Vikan


Vikan - 01.06.1989, Page 51

Vikan - 01.06.1989, Page 51
MEIL5A mestu leyti undir ástandi ónæmiskerfisins komið, hvernig það bregst við þessari sýk- ingu. Ef líkami þinn hefur verið veiktur með sjúkdómi eða einhverri meðferð, til dæmis lyfjameðferð, er mun líklegra að þú fáir alvarlegri einkenni af sýkingu af völd- um HPV. Hjá um það bil 40% þeirra sem þjást af einkennum af völdum HPV sýkingar, hefur komið í Ijós að vörturnar hverfa af sjálfu sér og hefur þá ónæmiskerfinu tekist að vinna bug á veirunni á þeim stað. Önnur 40% svara meðferð vel eins og þegar vörturnar eru brenndar af, beittar ætiefh- um eða numdar á brott með laserskurðað- gerð, en það er aðeins gert þegar um meiriháttar sár er að ræða. Síðustu 20% er hópur þar sem um erfiðleika í meðhöndl- un er að ræða og sífellt endurtekin ein- kenni koma í Ijós. í tilfellum sem þessum hefur verið notað í tilraunaskyni erlendis efhið interferon, en það er efni sem notað er gegn hvítblæði, ásamt 3-Fluorourasil, sem einnig er notað gegn krabbameini. Hvort sem þú hefúr einkenni eða ert einkennalaus en telur að þú hafir sýkst, þá er það mikilvægt að komast að því hvaða tegund af veirunni þú gætir verið með. Ef þú reynist vera sýktur af meinlausu veiru- afbrigði, svo sem veiruafbrigði 6 eða 11 og ert með vörtur, þá getur verið nægjanlegt í flestum tilfellum að fjarlægja vörturnar og koma í reglulegt eftirlit á eftir. Ef þú hins vegar greinist með veiruafbrigði, sem tengist krabbameini, þá þarft þú og rekkju- nautur(-ar) þinn að koma í skoðun og fá nákvæmar ráðleggingar. Þetta er erfitt í ffamkvæmd hér á landi, eins og víðast hvar annars staðar, þar sem þessi rannsóknar- tækni er ekki fyrir hendi. Því er reynt að meðhöndla fólk með það fyrir augum, að um hættulegri afbrigði veirunnar gæti ver- ið að ræða. Mitchell Greenberg læknir hjá Richard Reid stofhuninni fýrir leghálskrabbamein í Southfield, Michigan, segir svo frá: „Við meðhöndlum fólk vegna þess að enginn vill hafa vörtur. Einnig er mikilvægt að karlmenn séu meðhöndlaðir til þess að þeir smiti ekki konur, þar sem legháls þeirra er mjög viðkvæmur fyrir krabba- meini. Húð karla er þykkari og þroskaðri og verður því ekki jafh auðveldlega fyrir breytingum. Á leghálsi kvenna eru hins vegar svæði þar sem húðin er stöðugt að ganga í gegnum ýmis þroskastig. Ef þessi svæði sýkjast af áhættuveirum, geta þær breytt þessu eðlilega þroskaferli í óeðli- legar breytingar. Fólk er einnig meðhöndl- að til þess að hefja fjölgun veiranna og minnka álagið á ónæmiskerfið." Greining og meðferð: Ef þú hefur eða hefur haft marga rekkju- nauta og þekkir ekki kynlífssögu þeirra, þá eru líkurnar á því að þú hafir sýkst af HPV miklar. Til að ganga úr skugga um hvort svo sé, er rannsókn nauðsynleg. Bæði karlar og konur, sem hafa grun um að vera sýkt, ættu að leita til húð- og kvensjúkdómalæknis eða leitarstöðvar sjúkdómalæknis eða til leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. Karlmenn gætu einnig leitað til þvagfærasérfræðinga. Þetta er þó sérstaklega mikilvægt ef fólk hefur einhver einkenni. Hægt er að gera vefja- ástungu og skoða þá sérhæfðir læknar í meinafræði vefinn undir smásjá og leita að s.k. „halo-frumum“ eða koilocytum, sem eru einkennandi fýrir HPV sýkingar. Einnig er hægt að taka skafsýni úr þvagrás- inni, til að ganga úr skugga um hvort um HPV sýkingu sé að ræða í þvagrásinni. Ný- leg þróun innan læknisfræðinnar gerir rannsóknarfólki kleift að búa til efni sem kanna erfðaefnið og geta þá sagt til um með mikilli nákvæmni hvort um HPV sýk- ingu er að ræða og einnig hvaða afbrigði af veirunni er á ferðinni. Sem ástfanginn ungur ís- lendingur getur þú verið smitaður aff kynmakaborinni, mikið útbreiddari og minna þekktri veiru en AIDS; human papillomavirus, ffrekar þekkt undir nafninu kynfæravörtur. Þessi kynmakaborna veira er orðinn faraldur í Bandaríkjun- um. í dag er engin lækning til við þessu smiti. Smitið getur leitt til forstigs- einkenna krabbameins og jafnvel krabbameins ... Ef þú greinist með HPU smit, þá fer það eftir staðsetningu og einkennum, ef ein- hver eru, hver meðferðin verður, en hún getur verið með ýmsum hætti. Meðferðin miðar að því að fjarlægja sýktu ffumurnar, sem gera fólk að smitberum og þar með að koma smitinu í hættulaust ástand eða dvala. En í hve langan tíma? Það er misjafht. Gilbert Hermann læknir og sér- ffæðingur í meinafræði segir svo ffá: „Ef sýking þín er á dvalastigi færðu ekki vörtur og ekki smituð svæði með sjáan- legri sýkingu, þú hefúr ekki þessar ein- kennisffumur HPV, koilocyta og smitar því ekki aðra. Við höfúm þó séð fólk, þar sem sjúkdómurinn hefúr verið í dvala í tvö ár, en fengið svo skyndilega aftur sár.