Vikan


Vikan - 01.06.1989, Side 42

Vikan - 01.06.1989, Side 42
TRÚMÁL Frh. af bls. 38 í formi og farinn af henni ferskleikablær- inn. En auðvitað var þessu líka tekið vel og hefur haft áhrif og hefur áhrif núna. En svo var það hópur kvenna í Ameríku á átt- unda áratugnum sem tók sig til og gaf bók- ina út aftur með sínum skýringum sem vinnubók fyrir kvennahópa. - Hvenær fékkst þú fyrst áhuga á kvennaguðfræði? Varð það ef til vill kveikjan að því að þú hófst guðfræði- nám fyrst kvenna? „Nei, ég kynntist kvennaguðfræði á kvennaþingi á vegum Lúterska heims- sambandsins árið 1978, flutti hana heim með mér og fékk hljómgrunn meðal stelpnanna í guðfræðideild Háskólans, sem gerðu hana að sínu hjartans máli eins og ég hafði gert. Við höfum starfað saman síð- an og höldum því áfram. - Er almennur áhugi meðal krist- inna kvenna á þessum fræðum? „Ég skal ekki segja hve hann er almenn- ur, en mér finnst það gífúrlegt ævintýri hvernig kvennaguðffæðin hefúr breiðst út. Þessi bylgja sem nú rís er samhliða hinni almennu kvennahreyfingu sem er mjög eðlilegt. Það hefúr mikið verið skrifað um þetta og skapast öflugt systrasamfélag með ýmsum námskeiðum, mótum og umræð- um. Kvennaguðfræði er kennd víða í há- skólum, og í guðfræðideildinni hérna hef- ur verið haldið eitt námskeið að beiðni stelpnanna og það þykir mér mjög hrósvert." — Hvað er kvennaguðfræði? „Sú bylgja kvennaguðfræði sem við ber- umst nú á hófst um 1960. Kvennaguðffæð- in felst í því að finna það um konur sem við teljum að sé hulið í Biblíunni. Hún byggir á fýrri tíma rannsóknum og mark- miðið er að sýna fram á að jafnrétti er hinn raunverulegi boðskapur Biblíunnar, þó hann sé vafinn í ýmis önnur kálblöð ójafn- réttisins! Tilgangurinn er að finna þennan jafnréttisboðskap, túlka hann og koma honum til skila til kirknanna og þeirra kvenna sem við honum vilja taka.“ — Á þetta jafn vel við Nýja og Gamla testamentið? ,Já. Þessi boðskapur byrjar strax i sköpunarsögunni. Sköpunarsögurnar eru tvær, sú fýrri er algjör jafhréttissaga: Guð skapaði manninn í sinni mynd, skapaði þau karl og konu segir þar. Það sýnir bæði að konur og karlar eiga að vera jöfn og einnig að ef rétt er að tala um Guð í karl- kyni er á sama hátt rétt að tala um Guð í kvenkyni, og verður eiginlega að gera það til þess að ekki sé hallað á guðsmyndina. En það er rétt að taka það ffam að í raun- inni er ekki rétt að tala um Guð sem karl- kyns eða kvenkyns — Guð verður ekki fjötraður í okkar skilgreiningar. Seinni sköpunarsagan, sú sem talar um rifið, hefúr verið túlkuð þannig að Eva hafi verið háð Adam. Það er hægt að túlka hana út frá jafnrétti, vegna þess að Eva er þrátt fýrir allt af sama efni og Adam og úr miðju hans, en ég held að það sé hægt að túlka hana sem undirokunarsögu. Á því hefúr ■ Kristur talaði allt öðruvísi við konur en aðrir höfðu gert. í fyrsta lagi talaði hann við þær, talaði við þær opinberlega og talaði við þær um trúna. Hann rétti hag þeirra í hjónabandi og gerir sömu kröfur fyrir konur og fyrir karla. síðan verið byggt í kristindómi; Páll post- uli segir til dæmis að ekki hafi Eva verið fyrst sköpuð heldur Adam og þess vegna sé Adam meiri en Eva. Það er auðvitað mjög alvarlegt mál að Páll skyldi leyfa sér að túlka þetta svona og hefur haft mikil áhrif á stöðu okkar kvenna." - En þið lítið þá á þetta sem túlkun Páls og að þið hafið fúllan rétt á að koma með aðra túlkun? ,Já, af því að við gerum okkur fulla grein fyrir því að það er margt í Biblíunni sem er skrifað hreinlega fyrir áhrif feðraveldisins og við verðum að horfast í augu við það. Þetta hefur verið skrifað af körlum, fyrir karla og á tímum karlaveldis og því mjög óhagstætt konum. Þetta hefúr verið skrifað til þess að viðhalda veldi karlanna og undirokun kvenna, því það var bæði þægi- legt og nauðsynlegt fýrir þá. Því verðum við að líta á þessi skrif í ljósi þessa og meta út frá þeirra tíma háttu.