Vikan


Vikan - 01.06.1989, Page 65

Vikan - 01.06.1989, Page 65
UHC5UI1QAR 5PYRJA Vinkonu- og drykkjuvandamál Hæ, hae kæri póstur Ég á við smá vandamál að stríða núna þessa stundina en hannie er mál með vexti að ég hef átt eina mjög góða vinkonu (X) í 10 ár eða síðan ég var 5 ára. Við höfúm alltaf verið mjög samrýmdar alla tíð. En í fyrra kom ný stelpa í bekkinn (Z). Vinkona mín þekkti þessa nýju stelpu eitthvað fýrir, en ég ekki neitt, en Z hringdi til mín að minnsta kosti 5 sinnum á dag og var alltaf að koma til mín. Ég var alltaf með ein- hverjar afsakanir svo við X gætum verið saman. Ég þurfti að fara í burtu í smátíma og þegar ég kom til baka þá voru X og Z alveg óað- skiljanlegar. Þegar ég hitti X eina þá var hún alltaf að tala um hvað Z væri leiðinleg, en þess á milli voru þær alltaf saman. Ég sneri mér þá bara að öðrum vinkonum mínum og var með þeim og krökkum sem eru 2-5 árum eldri en ég. í skólanum héldum við X þó áfram að sitja saman, þar til allt í einu að hún skipti um sæti og settist hjá Z. Við urðum samt alltaf samferða heim úr skólan- um og X talaði illa um Z. Ég var orðin dálítið mikið sár út í X og sagði annarri stelpu, sem ég treysti vel, hvað mér fyndist og sagði henni jafnvel ýmislegt sem ég hafði lofað X að segja ekki. Allt í einu eru X og þessi stelpa farnar að vera mikið saman og hún sagði X allt sem ég hafði sagt um hana. Þannig að nú erum við X ekki vinkon- ur lengur og núna finnst mér ég svo vinalaus jafhvel þó ég eigi fúllt af vinum. Hvað á ég að gera? Svo er það annað. Það var ball hérna í skólanum eitt kvöldið og ég drakk allt of mikið. Ég er nýbyrjuð að drekka og virðist ekki kunna það. Ég gekk beint til stráks sem ég hef verið hrifin af og bauð honum í dans, en það gekk ekki vel, því hann þurfi. að hálf bera mig. Ég spurði hann hvort honum þætti ég leiðinleg og hann sagði að sér þætti leiðinlegt að sjá mikið drukkið kvenfólk. Svo fór hann og ég dansaði við marga aðra stráka, því þó ég segi sjálf frá þá er ég ekkert ómyndarleg og á ekki í vandræðum með stráka. Ég sá að hann fýlgdist með mér, en svo hvarf hann allt í einu. Þá fór ég að leita að honum út um allt en fann hann ekki. Vinur hans sagði mér þá að hann væri úti í bíl með ein- hverri stelpu. Ég æddi til hans út í bfi þar sem hann var einn og hellti mér yfir hann. Hann sagði mér að hann hefði ekki verið með neinni stelpu allt kvöldið, en að það væri annað með mig sem hefði verið utan í öðrum hvorum karlmanni á staðnum. Við sættumst að lokum og fengum okkur göngutúr saman — og það skeði slys, síðan fór- um við heim. Núna sé ég svo hræðilega mikið eftir því að hafa verið svona drukkin og núna heldur hann að ég sé svona alltaf og sé alltaf með hvað strák sem er. Það er ekki satt því ég hef bara verið með þrem strákum, því ég er frekar feimin. Ég skammast mín svo hrikalega að ég er að deyja. Mig langar svo að tala við hann og kynnast honum betur, hvað get ég gert? Elsku póstur, birtu bréfið og svar. Ein sem drakk of mikið Ilvað áttu að gera? Það er nú það. Þú sérð alla vega eftir framkomu þinni, sem er góðs viti. Eina leiðin til að komast að því hvað stráknum fimtst um þig er að segja honurh hvemig þér líður yfir því sem gerðist og efhann hefur áhuga á þér, þá mun hann trúa þér þegar þú segir honum að þú sért ekki með hvaða karl- manni sem á vegi þínum verður, þannig að þið getið haldið áfram með sambandið. Trúi hann þér ek.ki, né sýnir þér neinn áhuga, þá neyðistu til að gefa hann uþþ á bátinn. Málið með vinkonuna er held- ur Jlóknara. Þið hafið verið vinkonur svo lengi að það vœri synd að eyðileggja þenn- an vinskaþ alveg. Kannski vegna þess að þið hafið þekkst svona lengi þá hafið þið kamiski verið orðnar dálítið leiðar á að vera alltaf bara tvœrsaman -þið vitið náttúru- lega allt um hvor aðra þamiig að sambandið var kannski ekki nógu sþennandi. Best hefði verið að þið befðuð báð- ar getað orðið vinkonur Z, hvor á sinn máta, því oft er mjög gaman að vera í hóþ. Líklega hefur ykkur báðum fundist sem Z vœri að taka hina firá ykkur og því ekki get- að andað dálítið rólega yfir þessu öllu. Hvemig vœri að þið X töluðuð saman um þetta, gleymduð leiðinlega tímabil- inu, því skemmtilegu árin sem þið hafið átt saman em miklu lengri tími, og að þið byrjuðuð uþþ á nýtt? Prófaðu að minnsta kosti að tala við hatia. Pennavinur Kanada Kona sem er tveggja barna móðir og vinnur úti allan dag- inn óskar eftir pennavini. Hún hefúr áhuga á að lesa, skrifa bréf, prjóna, hekla og sauma út. Hún safnar skeiðum, tölum og segluhnöppum sem ætlaðir eru til að halda minnismiðum á ískápum. Judith McLeod 2311 Ness Avenue Winnipeg, Manitoba CANADA, R3J 0Z9 Bandaríkin Ung kona, 27 ára, sem hefur áhuga á ferðalögum, dýrum, steinum og þungarokki óskar eftir pennavinum. Hún segist vera talin ffernur innhverf og ómannblendin, en jafnframt falleg. Miss Freda Mcgaha Tammy Dr., Box 252A Rockford, TN. 37853 USA Tölvari, sem er 32 ára og svartur á hörund óskar eftir að skrifast á við gáfaða konu á aldrinum frá 16 ára og eldri. Wm. N.E. Barker III Inu-241981 PO. Box 900 Shelton, WA 98584 USA Finnið 6 villur eða fleiri á milli mynda. uujjJOM Ja uuiBEJ)|nd9)j g jeiuea Eun[>|œL| ejqv 'S JnHAajq ja sujsuubuj jndjAS V isiAmgo ja jBuunuo>| jnjjBH e jbiuba jeuunuo>| [>|saA z '[siAnjgg ja ggjj. (. 10. TBL. 1989 VIKAN 63 VIKAN, Pósturinn, Háaleitisbraut 1. Pósthólf 5344,105 Reykjavík

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.