Vikan


Vikan - 18.05.1989, Page 60

Vikan - 18.05.1989, Page 60
5MA5AC5A Frh. af bls. 55 í kaupbæti hafði ég fengið umslag með einhvers konar sniði til allra þeirra hluta, sem hægt er að sníða eftir. Og kl. 3 eftir hádegi var ég enn þá skríð- andi um allt gólfið umkringd ljósgrænu sirsi. Ég var í gömlum, bláum samfestingi, hárið allt úfið og flaksandi, og ég var með títuprjóna í munninum. Þá opnuðust dyrn-, ar skyndilega og kaldur gustur kom inn og feykti silkipappír framan í mig. En gegnum götin á mynstrinu gat ég séð í Hans. Það hafði aldrei komið fyrir áður, að Hans væri kominn heim fyrr en kl. fimmtán mínút- ur fyrir sjö. Þess vegna var ég vön að bíða með húsverkin, þangað til andinn kæmi yfir mig, og hingað til hafði hann alltaf komið, áður en Hans kom heim. Og nú stóð hann þarna í dyragættinni. Húsið er ekki svo stórt, að vel sést yfir alla íbúðina, ef staðið er frammi í innganginum, og nú gat Hans virt fyrir sér allt í einu: óumbúið rúm, skítugt leirtau og mig. Það var sitt af hverju, sem var í reiði- leysi þetta fimmtudagssíðdegi. Húsið leit satt að segja út eins og einhver hefði brun- að á bifhjóli í gegnum það. Hann litaðist rólega um og sgði svo: „Hvað hefúr komið fyrir?“ Ég tók út úr mér alla títuprjónana. „Ekk- ert annað en það,“ sagði ég, „að sann- leikurinn kemur alltaf í ljós fyrr eða síðar. Ég er ekki þessi fyrirmyndarhúsmóðir, Hans.“ Og nú reis ég upp og burstaði dá- lítið af gamla samfestingnum mínum. „Og ég er ekki heldur nein Monroe." Hann brosti, en það var tvírætt bros, því að annar helmingurinn af munninum gat ekki ákveðið sig, hvort hann ætti að brosa eða ekki. Hann skildi hvorki upp né niður í þessu öllu saman, því að hann hafði skyndilega séð nýja hlið á mér, sem hann hafði aldrei viljað viðurkenna og þess vegna neitað að trúa því. Ég gekk til hans og lagði ennið við höku hans. Hún stakk dálítið, því að hann hafði ekki getað rakað sig um morguninn. „Elskan mín,“ sagði ég, „mig langaði svo mikið til að sauma sæng- urteppi. Ég veit vel, að það er ekki búið að búa um.“ „Klukkan þrjú eftir hádegi," sagði hann og hrökklaðist aðeins aftur á bak. Aðstaðan var greinilega slæm fyrir mig. „Hvers vegna kemur þú annars svona snemma heim?“ spurði ég. Hann tók bréf upp úr vasanum. „Vegna þess, að það kom bréf frá mömmu, sem var hraðsent á skrifstofuna. Hún kemur og heimsækir okkur — stundvíslega kl. 6 á sunnudagsmorgun." „Þetta var nú einmitt það, sem vantaði," muldraði ég, og sem betur fór misskildi hann mig og sagði: ,Já, mamma getur áreiðanlega mikið hjálpað þér. Það er dá- lítið, sem við verðum að laga áður,“ sagði hann og lagði höndina á öxl mér. „Ég kom heima svona snemma, til þess að við gæt- um farið snemma í bæinn, áður en lokað er. Við verðum að kaupa einhvers konar kommóðu, sem getur staðið við hliðina á svefnsófanum í litla herberginu, til þess að mamma geti einhvers staðar geymt hlut- ina sína.“ „Ágætt," sagði ég, — en svo fékk ég hjartslátt. ,fyttu við með afborgunum?" „Nei. Við eigum áreiðanlega nóg fyrir ódýrri kommóðu." Hann gekk að skrif- borðinu og tók fram vindlakassann. „Hann er tómur, Hans,“ sagði ég. „Mig langaði nefnilega svo mikið til að búa til sængurteppi...“ Hann starði á mig. „Lang- aði þig til... Og svo tókstu bara pening- ana!