“ - Þegar þú kennir bömum tekur þú þá báðar sköpunarsögumar fyrir? ,Já, ég tek báðar sögurnar fýrir og reyni að gera þeim grein fýrir þessu, en það þarf að hafa hlutina heldur einfalda fýrir börn og ég legg alltaf áherslu á fyrri söguna og það að þau hafi verið sköpuð jöfn. Það skiptir afskaplega miklu máli hvað hefúr verið boðað í kirkjunni. Kvennaguðfræðin bendir okkur hins vegar á ýmislegt sem stendur í Biblíunni en aldrei hefur verið lögð nein áhersla á. Okkur sem höfúm les- ið Biblíuna næstum því frá því við lærðum að lesa finnst undarlegt að við skulum ekki hafa séð ýmis konar annan boðskap sem kvennaguðfræðin hefur síðan bent okkur á. Það er óskaplega gaman að finna þennan boðskap. Gott dæmi um það er sagan um Mörtu og Maríu. Það hefur alltaf verið sagt að Marta hafi bara verið í eldhúsinu og hinir leyfðu sér að gera lítið úr Mörtu. Samt gat enginn verið án þjónustu hennar. En þegar við förum að lesa meira um Mörtu sjáum við það að Marta ræðir við Jesúm um guðfræði. Þetta var mjög óvenju- Iegt því karlar töluðu ekki við konur um guðfræði. En við sjáum tvennt í þessu, annars vegar að Marta vissi heilmikið um guðfræði og líka að Jesús talaði við Mörtu um guðfræði og mat hana mikils. Annað er að það er alltaf vitnað í játningu Péturs við Jesúm: „Þú ert Kristur, sonur hins lifandi Guðs,“ þegar Pétur sá að Jesús var Kristur. En það er aldrei vitnað í játningu Mörtu, en hún bar líka fram þessa játningu. Á þessu sjáum við hvernig hefur verið valið í kirkjunni." — Getur verið að konur hafi hrein- lega ekki fundið sig í kirkjunni eða trúnni vegna þessa? „Það held ég að sé afskaplega misjafnt, af því að ég held að margar konur bæði hafi fundið sig í trúnni og haldi áfram að finna sig í því sem kirkjan hefúr boðað þeim um þær sjálfar, það er að segja að þær eigi í rauninni að vera undirgefnar. Fyrir þær konur er þessi kvennaguðffæði særandi og ögrandi því þeim finnst að það sé verið að gera lítið úr trú þeirra. En það finnst mér afar sorglegt því það er ekki markmið kvennaguðfræðinnar að særa heldur reyna að sannfæra konur um að þetta sé mikill fagnaðarboðskapur. Konur sem ekki hafa getað sætt sig við boðin um undirgefni hafa hins vegar tekið þessu fagnandi. Okk- ur hefúr verið boðið víða í kvennahópa til að tala um kvennaguðfræði og það er ólýs- anlega skemmtilegt og uppörvandi því þar er tekið svo vel við þessum boðskap. Kon- urnar finna samhljóm við sína eigin kven- réttindabaráttu og gleði yfir því að þessi boðskapur á sér rætur í Biblíunni. Þetta mikla áhugaleysi á Biblíunni sem svo oft er talað um er því alls ekki eins slæmt og af er látið.“ — Hvert er viðhorf Krists til kvenna? „Ef við segjum að sköpunarsagan boði jafnrétti, og skoðum þetta sem línurit, þá má segja að línan sígi jafnt og þétt eftir það, ekkert jafnrétti, aðeins lýsing á hrika- legu ójafnrétti. Síðan kemur Kristur og tekur aftur upp línuna frá byrjun. N ú skal vera jafhrétti. Kristur talaði allt öðruvísi við konur en aðrir höfðu gert. í fýrsta lagi talaði hann við þær, talaði við þær opin- berlega og talaði við þær um trúna. Hann rétti hag þeirra í hjónabandi og gerir sömu kröfúr fyrir konur og fyrir karla. Það stór- kostlegasta er þó að Kristur gerði konur að vottum upprisunnar, hann valdi konur til að flytja boðskap páskanna, en á þessum 40 VIKAN 11.TBL.1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.