Vikan


Vikan - 01.06.1989, Qupperneq 32

Vikan - 01.06.1989, Qupperneq 32
REYKJAVÍKURSTÚLKAN 1939 Frh. af bls. 30 Þar, sem Sól- og Brávallagötur mætast, hoppaði þessi unga stúlka út úr vagninum og sagði „bless“ við stallsystur sínar. Mér og tveimur eða þremur öðrum piltum, milli tvítugs og þrítugs, gaf hún lauslega auga, glaðlega og hispurslaust, en án þess að láta nokkurt álit í ljós með svip sínum að svo stöddu. Bifreið kom þvert í veg fyr- ir hana, en hún vék ekki til hliðar heldur hélt sitt strik. Strætisvagninn hélt áfram. Þetta var Reykjavíkurstúlkan 1939. Við fyrstu sýn er hún glaðleg, dálítið ögrandi í augnaráði, kurteis, skjót í svör- um og verður ógjarnan orðfall. Ef eitthvað broslegt er í útliti þínu eða framkomu tek- ur hún eftir því strax á fyrstu fimm mínút- unum og skopast að því í miskunnarlausri gagnrýni um leið og þú snýrð að henni bakinu. Meðan þið eruð ókunnug vill hún helst tala um daginn og veginn, kvikmynd- ir, dansleiki og þess háttar. Ef þú minnist á bækur eða æðri tónlist, finnst henni að þú sért montinn og viljir þú sveigja talið að fjármálum eða stjórnmálum finnst henni þú drepleiðinlegur. Um allt þetta vill hún þó gjarnan tala við þig þegar þið eru tvö ein og þekkist dálítið betur. Við fýrstu kynninguna verður þú að segja „brandara" aðra hverja mínútu ef hún á að telja það ómaksins vert að kynnast þér meira. Segj- um svo að þér takist þetta. Þá heldur kynn- ingin áfram. Reykjavíkurstúlkan er venjulega syfjuð á morgnana þegar hún fer á fætur. Samt er hún dugleg að vinna. Þótt hún eigi efnaða foreldra er henni ekkert um það gefið að vera aðgerðalaus heimasæta. Nám sitt miðar hún oftast við atvinnuvon, en hefur lítinn áhuga á vísindaiðkunum. Hins vegar á hún til að vera þrældugleg í skóla og einkannasjúk úr hófi. Heimilisstörf eru henni ekki að skapi, meðal annars af því að þá er hún kölluð vinnukona og fær fríið sitt á fimmtudegi. Helst vill hún vinna á skrifstofu, í búð eða verksmiðju. Annars kærir hún sig kollótta þótt hún hafi erfitt og jafnvel ógeðfellt starf, ef hún fer það vel borgað. Henni þykir gaman að vinna fyrir miklum peningum, en er fljót að eyða þeim. Hún kemur stundvíslega í vinnuna, ef húsbóndinn er strangur en annars er hún til með að slæpast 5-10 mínútur. Helst vill hún vinna í sprettinum og slæp- ast á eftir ef hægt er. Ef henni er trúað fyrir vandasömu verki leggur hún sig ffam til þess að gera það vel. Fyrir það vill hún fá sérstakt hrós. Komir þú í búðina eða skrifstofúna til hennar, er hún hóflega þolinmóð að leysa úr erindum þínum, en mætti gjarnan temja sér eðlilegri kurteisi. Sértu ungur og laglegur sveinn, er hún elskuleg. Ef þú ert ókurteis eða ffekur á hún til að bíta frá sér. FYRR OC5 MÚ Hún lætur ógjarnan snúa á sig í peninga- sökum. Sértu samstarfsmaður hennar lætur hún reiði sína bitna á þér, þegar viðskiptavin- irnir gera henni gramt í geði. En aftur á móti kippir hún sér ekki upp við það, þótt þú gjaldir í sömu mynt. Á laugardögum er hún vís til þess að kyssa þig á vangann um leið og hún fer heim effir lokunina. Á mánudagsmorgnana er aftur ekki víst að hún ansi, þótt þú bjóðir góðan dag. Á kvöldin vill Reykjavíkurstúlkan hafa frí. Þá vill hún skemmta sér. Þó hjálpar hún mömmu sinni við heimilisstörfin ef hún er beðin þess, en er löt að stoppa í sína eigin sokka. I versta tilfelli gerir hún það á morgnana. í stað þess að sitja heima býr hún sig í sínar bestu flíkur og fer út. Henni er annt ■ Við fyrstu sýn er hún glaðleg, dálítið ögrandi í augnaráði, kurteis, skjót í svörum og verður ógjarnan orðfall! ■ Hún hefur tileinkað sér ókvíðni vorra tíma fyrir morgundeginum, sjálfs- bjargarviðleitni íslensks þjóðarkjarna, frjálslyndi og hispursleysi íslenskrar alþýðu í trú- og ástarmálum. um að vera vel til fara. Kjólar, hattar og kápur eru henni meira virði en feði og húsnæði. Hún er vel heima í flestu, er lýtur að nýtísku kvensnyrtingu. Hún er lagleg ásýndum. Erlendir gestir hafa í gamni talið henni trú um það, að hún sé falleg, og hún tekið það í alvöru. f samræmi við