Vikan - 18.05.1989, Síða 68
5TJ0RMUMERKI
1---------1 FYRRI HLUTI:
Þannig eru tvíburarnir
Tvíburarnir verða allt-
af að hafa eitthvað
íyrir stafni. Þeir þurfa
stöðugt að vera að
þjóta úr einu í annað og varpa
öndinni léttar þegar einu verk-
efrii er lokið og þeir geta snúið
sér að því næsta, sem ef til vill
býður upp á eitthvað nýtt og
spennandi. Verkefni er kannski
ekki rétta orðið yfir það sem
tvíburarnir taka sér fyrir
hendur, því þeir takmarka sig
sjaldan eða aldrei við neitt eitt.
Þeir vasast í öllu í einu. Þeir
skrifa bréf á meðan þeir tala í
símann. Þeir eru með margar
bækur í takinu samtímis í stað
þess að ljúka einni af í einu og
þegar þeir horfa á sjónvarpið
lesa þeir um leið. Einnig þykir
þeim þægilegt að hlusta á tón-
list þegar þeir eru að vinna.
Tvíburar eru óþreytandi og
venjulegu fólki finnst þeir
þreytandi í umgengni.
Styrkur tvíburanna liggur
ekki alltaf í líkamsburðum
heldur miklu frekar í andleg-
um styrk þeirra. Taugarnar
halda þeim gangandi og stund-
um eru þeir bæði spenntir og
taugaveiklaðir.
Þörf fyrir festu
og styrk
Eitt af vandamálum tvíbur-
anna er eirðarleysið. Reyni
þeir ekki að halda markvisst
aitur af því endar það með því
að þeir skilja eftir sig röð
óleystra verkefna. Það er
leiðinlegt því þá tapa þeir
mörgum af sínum góðu eigin-
leikum, en tvíburarnir eru yfir-
leitt velgefnir. Þeir ættu að
vinna markvist að því að svala
framkvæmdaþörf sinni annars
fer mikið starf og kraftar til
spillis
Tvíburar eru ósamkvæmir
sjálfum sér á margan hátt. Þeir
halda einu fram í dag og öðru á
morgun og svo fúllyrða þeir að
þeir hafi ekki skipt um skoðun.
Nei, þeir skipta ekki um
skoðun, að minnsta kosti halda
þeir því ffam sjálfir að svo sé.
Þeir eru tunguliprir og tekst
því að tala áheyrendur sína til
og að lokum eru þeir sann-
færðir um að þeim hafi bara
misheyrst í fyrra skiptið eða
misskilið það sem sagt var. En
sá sem er svolítið glúrinn er
fljótur að sjá í gegnum tvíbur-
ana og þá fer stundum svo að
þótt tvíburinn hafi sýnst vita
heil ósköp kemur í Ijós að
hann veit harla lítið.
Tvíburunum hættir til að
skýra frá áætlunum annarra og
skoðunum enda þótt þeir hafi
alls ekki kynnt sér þær nægi-
lega vel.
Tvíburar vilja ekki vera
leiðinlegir, og þeir þola ekki ef
sagt er að þeir séu þreytandi.
Þeir reyna því að komast hjá
að vera nærri þeim, sem gætu
átt til að segja slíkt um þá
sjálfa. Tvíburarnir þurfa alltaf
að vera að koma sjálfúm sér á
ffamfæri. Þeir skrifa stöðugt í
blöðin og reyna að komast í
útvarp og sjónvarp hvenær
sem færi gefist, já, og láta sér þá
jafnvel nægja að hringja inn í
þjóðarsálina eða aðra álíka
þætti. Það er betra en ekki
neitt. Tvíburar gefa sig gjarnan
á tal við ókunnuga, þótt ekki
sé nema til að segja við þá örfá
orð, en orðin geta orðið mörg
hundruð ef ekki þúsund. Gef-
ist þeim ekki kostur á að koma
sjálfum sér á ffamfæri á þenn-
an hátt fá þeir snert af innilok-
unarkennd, sem veldur þeim
þjáningum. Þeir verða að fá að
koma skoðunum sínum á fram-
feri eða draga að sér athyglina.
Þeir eru reyndar töffandi og
elskulegir og virka hvetjandi á
umhverfið, ekki síst í veislum
og á samkomum. Hressilegheit
tvíburanna stuðla að því að
mönnurn finnst þeir geðugir
og þægilegir.
