Vikan


Vikan - 01.06.1989, Page 14

Vikan - 01.06.1989, Page 14
VIÐTAL Með pensil í hönd hefur Sigfús málað út um allt land. Hann hefúr tekið þátt í mörgum samsýningum og sjálfur haldið margar einkasýningar. UÓSM.: KATRlN ELVARSDÓTTIR Sigfús Halldórsson, tónskóld og listmólari: „Litla fíugtm kom líktog ég helði aldrei spilað annað" JL úrslitakvöldinu í keppninni um /% Landslagið var kallaður upp maður / % sem sumir af yngstu kynslóðinni JL. JL áttuðu sig ekki strax á að væri einn helsti dægurlagahöfúndur íslendinga fyrr og síðar. Aðrir klöppuðu með lotn- ingu fyrir Sigfúsi Halldórssyni. Þama var hann kominn, 68 ára, til að taka við heið- ursverðlaunum, meistarastykki smíðuðu af Sigurði Steinþórssyni gullsmið; skrautfjöð- ur úr gulli með lítilli flugu á. Betri gjöf gat Sigfús HaUdórsson vart fengið, lagasmiður- inn og myndlistarmaðurinn sem samið hefúr hátt á annað hundrað dægurlög og sönglög auk þess kór- og hljómsveitarverk t.d. Stjána bláa, Til sjómannsekkjunnar, og fleiri. Nokkur þeirra eru klassísk. Þau lifa með þjóðinni. Þar ber Litlu fluguna auðvit- að hæst. Ef ég væri orðin lítil fluga... er nokkuð sem allir þekkja. „Ég á nóg til af lögum og verð illa svikinn koml ekki út plata fyrir sjötugt,“ segir Sigfús. Flugan varð til I fannfergi Fáir vita hins vegar að Litla flugan var samin á andartaki í fánnfergi og frosthörk- um, miklu vetrarríki vestur á Reykhólum í Reykhólasveit í Barðastrandarsýslu. „Ég var á Reykhólum þennan vetur vegna lasleika. Þetta var veturinn 1951. Þarna var tilraunabú sem Sigurður Elíasson stýrði. Hann átti píanó sem ég greip gjaman í. Eitt sinn þegar vetur kon- ungur hafði sig nokkuð í frammi sagði ég við Sigurð að mér leiddist í svona veðri. Hann sagði mér þá sögu af því að eitt sinn þegar honum leiddist hefði hann gengið að sumarlagi upp í hlíðar fjallsins Reyk- hólahymu, sem er fyrir ofan Reykhóla, og ort þar frá sér leiðindin með vísum sem hann langaði að segja mér ffá. Það varð úr. En um leið og hann hafði farið með þær fyrir mig gekk ég beint að píanóinu og 14 VIKAN ll.TBL 1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.