Vikan


Vikan - 01.06.1989, Qupperneq 16

Vikan - 01.06.1989, Qupperneq 16
VIÐTAL Sigfus tekur daginn snemma og syndir í Sundhöll Reykjavíkur ásamt góðum vinum sínum. Hér sést hann í pottinum ásamt nokkrum þeirra. spilaði. Lagið kom strax eins og ég hefði aldrei gert neitt annað en spila það. Svona gerist það stundum. Síðar um veturinn þegar ég flaug suður með Birni heitnum Pálssyni flugmanni skírði ég þetta lag Litlu fluguna. Nafnið kom í háloftunum þar sem ég sat í rellunni með Birni." Allir rauluðu hana daginn eftir Fljótlega eftir komuna til Reykjavíkur bað Pétur Pétursson Sigfus um að koma sem gestur til sín í útvarpsþátt sem hann var með á þessum tíma. Talið barst að því hvort hann hefði samið eitthvað nýlega. Sigfus kvað það vera og greip í píanóið. „Ég spilaði Litlu fluguna. Svo einkenni- lega vildi til að um leið og ég var búinn að spila hana fór rafmagnið af Reykjavík. Það kom síðan aftur á þegar nokkrar mínútur voru eftir afþættinum. Pétur bað migþess vegna að spila lagið aftur og láta það vera lok þáttarins. En daginn eftir hélt ég að ég væri orðinn vitlaus. Hvar sem ég fór heyrði ég lagið raulað." Vinsældir Flugunnar urðu það miklar að margir telja að um einsdæmi sé að ræða á meðal íslenskra dægurlaga. Hún sló strax í gegn. Þjóðin greip hana. Og hefur ekki sleppt henni. Að því leyti er Litla flugan engin dægurfluga sem kemur en flýgur fljótlega í burtu, sem heyrist aðeins endr- um og sinnum aftur. Fjölbreyttur ferill Þrátt fýrir að Sigfus sé lífskúnstner af guðs náð hefur hann ætíð unnið í fullu starfi með listinni. Hann vann í Útvegs- bankanum í yfir tíu ár, á bókasafninu í Keflavík, hjá J. Þorlákssyni og Norðmann og á skattstofunni í Reykjavík starfaði hann í ellefu ár. Þaðan Iá leið hans í Langholts- skólann þar sem hann kenndi teikningu í um tíu ár. Fjölbreyttur ferill. Lífsdansinn hefur þó snúist um músík og málverk. íslandsmeistari í knattspyrnu Sem barn og unglingur kom hann ná- lægt íþróttum. Samhliða því að læra á píanó spilaði hann knattspymu með Val og iðkaði fimleika um tíma með ÍR. Hann varð íslandsmeistari í knattspyrnu með þriðja flokki Vals. í öðrum flokki félagsins lagði hann skóna á hilluna þegar gutla tók alvarlega í músíkinni og málaralistinni. „Ég gekk í Val 8 ára og hef síðan verið mikill Valsmaður. Raunar hafði ég ekki minni áhuga á fimleikum sem ég stundaði um tíma með ÍR. En saga mín í ÍR var ffem- ur stutt. Ég hafði æft af kappi undir ein- menningskeppni í fimleikum og lagt mig allan fram. Á æfingu daginn fyrir keppnina kom ég illa niður í flikk-flakki og tognaði í báðum úlnliðum. Ég man eftir að ég grenj- aði mikið og ekki síður af vonbrigðum en sársauka. Upp frá þessu flosnaði ég upp úr fimleikum en lagði meiri áherslu á knatt- spyrnuna." 