Vikan


Vikan - 01.06.1989, Page 39

Vikan - 01.06.1989, Page 39
heilanum á Lenu, en innst inni vissi hún, að hún átti sér enga útkomuleið. — Ken! Ken! Finnurðu ekki hve ég þarfhast þín? Hjáipaðu mér! hugsaði hún í örvæntingu. Rusty stóð óstyrkur upp og hallaði sér fram á borðið. Lena þaut á bak við sinn stól. Hún ætlaði að nota hann til að verja sig með, meðan nokkur spýta væri eftir af honum. Hún leit á hann þar sem hann stóð með höfuðið undir sér með blóðhlaupin augu, allur loðinn af hrokknu rauðu hári, sem náði alla leið fram á handarbökin og henni fannst hún standa andspænis górilluapa. — Mölétin górilla, hugsaði hún með fyrirlitningu þegar henni varð litið á göt- uga peysuna. Taugar hennar voru þandar til hins ýtr- asta. — Nú slæ ég stólnum í andstyggilegt höfúðið á honum, áður en hann hreyfir sig, hugsaði hún ákveðin. En sér til skelfingar fann hún að hún gat ekki yfirunnið meðfædda óbeit sína á því að gera öðrum mein. Það var annað að slá í varnarskyni, en að ráðast vitandi á aðra manneskju og slá hana í höfúðið. Vesalings blíðlynda Lena, sem ekki gat gert flugu mein, átti í harðri baráttu við sjálfa sig. Þar börðust samviskan og heilbrigð skynsemi. Ef hún notaði ekki tækiferið strax, var það of seint. Ef Rusty næði í hana, var vonlaust fyrir hana að verja sig. — Ég verð að gera það, hugsaði Lena og ógnaði við tilhugsunina. Hún tók fast í stólbakið og stóð fast í feturna og bjó sig undir að slá svo snöggt, að Rusty væri óviðbúinn — en í því leit hún upp og hlust- aði! Undarlegur hávaði, eins og af mörgum þungstígum fótum, kom nær og nær og stansaði bak við húsið. Rusty heyrði þetta líka og varð náfölur undir skeggbroddun- um. — Hverjir eru þetta? Þetta geta ekki ver- ið strákarnir, eða geta þeir verið komnir á fetur? Ef þeir finna mig hér, drepa þeir mig! Kannski eru þeir komnir til að taka mig af lífi! veinaði hann og horfði æðislega í kringum sig. - Eina von mín er að komast undan í myrkrinu, hvíslaði hann rámur og slökkti á olíulampanum. Hljóðlaust, eins og köttur, læddist hann út um dyrnar. - Ég vona til guðs, að þeir nái honum ekki, hugsaði Lena með sjálfri sér. Það er sama hversu ógeðslegur hann er, það væri hræðilegt að verða til þess, að einhver væri tekinn af lífi. Henni létti, þegar hún heyrði bílinn aka af stað og fara með ofcahraða eftir óslétt- um snóbreiðunum. — Hann ekur í suðurátt, hugsaði hún. — Vonandi stansar hann ekki fýrr en hann kemur til Texas. En hverjir sem þetta höfðu verið, sem komu hlaupandi niður að húsinu áðan, þá stóðu þeir líka kyrrir og hlustuðu á vélar- hljóðið. Lena gat beinlínis heyrt, hvernig þeir hlustuðu. Hvers vegna stóðu þeir þarna, í stað þess að koma inn? Þeir höfðu enga tilraun gert til að ná í Rusty. Var það kannski ekki hann, sem þeir ætluðu að ná í? Var það hún, sem þeir ætluðu að ráðast á? Var hún sloppin úr einni hættu, aðeins til að mæta annarri, miklu verri? Það var eitthvað undarlega óraunverulegt yfir þessu öllu. Brátt uppgötva ég, að þetta er illur draumur, hugsaði hún vongóð. Svo vakna ég blaut af svita, en hamingjusöm, því þá er þessu lokið. Síðan kemur Ken heim og ég mun aldrei verða ein heima framar. Því þetta var síðasta árið, sem Ken ætl- aði að vinna við boranir. Honum hafði tek- ist að spara saman til að geta haldið áffam verkffæðinámi sínu. Ef Lena ynni svo á skrifstofu mundu þau vel geta lifað. Þegar ekki heyrðist lengur í bílnum heyrðist undarlegt krafs og spark fyrir utan, eins og fjöldi manns stappaði óþolin- móður niður fótunum. — Nú missi ég bráðum vitið, kveinaði Lena og stóð eins og negld við gólfið í myrkrinu og ríghélt sér í stólbakið. Hend- ur hennar voru rennblautar af svita. Allt í einu var olíutunninni velt um úti og það olli auðheyrilega töluverðum óróa, og þeir heyrðust krafsa og rymja fyrir utan. — Manneskjur rymja ekki svo þetta hlutu að vera dýr! Lena vaknaði úr mókinu og þaut út að glugganum og gægðist varlega út á milli gluggatjaldanna. Það var ekki skugg- sýnna en svo, að hún gat séð risastóra, brúna skrokka, líklega tíu eða tólf stykki. — Vísundar! kallaði hún og varð dauð- bilt við að heyra sína eigin rödd. Þarna gengu þeir ffiðsamlega um og sleiktu salt- ið hennar. Það var þetta einkennilega hljóð, sem hún hafði heyrt. — Ó, þessar yndislegu skepnur! Hún varð svo fegin, að hún fór að gráta. Nú gat hún ekki skilið, að sér hefði einu sinni þótt það svo voðalegt, þegar hún heyrði um unga konu, sem hafði orðið að flýja úr hús- inu sínu, í náttkjólnum einum saman, vegna þess að vísundaflokkur hafði í ákefð sinni við að sleikja salt af tröppunum hjá henni nærri verið búinn að velta um hús- inu. — En ég hefði sjálfcagt líka verið að deyja af hræðslu við þessi stóru villidýr hér alveg við húsið, ef þau hefðu ekki bjargað mér. Því ef ég ætti að velja á milli Rusty og vísundahóps, mundi ég hiklaust velja þá síðarnefhdu, hugsaði hún bros- andi og þurrkaði sér um augun. Hún stóð við gluggann og horfði með lotningu á þessi stóru dýr, sem sleiktu af ákefð hvert einasta saltkorn, meðan norðurljósin blikuðu á himninum. Þegar ekkert var eftir af saltinu, löbbuðu vísund- arnir rólega burt, án þess að hafa hugmynd um hvaða sorgarleik þeir höfðu komið í veg fýrir, en Lenu fannst, að hefði gerst kraftaverk. □ ll.TBL. 1989 VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.