Vikan


Vikan - 01.06.1989, Side 10

Vikan - 01.06.1989, Side 10
HEIL5A Grosalækningar í æHinni í meira en tvö hundruð ár TEXTI: ÞORSTEINN ERLINGSSON MYNDIR: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON Eg hringi dyrabjöllunni og bíð átekta. Eftir stutta stund er opnað, frískleg og hressileg eldri kona birtist í dyragættinni. Hún býður mér að koma inn, með sínu elskulega og einlæga viðmóti, eins og þeir hafa sem kynnst hafa erfiðleikum lífeins og vita í hverju hamingjan fellst. Við göngum inn á vinalegt heimili hennar og setjumst niður og tökum til við spjallið. Ég byrja á því að forvitnast um, hvernig staðið hafi á því að hún byrjaði á grasa- lækningunum. Það var nú bara hrein tilviljun. Faðir minn Erlingur grasalæknir var búinn að hafa miklar áhyggjur af því hver tæki við þessu starfi. Hann vildi ekki láta þekk- inguna glatast, en hún hafði gengið mann fram af manni í hans ætt. Hann var orðinn mjög áhyggjufullur, því hann var í þann veginn að hætta þessu, vegna aldurs og sérstaklega vegna þess að sjónin var farin að gefa sig verulega sem ekki er gott í þessu starfi. Inn á milli hafði ég gripið í þetta, frá því ég var krakki. Ég þekkti vel grösin og hjálpaði honum að tína þau. Þegar ég fór að stálpast hjálpaði ég honum fyrst í stað með að útbúa smyrslin, en það var ekki fyrr en seinna meir að ég fór að hjálpa honum með að sjóða grösin. Það var þegar sjónin fór að versna all verulega. Ég hafði þó alltaf fylgst með honum og vissi í hverju starf hans fólst. Hann var mjög ná- kvæmur með, hvernig grösin voru sett upp og meðhöndluð. Þegar hann var orðinn það slæmur, að hann gat aðeins svarað síma, þá leið hon- um mjög illa. Ég sá það og bauð honum að koma, þótt ég byggi langt frá, og hjálpa honum með suðurnar og útbúa smyrslin, og það gerði ég. Þetta gekk allt ljómandi vel og við töluðum mikið saman og hann fræddi mig mikið um þetta til viðbótar því, sem ég hafði áður kynnst. Það var svo einn daginn, að ég kom til hans og sagði hann mér þá, að það væri búið að ákveða hver yrði eftirmaður sinn. Ég varð alveg himinlifandi og spurði hver það væri, en hann sagðist ekki geta sagt það. Það líður og bíður í nokkur ár, þang- að til hann fer á spítala og biður mig þá að vera fyrir sig meðan hann verði á spítalan- um, því hann hafi lofað hinum og þessum meðulum. Hann var þarna eina tíu daga og kom ekki aftur heim. Ég hafði aldrei ætlað að taka við þessu, ekki einu sinni á þessari stundu og hafði ekki löngun til þess, en það voru ýmiss atvik, sem ollu því að ég fór út í grasa- lækningarnar og hefúr það verið mér mikil ánægja og gleði og sé ég alls ekki eftir því, vegna þess að ég hef orðið vitni að því, að fjöl margir hafa notið góðs af. Grasalækningar hafa verið í minni ætt í marga mannsaldra. Það er hægt að rekja þetta langt aftur í ættir, eða yfir tvöhundruð Vikan hefur heyrt um mörg undraverð dœmi þess, hjá bœði lœrðum og leikum, að fólk hafi fengið lœkningu meina sinna hjá Ástu Erlingsdóttur grasalœkni. Því var ákveðið að taka hana taii. 10 VIKAN 11. TBL 1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.