Vikan


Vikan - 01.06.1989, Page 52

Vikan - 01.06.1989, Page 52
MEIL5A RASS, MJAÐMIR OG LÆRI Fitukeppimir burt með hjctlp Helenu Rubinstein TEXTI: BRYNDÍS KRISTJÁNSDÚTTIR Staðbundin fita, sem í daglegu tali er kölluð appelsínuhúð, vill setj- ast á rass, mjaðmir, læri og upphandleggi kvenna, jafiivel þó þær séu alls ekkert of feitar. Óskaplega erfitt getur verið að losna við þessa fitu og er talið að þessi fita safhist saman vegna minnkaðrar blóðrásar og hægrar, þannig að losun úrgangsefha úr húðinni verður að sama skapi minni. Á mark- aðnum hafa verið ýmis krem sem eiga að hjálpa til við losun þessarar staðbundnu fitu, en aðalvandamálið hefur verið að þau hafa ekki náð nógu djúpt inn í fitufrumurnar til að verka reglulega vel. Hjá snyrtivörufyrirtækinu Helena Rubinstein hefur verið þróað hlaup sem inniheldur lípósóm, en það er efni sem víða er farið að nota í hinar ýmsu snyrtivörur. Lípósóm er „flutningskerfi" í snyrtivörun- um því það er efni sem getur smogið djúpt inn í frumurnar, á nákvæmlega þann stað sem því er ætlað, og borið með sér virk efni. Og í nýja hlaupinu frá Helena Rubinstein, Inten- sive Reducer, flytur lípósómið með sér efnið „Lipo-reducer“, sem er eins konar fituþynnir. Árangur sést eftir 15 daga notkun Þegar fitan hefur verið brot- in niður á þennan hátt og lík- aminn hefur losað sig við hana, þá hreinsast um leið bandvef- ur húðarinnar og blóðrásin eykst á ný. Að sjálfsögðu verð- ur húðin þá jafriari og faliegri, að ekki sé minnst á minnkun ummáls. Til að árangur náist þarf að nudda hlaupinu á vand- ræðastaðina kvölds og morgna á húðina þurra og hreina, en hlaupið fer fljótt inn í húðina þannig að þetta tekur ekki langan tíma. Með samvisku- samlegri notkun sést árangur Intensive Reducer hlaupið Érá Helena Rubinstein vinnur á staðbundinni fitu með hjálp lípósóma. eftir 15 daga, en varanlegur árangur á að nást eftir 30 daga. Lengd notkunar fer þó eftir hversu slæmt ástandið er, en best er að taka sér hvíld í 30 daga og byrja þá meðferð að nýju - einnig til að koma í veg fýrir frekari fitusöfnun. Lípósómkúla með fituþynni. Þegar hlaupið er borið á húð- ina fara þær þúsundir af líp- ósómkúlum sem eru í hverj- um dropa inn í húðina. Húðin drekkur hlaupið í sig og fitufrumurnar í húðinni virka eins og segull á lípós- ómkúlumar, þannig að þær fara beint þangað og samlag- ast þeim. Þar losa þær sig við virku efnin - fituþynninn - sem brýtur fituna niður í smáar agnir sem líkaminn getur losað sig við. Æfingar til að gera með- ferðina árangursríkari Æfingar sem hér eru sýndar er mjög gott að gera á hverjum degi á meðan á meðferð stendur, þannig að um leið og fitan hverfúr eru vöðvar styrktir. Rass Standandi eða sitjandi: Rasskinnamar eru pressað- 50 VIKAN ll.TBL. 1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.