Vikan


Vikan - 01.06.1989, Page 57

Vikan - 01.06.1989, Page 57
KVIKMYMDIR og sjarmerandi, og hann brosti þessu stór- kostlega brosi, sem lýsir upp herbergin. Ég sagði, „Strákar, þetta er Tom Cruise." Tíu mínútum seinna var Tom farinn, og við vorum að ræða um að prófa hann.“ Þremur árum seinna, 1986, olli brosið í „Top Gun“ því að kvikmyndasýningar- menn útnefhdu Cruise mesta aðdráttaraíl ársins. Hann komst fram fyrir Eddie Murphy, Paul Hogan, Stallone, Eastwood og Newman. Þetta er greinilega guðsgjöf. Það lítur enginn út fyrir að vera kross sem hann þarf að bera, eins og ég stakk að Cruise. „Af hveru kross?“ spurði Cruise og var allt í einu glaðvakandi. Af því að það er það sem fólk vill fá frá þér og þú vilt ekki brosa í myndum um þessar mundir. Cruise varð kuldalegur í röddinni eins og A1 Pacino í „Guðföðurnum". „Af hverju er það kross?" Af því að Hollywood vill heldur fram- leiða „Rocky 2“ en „Rocky“. Cruise varð hæðnislegur. „Þetta er ekki svona. Það er engin NEFND sem segir mér hvað ég á að gera. Fólk fer í bíó og ég er steinhissa á því hvað það heldur. Það skilur ekki hvað ég er að gera, og mér flnnst það allt í lagi. Ég VIL ekki að það skilji mig. Það á að hafa gaman af myndinni eða ekki, eins og það vill. Að gera sér fyrir- fram hugmyndir um það hvað ég get verið eða gert er mannlegt, EN MÁLIÐ SNÝST EKKI UM ÞAÐ.“ Góður kappakstursmaður í þessu komu þrjár sölustúlkur upp að hjólastólnum. „Megum við fá eiginhand- aráritun?" sögðu þær í kór. „Auðvitað,“ svaraði Cruise og slappaði af. „Hvað heitið þið?“ Pam, Maureen, Lori-með-i. „Vinnið þið hérna?“ ,Já.“ „Á kafi í vinnu?“ „Augljóslega ekki.“ Cruise brosti ffæga brosinu og rétti þeim eiginhandaráritunina. Sölustúlkurnar þökkuðu honum innilega fýrir. „Nei,“ sagði Cruise, „ég þakka ykkur." Þegar þær voru farnar spurði ég Cruise hvort þessir góðu mannasiðir væru líka leiklist. „Maður þróar ekki mannasiði," sagði hann ákveðinn. „Mannasiðir eru hluti af uppeldinu. Mér var kennt að fara vel að fólki, og ntér flnnst það gott. Cruise hefur keppt með kappakstursliði Paul Newmans fimmtán sinnum á síðustu tveimur árum, nægilega oft til þess að liðs- stjórinn hafi tilfinningu fyrir stíl hans. Fyrirsjáanlega er mat Newmans á kapp- akstursmanninum Cruise ívið gagnrýnna en á leikaranum Cruise. „Hann tekur sjensa í bíl. Hugsun hans þarf að ná upp í hugrekkið." Fyrir tveimur árum eyddu Cruise og Áður en tökur myndarinnar Cockteil hófúst fór Tom Cruise í nokkurra vikna þjálfún í barþjónaskóla og vann á bar um tíma til að ná réttu handtökunum. Nú á hann að fara að leika lamaðan hermann og ver því löngum tíma í hjólastól... Don Simpson viku saman á námskeiði í kappakstursskóla Bob Bondurant. „Ég fór þangað til að leika mér, en Cruise var þarna til þess að læra,“ segir Simpson. „Við ætluðum út að fá okkur pizzu og bjór kvöldið fyrir prófið. Cruise mætti með bækurnar. Ég sagði, þetta er kappaksturs- skóli. Við föllum ekki þótt við fáum B. En Cruise sagði: „Við lærum undir prófið! Það er honum að þakka að við fengum báðir A.“ Cruise reyndi að gera lítið úr kapp- akstrinum hjá sér. „Þetta er bara enn ein leiðin til þess að auðmýkja sjálfan sig opin- berlega." En þetta er greinileg djúp ástríða. Hann viðurkennir um síðir: „Þetta er eins og leiklistin. Það gerir andlegar og líkamlegar kröfúr til þín. Þú getur ekki bara sett bensínið í botn og ætlast til þess að vinna. Þú verður að pæla þetta út. Eins og gerist í leiklistinni er maður stundum gersigraður. Þá verður maður spældur út í sjálfan sig. Mér finnst það nefnilega ekkert skemmtilegt að keyra á vegginn á hundrað mílna hraða.“ Cruise var í góðu skapi að samtalinu loknu. Við höfðum eytt nógum tíma sam- an til þess að ég gleymdi því að hann var í iijolastól, að sá Tom Cruise sem ég horfði á var ekki sá Tom Cruise sem gengur í dýr- um ítölskum fötum í „Rain Man“. Og hann var nægilega afslappaður með mér til þess að tala almennum orðum um það að til- finningalegi stuðningurinn, sem hann fengi í hjónabandinu, hjálpaði honum að taka áhættur í kappakstrinum. Þá komum við auga á strákinn í hjóla- stólnum. Hann var varla eldri en níu ára. Og hjólastóllinn hans var ekki eitthvað sem hann hafði fengið að láni til þess að leika í kvikmynd. Cruise hjólaði til hans. „Hæ, hvað heitirðu?" Strákurinn sagði honum það. „Flott verslunarmiðstöð." Strákurinn var sammála því. Cruise spurði hann hvaðan hann væri. Cruise átti vini þar í bæ, og þeir töluðu um Ólympíu- leika, veitingahúsið þar sem drengurinn hafði borðað með foreldrum sínum, og skautaæfinguna sem drengurinn var að horfa á. Hann sagði Cruise að skautafólkið hefði ekki dottið eitt einasta skipti. ,Jæja, hafðu það gott,“ sagði Cruise og klappaði stráknum á handlegginn og við héldum áfram. 11. TBL 1989 VIKAN 55

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.