Vikan


Vikan - 01.06.1989, Qupperneq 13

Vikan - 01.06.1989, Qupperneq 13
HEIL5A hvort það væri til. Ég finn smyrslið, ber það á bringuna á henni og segi henni að bíða í korter. Eftir þann tíma segir hún við mig alveg hissa; „Kláðinn er farinn." Ég lét hana hafa smyrsl til að bera á sig áfram, en hún þurfti ekki að nota að, því kláðinn kom ekki aftur. Mér fannst þetta mjög merkilegt, ekki síst fyrir þá sök, hversu fljótt og greinilega ég vissi hvaða áburð ég ætti að láta hana fá. Ég man eftir öðru tilfelli, þar sem önnur kona kom til mín. Var annar fótur hennar, bæði rauður og blár upp eftir öllu og hafði hún stórt, hryllilega ljótt sár á miðjum leggnum. Þetta er ljótasti fótur sem ég hef nokkurntíma séð. Hún sagðist hafa verið svona í 22 eða 23 ár, en hann hafði þó ver- ið misslæmur. Þetta kom upp snemma á mínum ferli. Þannig að ég hugsaði með mér. Guð minn almáttugur. Heldur blessuð manneskjan að ég geti eitthvað gert í þessu? Ég lét hana þó hafa bæði inntöku og áburð, sem var í frekar stórum skammti. Ég heyrði ekkert ffá þessari konu á eftir og gerði ráð fyrir því að þetta hefði ekki haft neitt að segja. Það er samt svo að oft er lítið talað um það, sem vel er gert og þeir, sem eiga þakkir skilið fá þær ekki. Á þetta því miður oft við um blessaða læknana okkar. Það liðu mörg ár frá því að þessi kona kom til mín, þangað til hún kom aftur og sagði mér þá firá því að þetta hefði gróið á sex vikum, sem mér finnst alveg furðulega stuttur tími. Ef lækning á annað borð fæst í tilfelli sem þessu, þá hefði ég búist við henni á sex mánuðum eða mun lengri tíma. Einnig man ég eftir því, að hingað til lands kom hópur af útlendingum og þar á meðal fólk, sem vildi hafa tal af íslenskum grasalæknum. Nokkrir úr hópnum komu til mín. Einn þeirra var maður, sem hafði stungið sig í ilina, á einhverri eiturjurt er- lendis. Þessi jurt var það eitruð, að meinið var farið að breiðast út. Hann hafði ekki getað fengið bót á þessu heima hjá sér og spurði mig hvort ég hefði einhver ráð. Við létum hann hafa bæði inntöku og smyrsl, sem hann notaði þá daga sem hann var hér. Við fréttum, eftir að hann fór, að hann hefði fengið sig alveg góðan. Kemur fyrir að læknar vísi sjúkling- um til þín? Já, það kemur fyrir. Það eru margir læknar sem hafa trú á lækningamætti jurt- anna, sérstaklega þeir sem hafa séð þess dæmi. Ég held þó að í flestum tilfellum þurfi sjúklingurinn sjálfur að hafa firum- kvæðið, því það er ekki nema eðlilegt að læknir, sem er hámenntaður á sínu sviði, ráðleggi fólki ekki að fara og leita sér lækninga á einhvern annan hátt, en þeim sem þeir hafa lært. Hins vegar finnst mér það ekkert niðurlægandi fyrir lækna að ráðleggja fólki að reyna grasalyf, sem hafa gefið fólki bata, í þeim tilfellum þar sem þeim gengur illa að hjálpa því. Það hefur komið til mín fólk, sem hefur verið hrætt við að fara til læknis, þannig að ég hef hreinlega þurft að tala um fyrir því, að fara. Ég væri ekkert betri en þeir, sem fordæma grasalækningarnar, ef ég segði ekki sjúklingnum hvert hann á að leita fyrst. Það er svo langt frá því að ég sé með einhverja einstefhu í þessum málum. Notarðu aðeins íslensk grös? Ég nota aðeins íslensk grös, því að ég þykist vita að þau séu best, vegna þess að maður vonar, að það sé ekki komin eins mikil mengun hér og í Evrópu. Víða er- lendis eru þessi grös ræktuð upp og er þá spurning hvort þau séu eins góð og þau, sem fá að vaxa við sínar eðlilegu aðstæður, úti í náttúrunni og fá þar þau efiii sem þau þurfa. Ég hef ekki eins mikla trú á þeim grösum, sem ræktuð eru í miklu magni, því ég held að þau fái ekki öll þau efhi sem þau þurfa. Það gæti þó allteins verið mín sérviska. Eru einhver tilfelli, þar sem grasalyf gætu verið varasöm? ■ „Það hefur komið til mín fólk, sem hefur verið hrætt við að fara til læknis, þannig að ég hef hreinlega þurft að tala um fyrir því, að fara.