“ Þegar meðferð gegn HPV með lyfjum er beitt, eru notuð ætiefhi, sem brenna burtu sýktu svæðin, bæði þau sýnilegu og ósýni- legu. Eitt þessara efna, Podoben (podo- phyllin), er að verða úrelt, þar sem það gagnar aðeins í 50% tilfella og er einnig mjög eitrað, en annað skylt efni podopyl- lotoxin er notað í staðinn. Kremið Efudex (5-Fluorouracil), sem notað er gegn húð- krabbameini, er mun virkara og gagnar í um 80% tilfella. Tri-clor ediksýru meðferð er mjög virk gegn endaþarms- og pung- HPV-sýkingum. Brennsla með raffnagni brennir í burtu sýktu vefina, þar sem notað er tæki sem gengur fyrir rafmagni. Þetta tæki er einnig notað í mjög nákvæmum augnaðgerðum. Þessi aðferð er gagnleg í um 60% tilfella, þegar hún er notuð eingöngu, en oft er hún notuð samhliða efnameðferð. Skurð- lækninga CO-2 laser er hægt að nota í til- fellum þar sem kynfæravörtur eru mjög atgangsharðar. Þessi aðferð gagnar í lang- flestum tilfellum eða 85 til 90% gegn vört- um á getnaðarlim og 78% gegn vörtum á endaþarmssvæði og pung. Þegar slíkar las- eraðgerðir eru ffamkvæmdar þá þarf við- komandi að leggjast inn á spítaia. Hér á landi er nær eingöngu um laseraðgerðir að ræða, í þeim tilfellum, þar sem um fjarlæg- ingu svæða með einkenni er að ræða. Nýlega hefúr verið viðurkennd notkun interferons gegn kynfæravörtum. Þar sem það er gefið með sprautu, hjálpar það ónæmiskerfinu við að berjast gegn veir- unni. Meðferðin er dýr, það getur þurft að gefa lyfið tvisvar í viku og svo getur hún líka verið óþægileg. Þessi meðferð er sjald- gæf hér á landi. Þótt engin bólusetning sé til í dag, þá hafa vísindamenn trú á því að rannsóknir á HPV muni gefa eitthvað af sér. Með bólu- setningu myndi fást tækifæri til að tak- marka útbreiðslu þessa sjúkdóms eins og nú þekkist með syfilis og lekanda, en eðli veira gerir þetta erfitt. „í dag,“ segir Gilbert Hermann læknir, „er HPV ekki aðgengilegur sjúkdómur. Hann er ekki eins og syfilis, þar sem þú getur farið í blóðprufú og komist á fljótan hátt að því hvort þú ert með sjúkdóminn; þetta er ekki eins og með AIDS þar sem þú getur einnig látið gera á þér blóðrann- sókn, þar sem gengið er úr skugga um til- vist HIV (eyðniveirunnar). HPV er mjög erfitt að finna. Lokaniðurstaðan verður víst að vera sú, að vera á varðbergi fyrir HPV og vera laus við hana. Sömu ráðleggingar um öruggt kynlíf gefa heilbrigðisyfirvöld fólki í sambandi við HPV eins og AIDS og aðra kynsjúkdóma, að nota smokkinn, takmarka fjölda rekkjunauta og fara í reglulegt lækniseftirlit hjá húð- og kynsjúkdóma- lækni, kvensjúkdómalækni, þvagfæra- skurðlækni eða öðrum læknum, sem góða þekkingu hafa á þessum sjúkdómi. Rosenberg læknir mælir með því að fólk sem hefúr fleiri en einn rekkjunaut og/eða sögu um HPV-smit fari í eftirlit með sex mánaða millibili. „HPV er mjög algengur, lítið skilinn sjúkdómur sem fólk getur gengið með án þess að vita af því,“ segir hann. „Með fræðslu og viðvörunum mun hættan af HPV vonandi minnka í komandi framtíð." Með enga bólusetningu í sjónmáli, er eina leiðin til að minnka ógn kynfæravarta sú, að hver og einn sé vel vakandi fyrir þessum hættulega vágesti. Stuðst er við grein eftir Barbara Cassani sem hefur tekið þátt í rannsóknum á HPV í Bandaríkjunum. Viðtöl við Kristján Sigurðsson lækni á kvensjúkdómadeild Land- spítalans og hjá Krabbameinsfélaginu og Jón Hjaltalín Ólafsson húðsjúkdómalækni. Einnig var Guðjón Magnús- son aðst. landlæknir tekinn tali og hans álit fengið á efninu. ll.TBL 1989 VIKAN 49

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.