Vikan


Vikan - 01.06.1989, Page 54

Vikan - 01.06.1989, Page 54
KVIKMYNDIR Valerie Colino og Dustin Hoflman í kvikmyndinni Rain Man þar sem Hoff- man og Cruise þykja sýna einstaklega góðan samleik. Á myndinni til vinstri eru þeir saman í einu atriða hinnar vin- sælu myndar Cocktail, Cruise og Bryan Brown. Rain Man Allt á hreinu. En svo átti hann að leika Charlie Babbit, hinn „andlega einhverfa" peningaplokkara í nýjustu myndinni, „Rain Man“. Dustin Hoffman sem einhverfi bróðir hans átti auðvelt með þetta af því að persónan hans hafði verið inni á stofn- un í tuttugu ár. Hofiman gat fundið út úr þessu með því að tala við sjúklinga og lækna. En í fyrsta sinn á ferli sínum hafði Tom Cruise ekkert ytra fyrirbæri til að hjálpa sér við að komast inn í hlutverkið. Frh. á bls. 54 KRÚTT TEXTI: JESSE KORNBLUTH ÞÝÐING: SIGRÚN HARÐARDÓTTIR \'T' ið áttum að hittast á mexí- / könsku veitingahúsi. En hann var tuttugu mínútum of seinn. Þetta virtist mér afskaplega undarlegt, því Tom Cruise er þekktur fyrir góða manna- siði. Þegar ég horfði aftur í kringum mig var hópur fólks að bíða eftir borði, þar á meðal grannur maður í hjólastól. Hann var með hornaboltahatt á höfðinu, í köflóttri skyurtu og gallabuxum. Hann var með dökka bauga undir augunum og viku gamalt skegg. Svo hjólaði maðurinn til mín. „Hæ,“ sagði hann. „Þetta virðist virka.“ Hann brosti daufara brosi en því sem færði hann upp fyrir þriggja milljón dollara verðið, tók í höndina á mér og hjólaði áfram. Á meðan við fórum um verslunarmiðstöðina þar sem veitingahúsið var útskýrði hann að hann væri í stólnum af því að hann vantaði meiri tíma í hlutverkinu sem hann var að leika, sem var lamaður hermaður úr Vietnamstríðinu. Þetta var ekkert nýtt. Áður en hann lék menntaskólastrák sem var fótboltastjarna í ,Áfl the Right Moves“ dulbjó hann sig og tók þátt í fótboltaæfing- um í skóla í smábæ. Áður en hann lék í „Top Gun“ fór hann upp í F-f4 flugvélar, lék snooker af mikilli alvöru í átta vikur áður en hann lék í „The Color of Money", og vann á bar í New York á undan „Cock- tail“. Hjartaknúsarinn í tölu stórleikara Hann er aðeins 26 ára gamall, en er á góðri leið með að verða einn af tekjuhæstu leik- urunum í Hollywood. Brosið er einkenni hans. Það er brosið, sem gerði hann að kvikmyndastjömu. 52 VIKAN ll.TBL. 1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.