“ ■ „Ég nota aðeins íslensk grös, því að ég þykist vita að þau séu best, vegna þess að maður vonar, að það se ékki komin eins mikil mengun hér og í Evrópu.“ Það eru mjög margar tegundir af jurtum, sem alls ekki á að nota. Það er líka mögulegt, ef maður veit ekki nógu mikið um jurtina, að blandað sé rangt. Öll þau grös, sem ég nota þekki ég mjög vel og forðast þau sem ég ekki veit nægilega mikið um. Það er ein jurt sem ég hef haft augastað á að nota, því ég hef heyrt að hún hafi sterk bætandi áhrif á blóðið og fleira. í til- raunaskyni tók ég hana sjálf inn í stórum skömmtum, í nokkurn tíma, ekki þó langan, ég hafði vit á því. Ég fann það út, að húðin var farin að þynnast á höndunum. Ég mátti ekki koma við nokkum skapaðan hlut, þá þeyttist hún af og ég var öll í skrámum. Þannig að það getur verið varasamt að nota jurtir sem maður þekkir ekki. Maður getur að sjálfsögðu haft ofnæmi fyrir sumum jurtum og það hef ég meira að segja sjálf. Þegar ég er að tína þær, þá fæ ég kláða og stingi upp eftir handleggjun- um og pirring í andlitið. Það, sem ég geri er að búa til mjög útþynnta lausn af þeim og taka inn. Er þá eins og ég losni við of- næmið og virkar þessi blanda þá ekki ósvipað bólusetningu. Þetta geri ég áður en ég fer að tína þær. Ég finn ekkert fyrir ofhæminu þegar ég tek inn sterka lögun af þessum jurtum. Það er aðeins þegar þær eru þurrar, að þær setjast á slímhúðina í öndunarfærunum. Fólk getur orðið slæmt af að umgangast þær þurrar. Ég man aðeins eftir einni manneskju, sem hefur fengið ofnæmi af inntöku, enn sú kona var svo ólánssöm að hún hafði bókstaflega ofhæmi fyrir öllu. Það hefur komið fyrir að fólk hafi kvart- að yfir því að blandan hafi verið full sterk, en það er hægt að ráða bót á því. Fólk á þá ekki að taka blönduna inn á fastandi maga, þynna hana svolítið, eða taka minni skammt og jafnvel, að drekka hálfan bolla af vatni á eftir. Getur hver sem er leitað til þín? Já, hægt er að hringja í mig í síma, sem er ætlaður fyrir þetta og er hann á mínu nafhi í símaskránni. Það er yfirleitt einhver nálægt honum einhvern tíma á daginn. Fólk verður þá að panta tíma, því hver lög- un er sérstaklega löguð samkvæmt þörfum hvers og eins, þannig að þetta er regluleg handavinna. Hver heldurðu að verði framtíð grasalækninga á íslandi? Draumur minn er, að hægt verði, að bæta aðstöðuna fyrir þessa starfsemi og gera það mögulegt, að flestir sem þess óska, geti átt þess kost að njóta grasalækn- inga samhliða hinum hefðbundnu lækn- ingum. Er ég alveg viss um, að það myndi breyta heilsufari landsmanna verulega til batnaðar. Því miður eru mörg ljón í vegin- um, en sem betur fer eigum við marga ráðagóðamenn, sem framkvæma það sem þeir telja að sé rétt, þannig að ekki er öll von úti. Ég vil koma þeim skilaboðum til þeirra, sem ráða landinu hverju sinni að þeir sjái til þess að halda megi því eins hreinu og mögulegt er og til fólksins að fyrir alla muni, ekki menga það og sjóinn í kring, að óþörfu, því landið er eitt það dýrmætasta sem við eigum. Því miður eru flest lönd orðin mjög menguð og ættum við að reyna að komast hjá því að verða eins, vegna mengunar- valdandi starfsemi, því það er auðveldara að koma henni á, en að losna við hana. Ekki er hægt að tína jurtir á stórum svæðum nálægt þeim stóriðjum sem hérna eru, þar sem mengunin liggur sumstaðar yfir eins og blágrátt þykkt teppi. Ég fylgist eins vel með henni og ég get. Ég hef feng- ið sent yfirlit þau óæskilegu efhi sem finnast úti um landið og ég tíni alls ekki á þeim svæðum. Þar sem í lagi er að tína, er gróskan í grösunum, sem betur fer mikil. Þá hef ég svalað forvitni minni í sam- bandi við grasalækningarnar. Ég veit að Ásta mun hafa nóg að gera, það sem eftir er dags, við að útbúa grasalyf fólki til hjálpar, því síminn hefur hringt látlaust niðri í grasakjallaranum hjá henni, meðan ég hef setið uppi í stofunni og spjallað við hana. Ég kveð þessa hlýlegu konu og geng út í sólskinið. □ 11.TBL.1989 VIKAN 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.