Vikan


Vikan - 01.06.1989, Qupperneq 68

Vikan - 01.06.1989, Qupperneq 68
5TJ0RHUMERKI 1--------1 SÍÐARI HLUTI: Þtmnig eru tvíburarnir Óútreiknanlegir gestir Tvíburum hættir til að fá taugaáfall vegna þess mikla álags sem á þeim verður þegar þeir eru alltaf á þeytingi og að skipta um verkefni. Taugarnar eru spenntar til hins ýtrasta og geta þess vegna auðveldlega brostið þegar síst skyldi. Þegar það gerist verða tvíburarnir að sætta sig við aðgerðaleysi um sinn þar til þeir hafa náð sér aftur. Fyrirboði taugaáfallsins birtist oft í því að tvíburarnir tala meira en nokkru sinni fyrr og fest af því sem aðrir segja nær eyrum þeirra. Þeir verða líka órólegir og eirðarlausir. Þekki þeir fyrirboðann geta þeir beitt sjálfa sig valdi og reynt að draga úr athafna- þránni. Mikil hætta er á að eitthvað komi fyrir handleggi, axlir og hendur tvíburanna. Þeir hand- leggsbrotna oft. Þeir eru mjög meðvitaðir um hendurnar sem yflrleitt eru fallega lagaðar og neglurnar velsnyrtar. Loks má geta þess að tvíburum er hætt- ara við lungnabólgu en flest- um öðrum og ættu að leita læknis strax og þeir fá kvef. Gagnabanki í heilanum Heili tvíburanna er sannkall- aður gagnabanki. Þar skrá þeir upplýsingar, bæði stórar og smáar, og beita þeim óspart þegar þeir eiga viðræður við annað fólk eða þegar þeir eru að senda lesendabréf til blað- anna. Þeir eru fljótir að hugsa og geta á augabragði skipt um umræðuefni og ekki tekur þá lengri tíma að meðtaka texta á heilli bókarsíðu. Þess vegna eru þeir fljótir að læra, séu þeir í skóla. Rétt fyrir prófin gleypa þeir í sig fróðleik sem slær ryki í augu prófdómarans sem heldur að þekking þeirra sé meiri en hún er í raun og veru. En nokkurm vikum síðar hafa þeir gleymt öllu sem þeir kunnu í prófinu. í háskóla byrja þeir á einu fagi og breyta síðan yfir í það næsta þegar þeir eru hálfnaðir með það fyrra. Tvíburar eru gáfaðir og þeir eru slungnir og útsjónasamir og geta auðveldlega lent á villigötum. Þeir hafa ýmislegt það til að bera sem veldur því að þeir geta orðið afbrota- menn. Heili tvíburanna er ekki mosavaxinn og þeir komast hjá því að staðna m.a. með því að fýlgjast með því nýjasta meðal unga fólksins og þeir hafa gaman af að ræða við ungt fólk og eru í rauninni mjög ungir í anda sjálfir. Tvíburar og ástin Tryggðatröll eru tvíburar þegar þeir verða ástfangnir en þeim hættir til að daðra helst til mikið. Séu þeir komnir í fast samband aðlaga þeir sig því þó vel, að því tilskyldu að hinn aðilinn virki hvetjandi og örv- andi á þá andlega. Tvíburinn biður um bók eða hljómplötu að láni hjá þeim sem hann hef- ur augastað á og notar þetta sem átyllu til þess að fá tæki- feri til þess að hefja samræður. Eftir smástund leiða samræð- urnar svo kannski til þess að tvíburinn býður þeim sem bókina eða plötuna á í bíó og þar með er ástarævintýrið haflð. Tvíburar og hjónabandið Það er ekki síður skemmti- legt að vera giftur tvíbura heldur en að eiga hann að vini. Tvíburar flytja með sér líf og spennu í hjónabandið þó það