Vikan - 01.06.1989, Page 47
DULFRÆÐI
Það er mjög íróðlegt í þessu, að A. J. tek-
ur þátt í dauðastríði bróðursonar síns,
bæði líkamlega og andlega. En hefðu þeir
verið margir, sem þess konar samband
fengu, þá hefði ekkert dauðastríð orðið, og
piltinum mátt bjarga, jafnvel þótt hann
hefði legið heilan dag á sjávarbotni. Liggja
fyrir læknisffæðinni miklar og furðulegar
lfamfarir í þessa átt, þegar líffræðinni hef-
ur í þessum efnum miðað áffam eins og
þarf. Annað fróðlegt dæmi er þarna nefnt.
Þessa sömu nótt, 1907, er A. J. einnig
sagt, að stórt, nýtt skip, sem heiti Titanic,
muni farast í fyrstu ferð sinni vestur yfir
hafið. Hann sér jötunstórt skip rekast á
fjalljaka, heyrir ógurlegan brest og jafh-
ffamt verður hann gagntekinn af angist.
Eina nótt í apríl 1912 getur A. J. ekki
sofið. Honum er mjög órótt og orðið „Tit-
anic“ kemur aftur og aftur fram í huga
hans. Því næst finnst honum sem skelli yfir
hann köld bylgja og „ískuldi gagntekur sál
hans“. En síðan færist yflr hann ró og
ffiður. Þetta var nóttina sem Titanic fórst.
Atburður á öðrum hnetti
Og svo kemur skýring dr. Helga á þess-
um fýrirbærum. Hann segir: „Það sem A. J.
sá 1907 var ekki framtíðin, heldur atburð-
ur sem gerðist á annarri jörð, þar sem líkt
er ástatt og hér á jörðu, en viðburðarás-
inni lengra komið, svo að það sem þar er
nútíð er, eða réttara sagt, svarar til þess,
sem á vorri jörð er ffamtíð. Og má með
því að íhuga þetta fá nokkurn aukinn skiln-
ing á eðli flestra spádóma. Það sem þama
er haft eftir A. J. bendir til þess, að þegar
honum gefúr sýn frá annarri stjömu, þá sé
það meira angistin, hið andlega ástand
farþeganna á hinu mikla skipi, sem hann
fáer þátt í; en þegar Titanic ferst, þá fær
hann einnig þátt í kuldatilflnningu hinna
ógæfusömu manna, sem em að berjast við
dauðann í jökulköldum sjónum."
Þessi skýring dr. Helga Pjeturss er í sam-
ræmi við kenningu hans um drauma. En
því miður get ég ekki fallist á þessar kenn-
ingar doktorsins íslenska, enda hef ég
ýmislegt við þær að athuga. í þessari rit-
gerð er ekki pláss fyrif nánari umræður
mínar um þau efni. Enda verður að líta á
þessar kenningar sem tilgátur einar.
Hinn íslenski heimspekingurinn, sem ég
hyggst vitna í, er úr ólíkum jarðvegi
sprottinn. Það er þjóðkunnur stjórnmála-
maður, verkalýðsleiðtogi og baráttumað-
ur, sem hefúr dregið sig út úr þrasi stjóm-
mála og gerst athyglisverður heimspeking-
ur. Hann hefúr, að því er ég veit best, skrif-
að fimm bækur um heimspeki. Heita þær
Forn og ný vandamál, Gátan mikla, Vitund
og verund, Lögmál og frelsi og Á mörkum
mannlegrar þekkingar. Maðurinn sem ég á
við er Brynjólfur Bjamason. Hér er að
sjálfsögðu ekki rúm til að ræða kenningar
Brynjólfs fremur en kenningar dr. Helga,
nema að því leyti sem hann kemur inn á
efni, sem hér hefur nokkuð verið fjallað
um. Á bls. 71 í síðustu bók sinni spyr
Brynjólfur Bjamason:
„Er hægt að hugsa sér vem, sem getur
lifað og reynt hið liðna og ókomna með
einhverjum hætti sambærilegum við það
sem vér lifum líðandi stund, til dæmis
þannig, að hugur hennar og skynjun geti
flutt sig ffam og aftur í hinni hlutvemlegu
rás tímans, eins og vér getum ferðast til
fjarlægra staða? Eða gætum vér hugsað oss
vem, sem skynjar hið liðna og ókomna í
senn, að minnsa kosti á nokkm tímabili,
eins og vér skynjum sjóndeildarhring vorn
í rúmi í einni svipan? Vér vitum satt að
segja alltof lítið um tengsl vitundar og ver-
undar til þess að geta alhæft nokkuð í
þeim efúum. Og um innra eðli þess sam-
bands vitum vér blátt áfram ekki neitt ann-
að en það, að hér hlýtur að vera um ein-
■ Sú var skoðun dr. Louise
E. Rhine að draumurinn
hefði hjálpað henni til þess
að bjarga lífi eins árs
gamals sonar síns.
■ Arið 1930 dreymdi Sir
Victor Goddard,
flugmarskálk Breta, draum
sem virðist eins og tilvalinn
fyrir tímakenningamenn.
■ Dulrænir hæfileikar
hafa búið með íslendingum
frá upphafi íslandsbyggðar.
