Vikan - 01.06.1989, Page 8
TI5KA
fylgi svarta mannsins í Suður-Afríku en það
hefur Buthalezi höfðingi af Zulu-ættbálkn-
um. Svartir hafa flykkt sér um hann og
hann er talinn hafa stuðning 80% svartra.
Til eru þó þeir sem hafa hátt um að hann
sé aðeins strengjabrúða Bothas en Mike
segir hann greindan mann sem beri hag
svartra fyrir brjósti. Hagsmunaárekstrar
verði þó sífellt milli hinna svörtu ættbálka
og því fer sem fer.
„Líttu bara á bardagana sem við sjáum í
sjónvarpinu í dag. Það eru svartir að
myrða svarta, ekki svartir að myrða hvíta.“
Hann segir að svarti maðurinn á götunni
hafl engan áhuga á stjórnmálum því hann
alist enn upp í ættarsamfélaginu og við
ættarsögurnar sem hafl haldist óbreyttar
kynslóð ffam af kynslóð. Það sé sama hvað
verði reynt — vestrænni menningu verði
aldrei komið yfir á svarta manninn í
Afríku. Hún gangi hreinlega ekki upp þar.
Hann bendir á hve vel gangi í Botswana og
Malherbe, löndum sem þrífist á því að þau
eru rekin samkvæmt gamla ættarsamfélag-
inu.
Sama gildi um Swaziland (sem að vísu
er sjálfstætt en liggur í miðri Suður-Afríku)
þar sé málum stýrt að hefðum gamla ættar-
samfélagsins og að ef fólk léti svarta mann-
inn í ffiði og leyfði honum að gera hlutina
eins og hann vill væri mögulegt að jafn-
vægi og friður kæmist á.
„Affíka er villt land. Þar er þessi hráa
orka sem líka fyrirfinnst hér þó að samlík-
ingin endi kannski þar því Afríka verður
ennþá villt land eftir 2000 ár. Leyndar-
dómar Afríku verða enn til staðar þá — þá
tekur enginn á brott.“
Þegar Mike kom til íslands fór hann að
leita að vinnu og gekk erfiðlega. Hann tók
því að sér skúringar á einum af pöbbunum
í bænum. Síðan vann hann í Hampiðjunni
um hríð - segist hafa unnið mikla auka-
vinnu en samt ekki fengið neitt kaup.
Eftir það fór hann að vinna í Fatagerð-
inni FASA — kaupið var svo lágt að hann
neyddist til að fara að hugsa sig um — og
hóf þá sinn eigin rekstur. Hann segir að
það sé erfitt að koma sér á ffamfæri hér —
hann hefur reynt við íslenska fjölmiðla en
ekki getað vakið áhuga þeirra. Þegar Linda
(Pétursdóttir) kom til hans fyrst var það
með beiðni um tvo kjóla sem hann hafði
þrjá daga til að hanna og sauma. Mike vann
nær samfellt í þrjá sólarhringa við þá kjóla
og þóttist heppinn þegar Linda kom í mát-
un og hafði með sér kjúkling og ffanskar —
hann hafði engan tíma til að útbúa mat.
Hann leggur áherslu á að föt Lindu séu
tíguleg og svolítið eggjandi. Mike er lítið
spenntur fyrir hönnun hversdagsfatnaðar,
hann hannar draumakjóla fyrir sendiherra-
ffúr eða aðrar konur sem þurfa að standa
fyrir móttökum auk þess sem hann er með
herralínu sem einnig er byggð upp á
kvöldfatnaði.
Hann notar fokdýr efhi, öll frá Sigríði
Jóhannesdóttur í Seymu sem hefúr styrkt
hann með ráðum og dáð og trúað á hann
allan þennan tíma. Uppáhaldsefhin hans
eru hönnuð af Svisslendingnum Jacob
Schleipfer, ffemsta textílhönnuði Evrópu í
dag.
Mike segist allt að því verða að gefa
vinnu sína - hann vandar ffágang og notar
efiii sem erfitt er að vinna með, svo sem
blúndu, auk þess sem efniskostnaður í
suma kjólana fer upp í 40.000 krónur.
Hann segir hreint út að ekki sé hægt að
vænta þess að fá sömu gæði úr lélegu efhi
og góðu.
Ein þeirra verðlauna sem Hugrún Linda
Gunnarsdóttir fær sem nýkjörin fegurðar-
drottning Islands er sérhannaður kjóll að
andvirði fimmtíu þúsund krónur ffá Mike.
Hann er ákveðinn í því að halda áffam á
þessari braut - veit ekkert skemmtilegra
en að útbúa glæsilegan kvöldfatnað á ís-
lenskar konur sem vilja líta vel út þegar
þær gera sér dagamun.
8 VIKAN 11.TBL.1989