Vikan


Vikan - 18.05.1989, Page 54

Vikan - 18.05.1989, Page 54
ÚTIVERA Áð á isnuin, á göngu yfir Tungnaárjökul á leið til Kerlinga. TEXTI OG MYNDIR: BJÖRN HRÓARSSON JARÐFRÆÐINGUR U' m miðjan septem- bermánuð árið 1983 fór lítið ferðafélag í helgarferð á fjöll á tveim jeppabiffeiðum, Volvo Lapplander og Rússajeppa. Ekið var á föstudagskvöldi inn í Landmannalaugar um Dóma- dalsleið og gist þar í einum besta fjallaskála á íslandi eftir gott bað í læknum. í úrhellisrigningu á laugar- degi var ekið austur Fjallabaks- leið nyrðri. Við lítið fell er nefhist Herðubreið var beygt til norðurs í átt að Sveinstindi sem rís 1090 m yfir sjó, sunn- an við Langasjó. Sökum þoku var göngu sleppt á tindinn sem í góðu skyggni er einn skemmtilegasti útsýnisstaður landsins. Þess í stað var ekið að Skaftá og ummerki nýlegs hlaups könnuð. Skaftá fær vatn frá Skaftárjökli og Langasjó. Langisjór hefur afrennsli aust- an úr vatninu nyrst um svo- kallað útfall og rennur Skaftá síðan samsíða Langasjó austan Fögrufjalla. Nú var farið að Langasjó, einu af fegurri vötnum landsins, og þaðan norður Breiðbak milli Tungnaár og Langasjós. Seinni part dags var komið að Tungnaá og leitað að vaði rétt neðan svokallaðra Botnavera. Eftir nær tveggja stunda leit fannst Ratavað og komust fararskjótarnir klakk- laust yfir í Jökulheima, þar sem næturgisting var kærkomin. Gist var í eldri skála þeirra jöklarannsóknarmanna, sem tók vel á móti hópnum, en jöklamenn voru sjálfir á ferð og gistu nýrri skálann. Vaknað snemma sunnudags- morguns, tíndar á sig spjarir og litið út í glampandi sólskin. Hvergi sást ský á himni. Haldið var til jökla og eftir akstur yfir jökuleyrar, jökulár og miklar festur við jökulsporð, komust fararskjótarnir upp á Tungna- árjökul. Stefnan var tekin á Kerlingar en brátt tóku göngu- skórnir við sökum sprungu- svæða og jökulsvelgna er tor- velduðu för jeppanna. Útsýni af 1336 m háum tindi Kerlinga er ógelymanlegt. Hofsjökull, Langjökull, Mýr- dalsjökull og hluti Vatnajökuls blasti við og miðhálendið milli þeirra allt niður í byggð á Suðurlandi. Dvalið var Iengi á toppnum og tindar og toppar nefndir eftir bestu getu. Er niður á jökulinn kom hafði sól- bráðin valdið því að jökulísinn var glerháll og hélst hópurinn 52 VIKAN 10. TBL 1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.