geti stundum orðið erfltt. Margir tvíburar eru daðrarar og sumir makar taka slíku illa, þótt skaðlaust sé. Sé makinn ungur í anda og nokkurn veg- inn fordómalaus þarf þetta ekki að leiða til vandræða. Það er neisti í tvíburunum sem getur kveikt eld í makanum og komið af stað líflegum sam- ræðum og gert lífið skemmti- legt. Hrúturinn 21. mars - 19. apríl Kunnátta þín á vissu sviði er heldur rýr, en starf þitt krefst þess að þú beitir henni við og við. Það myndi auka vellíðan þína ef þú tækir á þig rögg og fengir þér góða tilsögn þar að lútandi. Nautið 20. apríl - 20. mái Maður nokkur veitir þér mikla athygli, sem þér er ekki mikið um. Þú ferð í alllangt ferðalag í fámennum hópi. Ná- grannar þínir halda fyrir þér vöku. Fimmtudagur hagstæður innkaupadagur. Tvíburarnir 21. maí - 21. júní Þú verður að herða þig með ákveðið verkefni, ef þú vilt ekki verða af lestinni næst. Þú ættir að vera mikið heima og hvíla þig vel. Þú færð bréf er veldur þér nokkrum áhyggjum. ÆgjA Krabbinn 22. júní-22. júlí “ Ættingjar þínir ætlast til að þú eyðir meira af tíma þínum með þeim. Þú átt erfitt með að taka ákvarðanir. Þú ættir að vera sparsamari og takmarka skemmtanir þínar. Heillatala er sjö. Ljónið 23. júlí - 22. ágúst Þú ert ekki nógu vel upp- lagður til að geta notið félags- skapar annarra og skalt því haga þér samkvæmt því. Þú finnur galla á hlut er þú hefur nýlega keypt. Þú færð gjöf frá vinnuveit- anda. Meyjan 24. ágúst - 23. sept. Um nokkurt skeið hef- urðu varðveitt vel hluti sem eru mikils virði, sérstaklega þarftu að vera vel á verði þessa viku. Þú skemmtir þér vel í leikhúsi. Vogin 23. sept. - 23. okt. Vikan einkennist af glaðværð; njóttu þess að vera í svo áhyggjulausum félagsskap. Eldri kona leitar aðstoðar þinnar. Þú eignast nýtt áhugamál. Þú reiðist heiftarlega við ættingja þinn. Sporðdrekinn 24. okt. - 21. nóv. Byggðu ekki á aðstoð annarra. Útgjöld þín fara nokkuð vaxandi. Þú þarft bráðlega að taka mikilsverða ákvörðun. Þú tekur upp nýja aðferð við tekju- öflun. Þú færð góðar fréttir. Bogmaðurinn 22. nóv. - 21. des. Þú hefur í mörg horn að líta, en það styttist óðum í að þú fáir aðstoð. Innan skamms þarftu að sýna getu þína á vissu sviði og skaltu undirbúa þig. Þú ferð í stutta ferð með kunningjunum. Steingeitin 22. des. - 19. janúar Þeir aðilar sem þú átt mest komið undir eru ekki sam- mála um þau atriði, sem þér ligg- ur mest á. Ef þú gengur ekki vel á eftir þeim mönnum er þú hefur valið til aðstoðar, stenstu ekki áætlun. Vatnsberinn 20. janúar- 18. febrúar Ennþá hefurðu ekki fengið rétta tækifærið, svo þú skalt hinkra við ögn. Hörð sam- keppni á vinnustað veldur þér nokkrum erfiðleikum. Ráðlegg- ingar annarra fara í taugarnar á þér. Fiskar 19. febrúar - 20. mars Þú hefur nám sem þú hefur lengi haft í huga. Kröfur þínar til umhverfisins eru of hátt stemmdar, svo þér líður ekki eins vel og verið gæti. Þú verður mik- ið á ferðinni og lítið heima. 5TJÖRMU5PÁ 66 VIKAN ll.TBL. 1989
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.