Og þá ekki síður
vitrunargáfa sú sem forspá
nefnist. Þeir sem gátu séð
langt fram í ókunna tímann
og sagt fyrir óorðna hluti
voru nefndir forspáir menn.
ingu að ræða, tvennt sem ekki verður að-
skilið, því allur annar skilningur leiðir oss
í ógöngur. Hvað síðari spurningunni við-
víkur, er rétt að benda á það, að á hverri
stundu skynjum vér vissulega nokkurt bil
tímans í einni svipan. Þetta sama bil gæti
önnur vera skynjað sem tiltölulega langa
ffamvindu með fortíð, nútíð og ffamtíð.
Væri það þá með öllu fráleitt að hugsa sér,
að það sem fyrir oss getur verið nokkur
tímalengd með fortíð, nútíð og framtíð,
skynji önnur vera sem nútíð í einni
svipan?“
Forspáir menn
Eins og ég sýndi fram á í annarri grein
um þessi efni, bera bókmenntir okkar þess
glöggt vitni, að dulrænir hæfileikar hafa
búið með íslendingum frá upphafi íslands-
byggðar. Og þá ekki síður vitrunargáfa sú
sem forspá nefúist. Þeir sem gátu séð langt
ffam í ókunna tímann og sagt fyrir óorðna
hluti voru nefúdir forspáir menn.
Jón Árnason þjóðsagnahöfúndur telur
að þessi hæfileiki hafi verið miklu tíðari
hér á landi að fornu en hann er nú á
dögum, þar eð Gestur Oddleifsson, Njáll,
Snorri goði og margir fleiri hafi verið tald-
ir forspáir menn og þó allir verið uppi á
sama tíma. Ekki ber þó svo að skilja að
ekki hafi verið uppi ýmsir forspáir menn á
fýrri öldum auk ffamannefndra. Má þar
nefúa Svein spaka biskup í Skálholti,
1466—1476, sem kallaður var forspár og
ffamsýnn. Sumir ætluðu að hann kynni
hrafnamál, en aðrir að það væri ekki hrafú,
heldur einhver andi í hrafúslíki, illur eða
góður, sem hann hefði mök við.
Þegar Sveinn var prestur, mörgum árum
áður en hann varð biskup, var hann send-
ur upp að Torfastöðum að messa þar og
reið með honum piltur sem Erlendur hét
Erlendsson frá Kolbeinsstöðum í Borgar-
firði. Svo bar til þegar þeir komu á hólana
fýrir sunnan Hrosshaga, að harðviðrisbyl
gjörði á þá með fjúki, og lögðust þeir þar
fyrir.
Pilturinn fór þá að örvænta og sagði, að
hann myndi aldrei þaðan lífs komast.
Prestur sagði að hann skyldi bera sig karl-
mannlega, „því hér eftir kemur gott, og
önnur verður þá okkar ævi, þá er ég
biskup í Skálholti, en þú eignast dóttur
Þorvarðs ríka á Möðruvöllum og hús-
trúnnar þar.“ Erlendur svarar: „Það veit ég
verða má, að þér verðið biskup í Skálholti,
en það má aldrei verða, að ég fái svo ríka
og velboma stúlku, jafnfátækur og ég er.“
„Efa þú aldrei," sagði prestur, „guðsgáfur,
hans mildi og miskunn, því svo mun verða
sem ég segi, og það til merkis, að þá þú
ríður til konukaupa, mun slík helliskúr
koma, að menn munu varla muna slíka.“
Á móti morgni létti upp hríðinni, og
fóru þeir leiðar sinnar til Torfastaða. Svo
fór allt og ffam kom, að Erlendur efldist og
mannaðist og eignaðist Guðríði dóttur
Þorvarðs, en Sveinn varð biskup. En þegar
Erlendur reið til konukaupa kom svo mikil
hvolfúskúr meðan þeir riðu heim, að allt
varð hríðvott, en áður var glatt sólskin,
þegar þeir komu undir túnið.
Sveinn sagði fýrir um vinda og veðráttu-
far, um lífcstundir manna og hvernig til
mundi ganga í Skálholti eftir sinn dag. Um
það sagði hann, að hinn fýrsti biskup eftir
sig mundi ekki ríkja lengi. Annar þar eftir
myndi hýsa vel staðinn og mest grjót til
hans flytja. Þriðji þar eftir myndi draga
mestan grenivið að staðnum og kirkjunni
„og má með réttu," hafði Sveinn sagt, „að
sá hinn fyrri kallist grjótbiskup. Þar eftir
munu siðaskipti koma í landi öllu, messu-
söng, tíðargjörðum, hringingum og helgi-
höldum og mun það alla tíma aukast með
þeim fimmta og sjötta. Þá vil ég heldur
vita son minn búa í Höfða hjá Skálholti eða
væri fjósamaður í Skálholti en kirkjuprest-
ur þar, því Skálholt hefur aukist og eflst
með herradæmi, en mun eyðast með
eymd og vesalingsskap, enda er þetta land
þá komið undir erlendar þjóðir.“
Og nú þurfum við ekki annað en að
kíkja í sögu þjóðarinnar til þess að ganga
úr skugga um það, hve sannspár þessi
merkilegi maður hefúr reynst. □
11. TBL 1989 VIKAN 45