“ i að var sitt af hverju sem var í reiðileysi þetta fimmtudagssíðdegi. Húsið ieit satt að segja út eins og einhver hefði brunað d bifhjóli í gegnum það. Hann litaðist rólega um og sagði svo: „Hvað hefur komið fyrir?" Hann hristi vindlakassann, eins og hann tryði ekki sínum eigin augum, að hann væri raunverulega tómur. En á mig leit hann eins og hann vissi, að ég væri ger- samlega tóm. Og ég hafði hugboð um, að ég væri það. Það var líkast því sem vindlakassinn væri orðinn nokkurs konar tákn um ástandið, sem var hjá okkur, Hans og mér. Þarna stóð Hans, maðurinn sem lifir eftir fyrirfram gerðri áætlun, og hér stóð ég, stúlkan sem fór eftir duttlungum sínum og lætur kylfu ráða kasti. Ég vissi ekki hvort ég ætti að gráta eða hlæja. „Ég get ekki lifað samkvæmt ein- hverri fyrirfram gerðri áætlun," sagði ég þrjóskufúll. „Ég verð að gera hlutina þegar andinn er yfir mér.“ Hann pírði augun, eins og hann hefði fengið skipun um að hleypa af. „Þá skaltu reyna að koma þessum anda af stað,“ hróp- aði hann og rauk út um dyrnar. Ég stökk á eftir honum. „Hans, komdu aftur." En Hans kom ekki aftur, fyrr en klukkan var orðin sex. En þá var ég búin að laga til í húsinu og hressa upp á sjálfa mig. Nú gæti hann séð, að þetta hefði nú ekki verið annað en smávindur, sem kom og fór. En það var greinilegt, að eini vindurinn, sem Hans vissi af, var vindurinn, sem þaut í gegnum hár honum, þegar hann kom þrammandi heim gangstíginn. Þó er kannski fúlldjúpt tekið í árinni að segja, að hann hafi komið þrammandi, þegar hann var að rogast með þennan stóra trékassa, sem hann var með. Ég opnaði dyrnar fyrir hann, og hann óð fram hjá mér inn í svefnherbergið og lagði kassann niður við hliðina á kommóðunni. „Þetta er eins og appelsínukassi," sagði ég- „Sýnist þér það?“ svaraði hann. Jafhvel þótt maður elski manninn sinn, þá kemur það alltaf fyrir fyrr eða síðar, að maður óskar sér þess, að hann megi fara norður og niður. En ég stillti mig og sagði: „Inn í mötuneytið með yður, herra liðsfor- ingi.“ Hann sneri sér við og leit á mig, og í augum hans mátti sjá snöggvast drenginn, sem langaði til að skellihlæja, en bara snöggvast. Drengurinn vék fyrir liðsfor- ingjanum, sem slengdi samanvöfðu dag- blaðinu í höfúðið á mér og settist síðan niður við borðið. Kannski hann langi til að kýla hausinn á mér niður í maga, hugsaði ég. Umræðuefhið við borðið var ekki sér- lega upplífgandi. „Hve lengi hefúr mamma þín hugsað sér að dveljast hérna?" „Viku.“ „Er einhver sérstök ástæða til að hún kemur kl. 6 að morgni?" „Er einhver sérstök ástæða til þess, að hún komi ekki þá?“ Já, það voru margar ástæður til þess, taldi ég. í fyrsta lagi yrðum við að vakna kl. hálfflmm á sunnudagsmorgni. En ég gerði það, sem skynsamlegast var, ég lét málið niður falla og tók upp annað. „Hvað ætlar þú að gera við þennan appelsínukassa?" Hann skar rólega í kartöfluna án þess að líta upp. „Ég ætla að setja hlutina mína úr kommóðunni yfir í hann, til þess að mamma geti fengið skúfifurnar mínar. Hún getur sofið í svefhherberginu hjá þér og ég get flutt yfir í litla herbergið." Það var ekkert hægt að segja, svo að ég þagði. Ég stóð upp og fór að taka af borð- inu. Hann gekk inn í svefhherbergið og ég gat heyrt hann rassakastast með komm- óðuskúffúrnar. Þetta kvöld varð ég ekki samferða Hans í rúmið. Ég sat og starði inn í eldinn, sat og starði allt kvöldið á meðan Hans las dag- blaðið í ákafa, eins og hann hefði fengið skipun um að læra það utan að. Þegar ég fór loks í rúmið, sneri Hans í mig bakinu, og það var kalt og einmanalegt hjá mér.’ Kuldinn og einmanaleikinn hélst til morguns og varð enn meiri, eftir að Hans var farinn og ég sat alein eftir og hugsaði um það, hve lítið hefði komið svo miklu af stað. Ef ég hefði ekki sofið yfir mig á fimmtudagsmorguninn og ef ég hefði ekki setið svona lengi með kaffibollann og lesið auglýsingar um fialleg sirsefni á tækifæris- verði. Ég beit saman tönnurh og byrjaði á hús- 58 VIKAN 10. TBL. 1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.