það legg- ur hún rækt við andlitsfegurð sína en gleymir, að til er kvenlegur yndisþokki, sem er allri fegurð skæðari í samkeppni. Hún er sæmilega vaxin, og stolt af því að hafa snotra fætur. Ef hún hefúr breiðan og fallegan hnakka gengur hún með drengja- koll, annars með hálfsítt hár. Óliðað hár þolir hún ekki. Andlitsduft notar hún mikið, en þó tiltölulega meira varalit, slæma tegund. Tennurnar hirðir hún sæmilega. Neglurnar lakkar hún með ódýru lakki, en er trassi að skafa undan þeim. Að öðru leyti er hún hrein og þokkaleg. Föt hennar eru venjulega dýrari en hún hefúr efini á að kaupa, sérstaklega kápan. Þó notar hún oft ódýra tegund af sokkum og gengur þá í þeim úthverfum. Lykkjuföll þeirra eru hennar vestu óvinir. Hún gengur oftast á hælaháum skóm, jafnt á götunni sem innanhúss, snýr þá stundum, en hirðir sæmilega. Úti á götunum gengur hún hratt, og ber sig vel. Þó er það siður hennar að ganga hægt umhverfis Tjörnina þegar fer að halla sumri. Kveðju þinni svarar hún með lítilli hneigingu og brosi. Hún er alltaf niður- sokkin í samræður við stallsytur sínar, en gefúr þó nákvæmar gætur að hverjum, sem hún mætir. Hún er mannglögg og minnug á föt annarra. Ef þú tekur ekki eftir henni á götu er hún móðguð, þar til þú heilsar henni næst. Á götunni lítur hún oft um öxl. Á skemmtunum er Reykjavíkurstúlkan kát og skemmtileg. Hún vill leggja lag sitt við það sem hún kallar „betra fólk“, en það er teygjanlegt hugtak. Hún dansar vel, og gerir þá kröfú til allra karlmanna, að þeir geri það líka. Hún syngur ekki mikið og velur helst lög eins og „Kátir voru karlar" eða önnur þess háttar. Vín er hún til með að smakka, en þolir ekki mikið. Aftur á móti reykir hún sígarettur á við hvern karlmann og fer því oft gula fingur. Af gos- drykkjum vill hún helst sítrón og appelsín, en sætar rjómakökur eða tertur með kaflf- inu. Henni þykir vænt um ef dálítið er dekrað við hana, en ef herrann er blankur vill hún gjarnan borga að sínum hluta, þó ekki á skemmtistaðnum. Fylgi herrann henni heim, er henni ekk- ert á móti skapi, að hann reyni að kyssa hana í bílnum eða forstofúnni. Takist það ekki, er það annað hvort fyrir klaufaskap hans, eða að henni fellur hann ekki í geð. Reykjavíkurstúlkan slær ekki hendinni á móti þannig löguðum smáævintýrum að ástæðulausu. Verði hún seint fyrir hjá vini sínum og komi heim undir morguninn, er hún sleip að sannfera pabba og mömmu um, að hún hafi verið á balli í Hafnarfirði og misst af öllum bílum. Reykjavíkurstúlkan er vinur vina sinna. Hún tekur svari þeirra og er hjálpfús ef í nauðirnar rekur. Kynnist þú henni vel, vill hún gjarnan tala um alvarleg efni og láta í ljósi skoðanir sínar, sem hún dregur endranær í hlé, en eru nær ætíð skynsam- legar niðurstöður hennar eigin reynslu og athugana. Hún er ekki trúhneigð en oft talsvert pólitísk. Siðferðiskröfur hennar eru ekki strangar frá trúarlegu sjónarmiði, en hagkvæmar og í samræmi við það, sem hún veit að er nauðsynlegt til þess að halda óspilltri heilsu og mannorði. Þekk- ing hennar er háð mismunandi upp- ffæðslu, og því oft ábótavant, en hún vill gjarnan fræðast. Bókmenntasmekkur hennar er spilltur af reyfaralestri. Hún les aðallega erlend tískublöð, en sneiðir hjá þyngri bókmenntum. Ástarkvæði les hún, en lítið af öðrum kvæðum. íþróttir ber hún talsvert skyn á og iðkar þær, sérstak- lega tískuíþróttir. Hljómlist stundar hún nokkuð, en aðrar listir fremur lítið. Aftur á móti dáir hún listamenn á kvenna vísu, og eru kvikmyndaleikararnir þar í fremstu röð. Yfirleitt þekkir hún sæg af kvikmynda- leikurum, bæði körlum og konum. Kvik- myndaleikkonur eru í hennar augum fúll- komnun kvenlegs ágætis. Frá 16 ára aldri og firam yfir tvítugt hef- ur Reykjavíkurstúlkan gaman af ástarævin- týrum, en vill ekki giftast strax. Henni þyk- ir gaman að vita um ævintýri stallsystra sinna og er nösk að geta í eyðurnar. Sé hún beðin vel fyrir leyndarmál, getur hún þag- að yfir því, annars ekki. Hún gefúr ungum 32 VIKAN ll.TBL. 1989
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.