Vikan


Vikan - 01.06.1989, Qupperneq 28

Vikan - 01.06.1989, Qupperneq 28
Frh. af bls. 26 ingum á daginn. í>á var jaftian tilkynnt að þeir Garðar Thor og Einar Örn gæfu aðdá- endum áritaðar myndir af sér í íslenska kynningarbásnum að sýningu lokinni. Eltir á röndum Tíðindamaður Vikunnar fylgdist með þeim félögunum þegar þeir hófu að undir- búa sig fyrir eina dagsýninguna. Hann hafði mælt sér mót við feður þeirra, sem einnig voru mættir til leiks, í íslensku sýn- ingardeildinni. Strákarnir höfðu þá setið allan morguninn og skrifað baki brotnu nöfhin sín á myndirnar sem voru þrifnar úr höndum þeirra jafhharðan. Feðurnir sögðu að strákarnir hefðu ekki undan og þeim veitti svo sannarlega ekki af að hafa einhverja fullorðna nærri, til halds og trausts. Að því búnu lagði hersingin af stað því sýningin átti að hefjast innan skamms í reiðhöllinni. Ganga þurfti þó nokkurn spöl til að komast þangað og fara í gegn um nokkrar sýningarhallir á leiðinni. Áður en biaðamaður náði að spyrja þá Garðar Thor og Einar Örn hvernig þeim litist á þetta allt saman, voru þeir farnir að hlaupa við fót. Ástæðan var einföld, — á eftir þeim hljóp sægur af unglingsstúlkum. Svo virtist sem hlutfallið væri jafht á milli þeirra sem voru á Garðars aldri og hinna sem voru jafhgamlar Einari. Feður strákanna sögðu að svona væri þetta alltaf, þeir mættu ekki hreyfa sig öðruvísi en að stúlknasvermur fýlgdi þeim hvert fótmál. Háttað á bak við hestvagn Við fórum að tjaldabaki. Atgangurinn hafði verið svo mikill að piltarnir höfðu ekki komist inn í búningsherbergið til að skipta um föt og búa sig upp fýrir sýning- una. Þeir urðu því að fara á bak við hest- vagn sem þarna var til þess að fara í gervi sitt og bregða sér um leið rúma öld aftur í tímann. Feðurnir, Garðar og Einar, stóðu fýrir ffaman til skjóls á meðan. Greinilegt var að strákunum var brugðið. Þeir höfðu ekki átt von á þessum miklu viðbrögðum. Auðvitað kitlar þetta nonm oq MAnm Svo mikil voru lætin á tímabili að fara varð með strákana að tjaldabaki í sýningarhöll- inni, svo þeir gætu skipt um föt. Þá var ekki um annað að gera, en að hátta á bak við hestvagn, en feðurnir Einar og Garðar aðstoðuðu synina eftir bestu getu við þessar frumstæðu aðstæður. Nú var ævintýrinu bak við hestvagninn lokið, og Nonni þurfiti aðeins að laga pottfokið á Manna áður en farið væri inn. hégómagirndina hjá unglingsstrákum, — en þeim virtist þykja þetta einum of og skal engan undra. Stelpurnar ætluðu hrein- lega að rífa utan af þeim fötin kæmust þær í tæri við þá. Augu þeirra lýstu ofboðslegri hrifhingu og sumar virtust allt að því falla í yfirlið. Sýningin átti að hefjast von bráðar. Strákunum var hjálpað upp á hvítan hest sem líktist þeim sem Nonni reið á í sjón- varpsþáttunum. Þeir riðu nokkra hringi að tjaldabaki á meðan þeir komu sér betur fýrir í hnakknum og hituðu hestinn aðeins upp. Þeir riðu þarna á meðal himinhárra lögregluhesta ffá Köln og glansandi gæð- inga ffá Andalúsíu. Greinilegt var að margir ungu áhorfend- anna höfðu komið sér tímanlega fýrir á bekkjunum, ekki síst til þess að sjá þá Nonna og Manna. Effir að bráðflinkir knap- ar höfðu tekið nokkra íslensku gæðingana til kostanna við mikinn fögnuð viðstaddra, birtust ungu sjónvarpsstjörnurnar á svæð- inu. Þá ætlaði hreint allt vitlaust að verða, — stelpurnar veinuðu af geðshræringu. 28 VIKAN 11.TBL.1989
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.