Vikan


Vikan - 01.06.1989, Side 11

Vikan - 01.06.1989, Side 11
HEIL5A ár. Það er svolítið skrýtið, að með því að gera það, kemst maður að því að meiri- hlutinn af grasalæknunum voru konur og hétu Þórunn, en það var af ömmu minni Þórunni sem faðir minn lærði þessa list. Það eru síðan við feðginin sem brjótum hlekk í þessari keðju. Pabbi með því að vera fyrsti karlmaðurinn í langan tíma og ég með því að heita ekki Þórunn. Þessar konur voru margar ljósmæður og notuðu því grösin meðal annars í starfi sínu. Grasalækningar er ekki hægt að læra í einum hvelli af bók, heldur verður maður að þróa þessa læknislist með sér í ljósi reynslunnar. Maður er í raun að læra á hverjum einasta degi, því alltaf er eitthvað nýtt að koma uppá. Komið hefur fyrir að þegar gefin hafa verið grasalyf við einhverjum ákveðnum sjúkdómi, þá hefiir komið í Ijós að annað sem hráði fólkið læknaðist einnig. Slíkt skrifa ég hjá mér og set við það spuminga- merki til að athuga það nánar, því þarna getur verið um enn eitt nýtt tilfelli að ræða, þar sem lækningamáttur jurtanna sannaðist. Til stendur að koma öllum þess- um upplýsingum í tölvu og fæst þá jafhvel betri yfirsýn yfir lækningarmátt jurtanna. Við notum aðeins íslenskar jurtir. Þar, sem náttúra okkar er lítið menguð eru grösin okkar tiltölulega ómenguð, en við megum þó aldeilis fara að vara okkur í sambandi við mengun, sérstaklega frá stór- iðjuvemm. Þau grös sem við náum í em á stómm svæðum um allt land, því innihald þeirra meðala, sem við blöndum, em margskon- ar. Við höfum þó ákveðin svæði tii að ná í sérstakar tegundir jurta en þó svo að við getum gengið að þessum stöðum vísum þá þarf að fara þegar veður er gott og það skapar erfiðleika í þessari starfsemi. Það má ekki tína grösin of snemma, ekki of ■ „Ég hafði aldrei ætlað að taka við þessu, ekki einu sinni á þessari stundu og hafði ekki löngun til þess, en það voru ýmiss atvik, sem ollu því að ég fór út í grasalækningarnar og hefur það verið mér mikil ánægja og gleði og sé ég alls ekki eftir því.“ seint og ekki þegar það rignir. Það em afar fáar jurtir, sem þoia að þær séu tíndar í rigningu, en ef það er gert, þá þarf mikinn tíma og fyrirhöfn við að þurrka þær. Það sem gerir þetta starf erfitt og kostn- aðarsamt,-sérstaklega hérna áður fyrr, er að jurtirnar em dreifðar út um allt land. Þá þurfti ég t.d. að fara með flugvél norður og tína grösin, fljúga með þau aftur til Reykja- víkur, þurrka þau þar og vinna. Flutningur- inn var það, sem gerði mér aðalega erfitt fyrir hér áður fyrr. Þegar ég lít til baka veit ég eiginlega ekki hvernig ég fór að þessu. En þegar maður er ungur og bjartsýnn, þá hugsar maður aðeins um það sem maður ætlar að gera og gerir það, hvernig svo sem maður fer að því. Sumar jurtir em mjög fágætar og þarf að leggja mikla vinnu í að leita þær uppi. Mjög lítið er af sumum tegundum og það þarf að fara mjög varlega í að tína þar til að ganga ekki of nærri þeim. Hvemig eru grösin meðhöndluð og hvað er búið til úr þeim? Byrjað er á því að flokka grösin, þurrka þau vel og mala þau síðan. Það em þó einstaka tegundir, sem ekki þola að vera malaðar. Síðan er þeim pakkað, vel inn, því flestar þola að vera geymdar í langan tíma, við góð skilyrði. Þegar jurtirnar em teknar til suðu, þarf að mæla út magn hverrar teg- undar fyrir sig, því þegar nokkrar jurtir em soðnar saman þarf að vita mjög ná- kvæmlega í hvaða hlutföllum hver og ein er. Þær þurfa hæga suðu, frá tveimur og uppí fjóra til sex tíma. Þó em til jurtir, sem þurfa allt að sautján tíma suðu. Þessar jurt- ir sem ég sýð verða að legi sem ætlaður er til inntöku. Aðrar jurtir nota ég til þess að búa til smyrsl og sýð þær þá í miklum meirihluta, Ásta ásamt bömum sínum þrem, Ólöfú Ingibjörgu Einarsdóttur, Einari Loga (sem heldur á syni sínum, Baldvini Loga) og Jón, sem heldur á syni sínum, Einari. ll.TBL 1989 VIKAN 11

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.