blóðrásarkerfið. Þetta veldur víðtækum frumudauða og eykur til muna timbur- mennina. Það er sérstaklega hættulegt að drekka mikið magn af alkóhóli á stuttum tíma. í slíkum tilfellum getur alkóhólið í blóðinu orðið í lífe- hættulegu magni. — Alkóhól er þvagræsandi, það örvar þvaglát. Þú hefur mun meira þvaglát en því nemur sem þú tekur inn af vökva og stuðlar því að vökva- þurrðarástandi. Þetta er því það sem veldur þorsta og þurrum kverkum, til viðbótar við timburmennina. Það sem hjálpar mest, í til- fellum sem þessum, er „hár hundsins sem beit þig“: lítið magn alkóhóls yfir langan tíma með miklu magni af vökva, til að vinna gegn vökva- tapinu. Þetta mun losa þig við timburmannatilfinninguna fljótar en nokkuð annað. Með þessu er ekki mælt. Þetta er aðeins sjálfevarnar herbragð. Meira alkóhól eykur aðeins vandamálið að umfangi. Dæmi- gerð ráð gegn þessu vandamáli innihalda: mjólkurpúns, Brandy Alexander, Bloody Mary eða Oranges Blossom. Það sem ráðlagt er, er eftir- farandi „uppskrift“: Aukið vökvaneyslu, með vatni eða ávaxtasafa. Borðið lítið magn af mat en oft, jafhvel með tveggja til þriggja tíma millibili. Alkóhól leiðir til umframframleiðslu insúlíns og veldur þar af leið- andi mikilli lækkun á blóð- sykri. Með því að borða svolít- ið eykurðu blóðsykurinn og fáerð nauðsynleg næringarefni án þess að valda of miklu álagi á meltingarfáerin. Það er best að neyta ekki stórrar máltíðar fyrr en meltingarfæri þín eru búin að jafria sig. Takið verkjalyf sem hafa lítil ertandi áhrif á meltingarfærin, en slá á höfuðverkinn, til dæm- is sýruhjúpað asperín. Takið eitt gramm (1000 milligrömm) af C-vítamíni tvisvar á dag í nokkra daga. C- vítamín hjálpar þér að vernda líkama þinn gegn þeim frumu- skemmdum sem alkóhólið veldur. Takið samsett B-vítamín einnig tvisvar á dag. Alkóhól grípur inní upptöku og úr- vinnslu þessara vítamínhópa, sem eru bráðnauðsynlegir fyr- ir eðlilega starfeemi taugakerf- isins. Þessar ráðstafanir munu hjálpa þér til að líða betur og byrja að gera við þær skemmdir, sem þú hefúr vald- ið líkama þínum. Ekkert sem verkar betur hefur verið fund- ið upp. Þjálfaðu þig og fáðu hægari púls Sá sem notar niikinn tíma til að þjálfa vöðvana, þjálfar hjartað jafnframt, svo að það vinnur betur. Nákvæmlega á sama hátt og vöðvar líkamans verða staerri og sterkari við hæfl- lega áreynslu verður hjartavöðvinn það líka. Hjartað í þjálíuðum manni þarf aðeins að slá allt að helmingi ferri slög en hjarta þess litið þjálfaða, til að dæla sama magni af blóði um líkamann. Það getur einnig aukið afköst sín verulega án erfiðleika. Það er því mikið tilefni fyrir óþjálfað fólk að fara að hugsa sér til hreyfíngs. Vörturnar hvimleiðu Vörtur eru algeng fyrir- bæri einkum hjá bömum. Þær orsakast oftast af veir- um. Vörtur hjá bömum geta smitast við það að varta bams kemur við húð ann- ars bams. Vörtur á höndum likjast ofit á yfirborðinu blómkáli. Á fótunum vaxa þær stundum inn í húðina og geta þá valdið miklum sársauka. Það er ekki hægt að beita neinni lækningu gegn veir- unni, sem veldur kvillan- um. Vörtur hverfa oftast af sjálfú sér. Þær vörtur sem valda vemlegum óþægind- um em upprættar með ýmsu móti en koma því miður oft aftur. Þær era skomar, skrapaðar eða brenndar burt með raf- magni eða ætiefnum. Ef vörtuklasi kemur skyndilega eða vörtumar breyta um útlit ætti að leita læknis. Hlaupastingur — Hvers vegna kemur hann? Hann kemur vegna krampa í þindarvöðvanum. Þindin er stór vöðvahvelf- ing er aðskilur brjósthol og kviðarhol. Ef maður beygir sig og reynir að snerta gólf- ið með fingurgómunum hverfur þessi verkur oftast. Tennisolnbogi Of mikill tennisleikur? Svo nefndur tennisoln- bogi getur komið við hverskonar ofreynslu á olnbogaliðinn. Tennisleik- ur þarf því ekki að vera ástæðan. Óþægindi geta komið fram við síendur- teknar vindandi hreyfingar í olnbogaliðnum. Ef maður notar t.d. tappatogara mjög oft, gæti það valdið tennis- olnboga, og sama má segja við langvarandi vinnu við tölvu o.s.firv. Hver sem ástæðan er, verða sinafesturnar við oln- bogalið sárar og aumar og hreyfigetan minnkar. Þetta nefnist tennisolnbogi. Meðferðin er fyrst og fremst fólgin í hvíld. Stund- um getur kortisóninnspýt- ing inn að sinafestunni eytt sársaukanum. Tennisolnbogi læknast í flestum tilfellum sjálfkrafa, en óþægindin geta varað mánuðum saman. 10. TBL 1989 VIKAN 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.