Vikan


Vikan - 01.06.1989, Side 43

Vikan - 01.06.1989, Side 43
TRUMAL tíma voru konur ekki einu sinni vitnisbær- ar í Gyðingalandi, voru algjör sveitanúll! Jafnréttið hélt síðan innan kirkjunnar á allra fyrstu dögum hennar. Konur fengu að gegna leiðtogastöðum og tala á samkom- um jafnvel þótt Páll segði þeim að þegja. En svo seig aftur á ógæfuhliðina. Það hefur verið mikið fyrir utanaðkomandi þrýsting og skipan mála utan kirkjunnar. Jafnvel á okkar dögum er þetta eilíf barátta, það þarf að sýna gífurlega festu ef ekki á að hrökkva aftur í sama farið, en það er bæði þreytandi og erfitt." — Er það ef til vill óþarfa bjartsýni að halda að það sé hægt að breyta aldagömlum hugsunarhætti á einni kynslóð? „Nei, því þarna er ekkert um eina kyn- slóð að ræða. Alvarleg kvennabarátta er búin að standa um aldir. Þetta er bara endemis roluskapur úr okkur að ekki gengur betur. Við höldum ef til vill að þetta gangi svo yndislega áfram skref fyrir skref, en í rauninni gengur það aftur á bak, við sígum til baka ef við höldum ekki áfram. Eða eins og segir, það er svo bágt að standa í stað, annað hvort aftur á bak elleg- ar nokkuð á leið. Við verðum næstum því að ganga með offorsi, hversu sársaukafullt sem það er. Ég hugsa oft um að þetta er hægara sagt en gert. Það er ansi gaman að skrifa um kvennaguðfræði og segja: Jesús krefst jafnréttis, en það er hægara sagt en gert að lifa það því það er stundum svo þægilegt að vera hreinlega ekkert að þessu. En um leið erum við búin að afneita kristinni kröfú, og það megum við alls ekki gera. Þess vegna verðum við að fylgja okk- ar sannfæringu og trúin hlýtur að drífa okkur áfram. Ég hef verið beðin um að tala um kvennaguðfræði, bæði hjá KFUK þar sem ég er svo að segja alin upp og í blönduð- um hópi hjá KFUM og K. Þetta er allt mitt eigið fólk og ég var óskaplega spennt að sjá hvernig það myndi taka þessu. Ég fékk dúndrandi viðtökur og þarna var mikill áhugi og jákvætt viðhorf. Mér fannst það mjög gaman, enda mátti ég vænta þess því þetta er víðsýnt og biblíufrótt fólk. Margt af því sem Biblían er raunverulega, mun særa okkur sem eigum allt undir henni komið, því margt af þessu getur verið þess eðlis að við þorum varla að hugleiða það. Samt er okkur alveg óhætt ða gera það því útkoman verður góð að lokum." — Hvemig hafa karlmenn í kirkj- unni tekið þessu? „Það er ekki fúllljóst. Kvennaguðfræðin hefur ekki oft verið tekin til almennrar umræðu í kirkjunni. En sumir karlprestar hafa vissulega metið hana. Þó finnst mér neikvæðu raddirnar alltaf vera fleiri og há- værari í umræðunni. Ég harma það þótt mér finnist það í rauninni skiljanlegt og sé viss um að það hafi ekki nein úrslitaáhrif fýrir framgang kvennaguðfræðinnar. Kvennaguðfræði, eins og allt annað nýtt, er ögrun og hvatning. Bæði fyrir konur og karla. Ef við óttumst hana svo að við hlust- um aldrei eftir fagnaðarorðum hennar verður hún okkur auðvitað aldrei nein hvatning. Það er hugsanlegt að kvenna- guðfræðin móti fyrst kvennahópa utan kirkjunnar áður en hún fer að hafa veruleg áhrif innan hennar. Það gerir svo sem ekk- ert til að öðru leyti en því að þá hefúr kirkjan setið af sér tækiferi til að vera í far- arbroddi. Hún hefúr gott tækifæri til að skipa sér í fararbrodd núna vegna þess að nú stendur yfir Kvennaáratugur Alkirkju- ráðsins með mikilli hvatningu til kirkna um að sinna málefnum kvenna. Hvernig sem bylgjan berst verðum við að sjá til þess að hún haldi áfram að rísa og beri okkur áfram. Það er mikilvægast að sífellt séu til hópar sem berjast fyrir jafn- réttinu á einn eða annan hátt. Sumar okkar berjast fyrir einhverju sem hægt er að festa hönd á, launahækkunum til dæmis, en aðrar berjast fyrir að hugsjónin lifi. Ég held að allt þetta sé samfléttað og nauð- synlegt. /A /■ ]/ S HoPfl f/UÍLUM BóK. poRj/L ÓTT/)ST SKÍ\uT- ÍA/ Z EímS elsk.4 Fi5 UPP- C.ERÐ VEilLi LÍFiK A/ú 'c>tí/?£i'A/fl (s-w <.<>&•; VEiSLfí fíLVECr SF/V/JR & iC VFiR- HiSF/J S&bjK. - 1 > ($É WÍ Av X\ 'oK'JHRb KSlKTuÐ Si/ÆÐ/ > v \V 'V I DMJS K/E&~ b'bfa > R ./ SKE.UM REiÐMÍ ,/ Z > þÖFZ OFUAA IZLÖfiA fi.JK- KoKfV ST/IUOS 'fl KL'imHb / { GAT TÍAjörr iK'*L~D KkOTiNU. 2. E.ÍWS FS--BZ 5 i - > HÚ5- SftMlS/ý ,/ > ./ MVÓL. ViÐuK. dfáÐS l E 3 , / > SýoRí) ./ J > > J Í.EÍN5 ÐflRDfláA STEF/Jfí • > ./ * > ERíll 5'AÐ- Lda/D H > K -r'fík- FE LLiiJUl D l/ELVfí Sua/D —v 'R > —ý— LOGi) StULD hs/ALift. •* > > > to / /ovnJ- ■dO / Z J y r h > Lausnarorð síðustu krossgátu: STAPINN 11. TBL 1989 VIKAN 41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.