Vikan


Vikan - 18.05.1989, Qupperneq 57

Vikan - 18.05.1989, Qupperneq 57
5MA5AC5A á herðar að draga klukkuna upp og taka teppið af sængunum, meðan Hans slökkti og leit um. En fyrst ég hafði ekki þessa sterklegu höku, taldi ég að ég gæti með smáklókind- um og örlítilli heppni leikið hlutverk hinn- ar iðnu býflugu. En sannleikurinn er sagna bestur, eins og tengamóðir mín mundi vilja sagt hafa. Og hann kom í Ijós fimmtudagsmorgun einn. Ég vaknaði skyndilega við hinn rólega andardrátt Hans. Það var enginn hávaði af vekjaraklukku, engin gluggatjöld sem þutu upp í loftið og ekkert blístur. Ég mókti örlitla stund og furðaði mig á því hvers vegna ég hefði eiginlega vaknað svona snemma. En þá fóru hljóð að berast mér til eyrna utan frá, ffá götunni, skellir í bílhurðum og hróp og sköfl ffá barnahóp á leið í skólann. Ég sneri mér rólega við og leit á klukkuna. — Hún var átta. — Við höfð- um sofið tveimur tímum lengur en venju- lega. í einni svipan settist ég upp og neri stírurnar úr augunum. Og þá mundi ég hvað gerst hafði. Kvöldið áður hafði ég ekki haft neina löngun til þess að fara í háttinn kl. 10. Það hafði verið einn afþeim dögum þegar andinn hafði komið yfir mig og ég hafði rokið til að fara að staga í sokk- ana af Hans, bóna gólfin, þvo glugga o.s.frv. Þegar klukkan var tíu hafði ég enga löngun til að fara að sofa, heldur til að sitja og láta fara vel um mig og lesa bók, sem við höfðum nýlega fengið úr bókasafhinu. „Þú skalt bara fara að sofa,“ hafði ég sagt við Hans, „ég kem bráðum.“ En bókin hafði verið svo ofsalega spennandi og áhrifamikil, að ég var svo dösuð, þegar ég var búin að lesa hana, að ég hafði ekki hugsun á öðru en koma mér undir sæng- ina og breiða langt upp yfir höfuð. En nú var ég glaðvöknuð, klukkan var átta. „Hans,“ kallaði ég varlega og reyndi að tilkynna honum tíðindin eins nærfern- islega og mér var unnt. „Hans, klukkan er átta.“ Áhrifin hefðu ekki getað orðið meiri, þó að ég hefði sagt honum, að húsið stæði í björtu báli. Hann fleygði sænginni ofan af sér og var kominn í einu stökki ffarn á gólf. „Hvað hefur komið fyrir?" öskraði hann, og þá minntist ég þess, sem ég annars gerði aldrei, að Hans hafði verið yfirmaður í hernum. Nú skaut hann hökunni ffarn og þandi brjóstkassann ffam og axlirnar aftur þannig að náttfötin litu út fyrir að vera úr stífasta kakíefni. Ég andaði djúpt að mér. „Ég gleymdi að draga upp vekjaraklukkuna í gær,“ sagði ég stillilega. Þennan morguninn varð ekki úr neinu steypibaði, og þegar Hans kom æð- andi inn í eldhúsið, hafði kaffið rétt fengið á sig þennan daufa, brúnleita lit, sem það fer þegar það hefur bara verið stutta stund í rafmagnskönnunni. Samt sem áður gaf ég honum fullan bolla og rétti honum. Gumsið í botninum blasti við honum. Ég reyndi að eyða þessu með gamni og sagði: ,Já, þetta er ekki alveg eins og hún mamma þín býr til,“ — og óskaði þess á sama andartaki, að ég hefði getað bitið úr mér tunguna, en það var of seint. Þetta var alls ekki rétta augnablikið að minnast á móður Hans. Nú leit út fyrir að ég hefði viljandi leitt hana ffam á sjónarsviðið og væri að benda Hans á, hvernig það hefði verið áður og hvernig það væri nú. Hann stóð kyrr og starði ofan í kaffiboll- ann, líkt og hann væri áhorfandi að ein- hverri átakanlega sorglegri kvikmynd. Síð- an lagði hann bollann ff á sér, greip hattinn og ffakkann og þaut út eins og byssu- brenndur. Ég stóð í dyragættinni og starði á eftir honum, þar til hann hvarf fyrir næsta horn, og þrammaði síðan inn í eldhús. Ef andinn hefði nú verið yfir mér, hefði hann rekið mig af stað til einhverra nyt- samlegra starfa, en kaffið var nú orðið dökkbrúnt og ilmandi og dagblaðið nýtt og ólesið. Ég hellti í bolla handa mér og breiddi úr blaðinu við hliðina á mér. í fýrstu las ég fréttirnar, síðan kom röð- in að teiknimyndasögunum og loks las ég auglýsingarnar. En þrátt fyrir það að ég hafði ekki lesið þær svo vandlega, komst ég ekki hjá að sjá stóru auglýsinguna, sem bauð lengra, betra og hamingjusamara líf, ef maður prýddi svefhherbergi sitt með mynstruðu sirsi, sem notað er til að leggja yfir svefhherbergisrúm og þekja með hús- gögn. Ákaflega ódýrt, stóð í auglýsingunni. Mundi nú ekki eitthvað þessu líkt hafa góð áhrif á Hans? hugsaði ég. Mundi það ekki vera dásamlegt að geta sýnt honum, að þótt húsmóðirin svæfi einu sinni yfir sig, gæti hún samt sem áður lengt líf hans og fegrað með fallegum litum? Nú kom andinn yfir mig, þótt svo hann væri að vísu dálítið einhliða og vekti ekki athafhaþrá mína á öllum sviðum. Ég lét uppþvott og óumbúið rúmið liggja á milli hluta, opnaði skrifborðsskúfiuna, fann þar vindlakassann, þar sem við geymdum sparipeningana, og þaut af stað eins og dugleg býfluga áleiðis í stóru verslunina, sem fegraði líf fólks með mynstruðu sirsi. Efhið var ljósgrænt með stóru, ljós- brúnu mynstri og afgreiðslustúlkan hlýtur að hafa fengið doktorsgráðu í nútíma sölu- tækni, því að þegar ég suðaði eins og góð býfluga út úr búðinni, hafði ég stóran pakka undir hendinni og ekki grænan eyri eftir í vindlakassanum. Frh. á bls. 58 ^\hrifin hefðu ekki getað orðið meiri, þó að ég hefði sagt honum, að húsið stœði í björtu bóli. Hann fleygði sœnginni ofan af sér og var kominn í einu stökki fram ö gólf. „Hvað hefur komið fyrir?" öskraði hann, og þö minntist ég þess, sem ég annars gerði aldrel að Hans hafði verið yfirmaður í hernum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.