Vikan


Vikan - 18.05.1989, Qupperneq 62

Vikan - 18.05.1989, Qupperneq 62
 FERÐALOG Tengslin milli íslands og Lúxemborgar elld TEXTI: BRYNDlS KRISTJÁNSDÓTTIR MYNDIR: LOFTUR ÁSGEIRSSON o.fl. Tengslin milli íslands og Lúxem- borgar hafa lengi verið sterkari en tengslin milli margra annarra landa. Margt kemur þar til, en án efa eiga tíðar flugsamgöngur milli landanna sinn þátt auk þess sem Lúxemborg er oft á tíð- um eins konar upphafspunktur íslenskra ferðalanga á leið þeirra í ferðalag um Evrópu. Oft er þó staldrað nokkuð við því Lúxemborg er mjög falleg og vinaleg borg. Einnig hafa helgar- og vikuferðir til Lúx- emborgar verið ákaflega vinsælar, enda er miðborgin lítil og auðvelt að rata þannig að lítil hætta er á að týnast - sem er eitt af því sem margir íslenskir ferðalangar óttast að komi íyrir þá, hætti þeir sér til erlendr- ar stórborgar. Reyndar má segja að hafl maður dvalið einu sinni í Lúxemborg þá er næstum eins og að vera kominn heim í næsta sinn. Mjög gott þykir að versla í borginni, kannski ekki vegna þess að þar sé allt svo ódýrt heldur vegna þess að fata- smekkur okkar og þeirra virðist mjög áþekkur, sem þýðir að þarna er mikið úrval af vönduðum fatnaði á alla fjölskyld- una. Ný Flugleiðaskrifstofa í Lux Flugleiðir fljúga með farþegana á milli landanna og nýverið var skrifstofa þeirra í Lúxemborg flutt í betra og hentugra hús- næði, sem er við Glesener stræti, eða rue Glesener, nr. 59, en framkvæmdastjóri hennar er Einarr Aakrann. Skrifstofan starf- ar einnig sem umboðsskrifstofa Ferða- málaráðs íslands. Sama dag og nýja skrif- stofan var opnuð við hátíðlega athöfn, hófst íslandsvika á Hótel Pullman í Lúx- emborg. Á opnunarhátíðina var boðið 500 manns, íslendingum og Lúxemborgar- mönnum. Þarna voru stjórnmálamenn, fulltrúar menningar- og viðskiptaheimsins, að ógleymdum fjölmiðlaheiminum. ís- lenski sendiherrann Einar Benediktsson var þarna kominn og frá íslandi mætti eng- in önnur en Ungfrú heimur, Linda Péturs- dóttir, og vakti hún mikla athygli eins og við var að búast, Samgönguráðherra, Steingrímur J. Sigfússon var einnig mættur og að sjálfsögðu forstjóri Flugleiða, Sigurð- ur Helgason. f veislunni var boðið upp á margs konar Valgeir í Cockpit Inn bauð íslensku gest- unum til sín og ekki er annað að sjá en öllum hafl vel líkað. F.v. Hallur Þor- steinsson frá Morgunblaðinu, Jóhanna Margrét á DV, fulltrúi Vikunnar, Halldóra Sigurdórsdóttir frá Frjálsu framtaki, Kristján Már frá Stöð 2, Steingrímur Sig- fússon samgönguráðherra, Már Gunn- arsson, Flugleiðum, og Árni Johnsen. PULLMAN Félagar i Þjóðdansafélaginu sungu og dönsuðu fyrir gesti. Verk listakonunnar Rikeyjar Ingimund- ardóttur voru til sýnis á hátíðinni og þeirra á meðal þetta. Linda vakti mikla adiygli og hrifningu gestanna - jafiit erlendra sem innlendra. 60 VIKAN ÍO.TBL 1989
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.