Vikan


Vikan - 01.06.1989, Síða 30

Vikan - 01.06.1989, Síða 30
FYRR 0(5 IIU Reykjavíkurstúlkan 1939 kurteis, glaðleg og ögrandi TEXTI: KARL STRAND Fyrir nokkrum dögum fór ég í strætisvagni frá Lækjartorgi vestur á Sellandsstíg. í Aðalstræti kom ung stúlka hlaupandi á harða- spretti út úr snyrtistofu, þvert yfir götuna, og heppnaðist með naumindum að stökkva inn í vagninn um leið og hann var að síga af stað. Hún fleygði sér í aftasta sætið, lafrnóð, og kastaði kveðju á tvær stallsystur sínar, sem fyrir voru í vagnin- um. Þær voru allar á aldrinum 18—20 ára. Ég sat í næsta sæti, og á þeim fimm mín- útum, sem vagninn var að fara vestur á Sól- vallagötuna, heyrði ég viljandi og óvilj- andi, brot úr ævisögu þessarar ungu dótt- ur Reykjavíkur. Hún skrafaði í hálfum hijóðum við stallsystur sínar sem hún virt- ist ekki hafa hitt í nokkra daga. Hún vann á saumastofu inni í bæ. Á fimmtudagskvöld- ið hafði hún verið heima hjá mömmu, því hún þurfti að slétta lín. Á föstudagskvöldið fór hún í bíó og sá þar Dorothy Lamour og John Hall í kvikmyndinni Börn óveðurs- ins. Hún var „agaiega hrifin" af Dorothy Lamour. í kvöld var búið að bjóða henni á ball á Hótel Borg. Ég heyrði ekki fyrir víst hver það var, sem hafði boðið henni — ein- hver, sem hún hafði farið með á ball suður Hér birtist ritgerö sem skrifuð var af Karli Strand og vann til verðlauna i samkeppni sem Vikan efndi til fyrir hálfri öld. Önnur ritgerð um sama efni, Reykjavíkurstúlkuna 1939, vann einnig til verðlauna. Ritgerð stúlkunnar birtist í síðasta tölublaði Vikunnar. Auk þess sem grein Karls birtist í þessari Viku birtist grein eftir ungan mann, Ólaf Þ. Stephensen, um Reykjavíkurstúlku dagsins í dag. Skrifuð án þess að Ólafur sæi gömlu greinina. í Hafnarfjörð milli jóla og nýárs. Hinar tvær vissu áreiðanlega hver það var. Unga stúlkan var í snotrara lagi ásýnd- um, berhöfðuð með hálfsítt, nýgreitt hár, sem minnti á ákveðna kvikmyndaleik- konu. Hún var dökkhærð, með mjóar, litaðar augnabrúnir, og svertar brár. Munnurinn var lítill Amorsbogi, hárauður að lit. Tennurnar ofurlítið skemmdar en ekki áberandi. Andlitsduftinu var sæmilega nuddað inn í kinnarnar, nema vinstra meg- in við nefið var örlítill blettur, sem orðið hafði útundan. Hún var fremur lítil vexti og hendurnar smáar en seiglingslegar. Neglurnar voru klipptar í odda, lakkaðar og ofurlitlar sorgarrendur undir þeim á hægri hendinni. Á baugfingri hægri handar bar hún silfraðan hring með steini. Yfir sér hafði hún dökkbrúna kápu, vandaða, en sem dálítið var farin að láta á sjá. Kápan var óhneppt að framan, og sá þar í rauðan kjól ódýran, en snotran og nýlegan. Sokk- arnir voru móbrúnir, hreinir og þokkaleg- ir, en utanvert á vinstra hné gægðist lyk- kjufall við og við niður undan kjólfaldin- um. Hún gekk í sokkunum úthverfum. Saumarnir voru aftan á miðjum legg og beinir. Skórnir voru a.m.k. þriggja mánaða, hælaháir, sæmilega hirtir, en ofurlítið snúnir. Frh. á bls. 32 Reykjavíkurstúlkan 1989 sjálfstæðari og sjálfselskari TEXTI: ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN Hin „dæmigerða" Reykjavíkur- stúlka er sem betur fer ekki til. Það er í rauninni hreint ekki viðeigandi að skeyta við hana greini og tala um Reykjavíkurstúlkuna, þótt ég geri það í þessum pistli af því að ég var beðinn um það. Staðlaðar kvenímyndir eru á undanhaldi — þrátt fyrir að Cosmo- politan og einstök karlrembutímarit reyni að láta líta út fýrir annað. Ætli það hæfi ekki best að segja að Reykjavíkurstúlkan sé eins og Jónas Árnason lýsir fröken Reykjavík í dægurlagatexta, sem þó er kominn til ára sinna; „Ó, það er stúlka eng- um öðrum lík“. Mér dettur þar af leiðandi ekki heldur í hug að skilgreina stúlkutetrið út frá mín- um eigin sérlunduðu skoðunum á því hvemig konur eigi að vera (hávaxnar, ljós- hærðar, bláeygar, bókmenntalega sinnað- ar, lesa ekki Þjóðlíf og svo framvegis...). Peugeot 205 vinningur : i getraun Vikunnar %o I Það er eitt af sífjölgandi heimsborgarein- kennum Reykjavíkur, að stúlkurnar eru frjálsar og sjálfstæðar, og geta verið svona nokkurn veginn eins og þeim sýnist. Borg í örum vexti rúmar fleiri skoðanir og fjöl- breytilegri persónur í dag en í gær. Sam- félagið leggur færri hömlur á Reykjavíkur- stúlkuna en áður — og kröfur okkar pilt- anna skipta stórum minna máli en þær gerðu. Reykjavíkurstúlkan hans Jónasar, sem sveif suður Tjarnarbakkann, var að fara að hitta ungan mann. Með breyttum tímum gæti hún verið að gera flest annað. Hún gæti til dæmis verið á leiðinni suður í Há- skóla, á fund, ráðstefiiu eða í viðtal út af nýja stjórnunarstarfinu hjá einhverju stór- fýrirtækinu. Það er ekki lengur hjóna- bandsmarkaðurinn, sem skiptir hana öllu máli, vinnumarkaðurinn hefur tekið við. Það má segja að Reykjavíkurstúlkan sé bæði sjálfstæðari og sjálfselskari en hún Frh. á bls. 34 30 VIKAN ll.TBL. 1989

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.