16 VIKAN ll.TBL. 1989 Hvernig verdur maður KR-ingsmaður? Sigfús hefur setið í fulltrúaráði Vals í mörg ár eftir að hann hætti sjálfur í boltan- um, og situr þar reyndar ennþá. Skipti þá ekki máli þótt fjölskyldan byggi um tíma vestur í bæ, í Sörlaskjóli, höfuðvígi KR. Litlu munaði samt að sonur Sigfúsar, Gunnlaugur, yrði svarthvítur. „Ég var að mála þegar Gunnlaugur kom og settist hjá mér og spurði: Pabbi, hvemig verður mað- ur KR-ingsmaður? Ég sagði honum að það væri bara að fara og láta skrá sig. Hann yrði samt að vera góður og kurteis því það væru svo góðir menn í KR. Skömmu síðar kom hann aftur til mín og settist á dívan- inn. Ertu orðinn KR-ingsmaður? spurði ég. Og svarið lét ekki á sér standa: Nei, ég fór að hugsa. Mér finnst Valsbúningurinn miklu fallegri." Við eigum samleið er 50 ára Þegar Sigfus tók við litlu gullflugunni á úrsiitakvöldinu í keppninni um Landslagið varð hann eins og aðrir landsmenn vitni að því að lagið sem sigraði heitir Við eig- um samleið og er eftirjóhann G. Jóhanns- son. Sumir vita hins vegar ekki að fýrir ná- kvæmlega 50 árum, þegar Sigfús var 18 ára, samdi hann lag, sem varð geysivinsælt, og heitir einmitt líka Við eigum samleið. Sigfús segist ekki vera óánægður yfir heiti sigurlagsins í landslagskeppninni en telur að hugmyndaflugið hefði mátt vera meira þegar laginu var gefið nafn. Við eigum samleið, eftir Sigfus Halldórs- son, varð til í uppljómun andartaksins líkt og Litla flugan. „Ég vann á þessum árum í Útvegsbankanum sem sendisveinn. Oft stalst ég út í Iðnó að degi til og æfði mig á píanóið sem þar var á sviðinu eða í salnum. Það var oft enginn í húsinu nema ég. Stundum kom það fyrir að miðasöiu- stúikan væri þar líka en hún átti það til að setjast á aftasta bekk og hlusta á mig spila. Það var undir svona kringumstæðum í Iðnó sem Við eigum samleið varð til.“ 30 stúlkur skírðar Dagný Nokkur önnur þekkt Iög Sigfusar eru frá þessum tíma. Þar ber hæst lögin Dagný og Tondeieyo, bæði sívinsæl. Sagan segir að svo vinsæl hafi Dagný orðið að um 30 stúlkur voru skírðar Dagný fljótlega eftir að lagið kom á plötu. „Þegar ég var á tónleikaferðalaginu í Bandaríkjunum og Kanada sumarið 1980 með vini mínum Guðmundi Guðjónssyni söngvara hafði okkur verið sagt firá stúlku sem heitir Dagný og áreiðanlega yrði á hljómleikum okkar í San Fransisco. Þess vegna tókum við lagið Dagný. Stúlkan kom til okkar á eftir og kvaðst hafa verið skírð Dagný eftir laginu. Þetta fannst okkur auð- vitað skemmtileg tilviljun.“ Tondeleyo varð til í hléi Lag Sigfúsar, Tondeieyo, úr leikritinu White Cargo sem sýnt var í Iðnó á sínum tíma er enn eitt lag Sigfusar sem varð til af sjálfu sér, eins og það biði eftir að verða spilað. Mikil stemmning var á æfingu leik- ritsins í Iðnó. „f hléinu kom Tómas Guð- mundsson skáld með textann. Sest var við píanóið og lagið varð til á svipstundu — í pásunni." Sigfús segir að hann haldi ekki upp á neitt eitt laga sinna frekar en önnur. „Ég er ósköp þakldátur fyrir hvað ég hef verið farsæll." Eftir að hafa lært á píanó hjá Önnu Pét- urs og Katrínu Viðar sem krakki lá leið Sig- fúsar í Tónlistarskólann í Reykjavík en þar bætti hann við sig námi í útsetningum líka. En málaralistin var farin að banka alvarlega á dymar. Lærði leiktjaldamálun ILondon „Það varð úr að ég leitaði fyrir mér í leiktjaldamálun til að geta sameinað mús-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.