Tvíburar sem vinir
Það er skemmtilegt að eiga
tvíbura að vini, enda er hann
skemmilegur félagi. Þeir sem
ekki hafa of mörg áhugamál
eignast þau þegar þeir hafa
kynnst tvíburum. Vinahringur-
inn stækkar líka eftir að tvíbur-
inn er kominn í spilið, þar sem
hann á sjálfúr fjöldann allan af
vinum.
Hrúturinn
21. mars - 19. apríl
Þú ert sáttasemjari deil-
andi aðila; það mun reynast þér
erfitt verk. Þú leggur drög að
ferðalagi. Reyndu að fá kunn-
ingja þína til samstarfs. Vertu
varkár á föstudaginn.
dnái Nautið
20. apríl - 20. maí
^ Þú kynnist nýjung, sem
þú hrífst mjög af og gætir hag-
nýtt þér. Þú kaupir nokkra smá-
hluti sem þú þarfnast. Nágranni
þinn kemur þér í klípu. Þú verður
að taka að þér verk fyrir aðra.
Tvíbuarnir
21. maí - 21. júní
Þú ert virkur meðlimur í
stórum félagsskap. Þú ert af-
kastamikil(l) og hugmyndarík(ur).
Haldið verður mikið kveðjuhóf
fyrir starfsfélaga þinn. Veðráttan
tefur fyrir þér.
Krabbinn
vrJj 22. júní - 22. júlf
^ Umtal um ákveðna per-
sónu hefur mikil áhrif á þig. Láttu
ekki hafa áhrif á skoðanir þínar.
Vertu ekki of raunsær, þá er hætt
við að þú vogir ekki að tefla á
tvær hættur.
Ljónið
23. júlf - 22. ágúst
Þú getur ekki létt undir á
heimili þínu sem skyldi, þar eð
ýmsir aðilar þarfnast krafta
þinna. Láttu það samt ekki ganga
fram úr hófi. Þú færð langþráða
heimsókn á næstunni.
tMeyjan
24. ágúst - 23. sept.
Ræktu betur sambandið
við vini þína og kunningja. Þú
ættir að leita félagsskapar þeirra,
það hjálpar þér til að slaka á. Þú
stofnar til skuldar, en þau við-
skipti verða til góðs.
Vogin
23. sept. - 23. okt.
Reyndu að gera kunn-
ingjum þínum greiða, þótt þú
hafir nóg að gera. Þú skemmtir
þér vel á miðvikudag. Mikið af
frístundum þínum fer í að full-
komna safn þitt.
Sporðdrekinn
24. okt. - 21. nóv.
Kona í fjölskyldutengsl-
um við þig gerir þér mjög hag-
stætt tilboð. Reyndu að komast
að sem bestu samkomulagi við
sambýlismenn þína. Mikið ríður
á að þú standir í skilum með verk
þín.
Bogmaðurinn
22. nóv. - 21. des.
Þú verður að þeygja þig
undir vilja ættingja þinna, þótt
þér sé það sárnauðugt. Þú hefur
mikið gagn af ferðum nágranna
þíns. Innheimtumenn hafa enga
samúð með þér.
Steingeitin
22. des. - 19. janúar
Maður, er óbeint hefur
valdið þér óþægindum, kemur
nú til móts við þig. Húsnæði þitt
tekur miklum breytingum til hins
betra. Fágaðu framkomu þína.
Ævintýri í vændum.
Vatnsberinn
20. janúar - 18. febrúar
Þú færð mikinn áhuga á
ákveðinni persónu og eyðir mikl-
um tíma ( að nálgast hana. Þú
græðir óbeint á viðskiptum sem
kunningi þinn gerir. Þiggðu
heimboð, ef þú hefur tíma.
Fiskarnir
19. febrúar - 20. mars
Þú átt langa ferð fyrir
höndum, en hún stendur þó að-
eins nokkra daga. Þú gerir hluti,
sem þig hefur aðeins dreymt um
að gera áður. Þú færð gjöf, sem
öðlast ekki fullt gildi fyrr en eftir
nokkurn tíma.
66 VIKAN 10.TBL1989
5TJORMU5PA