Vikan


Vikan - 18.05.1989, Qupperneq 65

Vikan - 18.05.1989, Qupperneq 65
P05TURII1N Eltir mig á röndum og lemur þá sem reyna við mig Kæra Vika! Mig hefor lengi langað að skrifa í póstinn og fá ráðleggingar og nú læt ég loks verða af þvi. Þannig er mál með vexti að ég er hrif- in af strák, sem mér hefur verið sagt að só líka hrifinn af mér, enda virðist allt benda til þess. Erfiðleik- arnir eru þeir að hann hef- ur samt aldrei reynt við mig, en ég get aftur á móti aldrei hreyft mig neitt fyrir honum. Ef ég fer á hall þá er hann mættur og fylgist vandiega með öllum strák- ixm sem ég dansa við. En fyrir stuttu gerðist dálítið sem ég veit ekki hvernig ég á að taka á. Ég var á balli og það var strákur að reyna við mig, þá vissi ég ekki fyrr til en vinurinn hirtist allt í einu og sló hann niður. Hann sneri sér svo að mér og sagði að hann vildi ekki að ég væri að sýna öðrum strákum einhver blíðuhót þegar hann sæi til. Hvern1 ig líst þér á þetta vandamál mitt, póstur minn og hvað á ég að gera? Systa Hvernig væri nú að þú talaðir við strákinn sjálf, í stað þess að vera að híða eftir að hann tali við þig. Hann er húinn að sýna svo ekki verður um villst að hann hefur meira en lítinn áhuga á þér, þó hann sýni það ekki á skemmtilegan hátt. Hann lemur þarna hlásaklausan mann, sem er langt í frá að vera góð framkoma. Þú segist vera hrifin af honum líka þann- ig að þetta ætti allt að smella saman hjá ykkur, en hann virðist þó hafa þá áráttu að vilja ráða kannski helst til miklu vun líf þitt. Þú þarft kannski að gera honum ljóst strax í upphafi sambands ykkar að þú þurfir að fá að anda og lifa þínu lífi líka þó þið farið að vera saman. Um- fram allt þarftu að láta hann vita að þú munir ekki þola honum að hann sé að lemja fólk. Alla vega er kominn tími til að þið gerið út um hlutina. Sj ómannslíf Kæri póstur. Ég er tuttugu og eins árs og er gift sjómanmi. Við höfum verið gift í tæp tvö ár og erum harnlaus, sem er ekkert skrítið því hann er næstum aldrei heima. Og þar erum við komin að kjarna málsins. Vegna þess hversu lítið við sjáumst, hann er kannski í landi samanlagt svona 3 mánuði á árinu, þá hef ég beðið hann að hætta á sjónum. Mér leiðist svo hræðilega að vera svona mikið ein og mig langar svo að hann fái sér vinnu í landi, en hann segir nei. Hann segist alls ekki geta hugsað sér aðra vinnu. Mér finnst eins og að honum þyki vænna um vinnuna sína en mig, hvað get ég gert. Einmana Þar sem af bréfi þínu er ekki annað að ráða en að hann hafi verið sjómaður þegar þið kynntust, þá hef- ur þú frá upphafi vitað hvaða atvinnu hann stund- aði þannig að nokkuð seint er íyrir þig nú að vera henni mótfallin. Einnig getur verið að hann sé pirraður út í þig fyrir að vera að rexa í honum að vera í landi í hvert sinn sem hann er heima, þannig að vistin þar er kannski ekki nógu skemmtileg. Ef þú reynir aftur á móti að gera hverja heimkomu eins góða og hægt er, þá eru kannski meiri líkur á því að hann langi að vera í landi - og jafnvel von til þess að hann tilkynni þér einn daginn að nú sé hann búinn að fá leið á að vera á sjónum. Mundu að það þarf tvo til að deila. Snoöbaðir tengda- foreldrar Kæra Vika. Ég er tvítug og er trúlof- uð strák sem er tveimur árum eldri en óg. Paðir hans er nokkuð háttsettur maður í þjóðfólaginu og mér flnnst sem bæði hann og sórstaklega tengdamóð- ir mín tilvonandi finnist ég ekkl nógu góð fýrir hann. Þau eru alltaf að segja hitt og þetta við mig sem skilja má sem að hann hafi tekið niður fyrir sig með að velja mig. Mér finnst mjög vænt um hann en samvistirnar við tengdafólkið eru illþol- anlegar, auk þess sem þau særa mig. Hvað get ég gert. öskubuska saman og þau verða að sætta sig við það. Honrnn líkar við þig eins og þú ert, sem er aðalatriðið. Hefurðu sagt honum hvað þér flnnst um framkomu for- eldranna? Kannski væri gott að hann talaði við þau. Nú ef þau breyta ekki fram- komu sinni við þig, þá skaltu bara forðast eins og þú getur að vera nálægt þeim. Pennavinur Kæra Vika! Ég skrifa í von um hjálp. Mig langar mjög mikið til að eignast pennavin (konu) í Þýskalandi. Gæt- irðu gefið mér upp nafn einhverra væri ég mjög þakklát. Herdís. Tíminn læknar öll sár, er sagt. Líklega er það eina sem þú getur gert að vona að þegar þínir leiðinlegu tengdaforeldrar sjá að ykk- ur er alvara, þá munu þau breyta framkomu sinni við þig. Þú og sonur þeirra hafa ákveðið að eyða lífinu * Þýsk kennslukona sem er 39 ára og hefur mörg áhuga- mál óskar eftir pennavinum. Hún skrifar á ensku og þýsku. Annegret May Rehheide 36 4804 Gmhúlle Germany Finnið 6 villur eða fleiri á milli mynda. \\ DRIVE-IN )g JBIUBA Bunuuninjio '9 '}sjA8jl| jnjaij uuun66aipuB|-| 'S 'JBJuba eun -jnn 'p 'Bjjaejs ja QU|i>is 'B JBjuba Qjjisg z 'iuujuj J0 uui66n|0 • j 10. TBL 1989 VIKAN 63 VIKAN, Pósturinn, Háaleitisbraut I.Pósthólf 5344,105 Reykjavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.