Vikan


Vikan - 19.10.1989, Síða 20

Vikan - 19.10.1989, Síða 20
HUC5LEIÐIMC5AR „Mcirgt nútíma- fólk hafnar œvintýr- um, því miður, og gerir það með rökum sem eiga alls ekki við hér. Ef við lítum á œvintýrin sem lýsingar á veruleikan- um eru þau vissulega alveg hroðalega grimm, kvalasjúk og hver veit livað. En ef við lítum á þau sem tákn þess sem gerist í sálarcljúpunum eru þau dagsönn." lírnno Ikitclbcbn I hefur náð þeim áfanga í einstaklingsþróun sinni að hún þarf ekki lengur að sofa í rúmi sem er eign dvergvaxinnar, kynlausrar veru. í ævintýrinu segir frá því að þrír fuglar heimsækja Mjallhvíti þegar hún liggur í dvala. Fyrst kemur ugla, síðan hrafn og að lokum dúfa. Uglan er tákn vísdóms, hrafn- inn táknar þroskaða vitund og dúfán er ímynd ástarinnar. Þessir fúgiar og innri merking þeirra undirstrikar að svefninn í glerkistunni er tími hugrænnar og tilfinn- ingalegrar vinnslu. Endurfeðingin og vígslan í heim fúllorðinna er innsigluð með tilfinningalegu og kynferðislegu inn- taki hins unga prins. Mjallhvít hefur fúndið sér kynfélaga. Sjálfstortíming og hættur óbeislaðra tilfinninga En hvað varð um hina afbrýðisömu móður. Eigingirni, öfúnd út í fegurð og yndisþokka dóttur sinnar og aðrar sín- gjamar hugrenningar tortíma móðurinni. í lok sögunnar fer bamið að vita hvað verð- ur um fólk sem lætur ótamdar og eigin- gjarnar hvatir leiða sig í gönur. Líkt og nomin í Hans og Grétu, sem var brennd í ofni, var stjúpmóðir Mjallhvítar neydd til þess að dansa á rauðglóandi kolum uns hún fúðraði upp og brann til ösku. Þessi endalok em táknræn fyrir það hvemig óstjórnleg kynferðisleg afbrýðisemi leggur líf móðurinnar í rúst. Margir verða ákaflega hissa og jafnvel hneykslaðir þegar þeir lesa um slíka hluti í ævintýmm fyrir börn. Margur heldur ef- laust að saklaus hugur barnsins hafi ekki gott af þess konar lýsingum sem þeir álíta að beri vott um grimmd og jafnvel sad- isma. Bmno Bettelheim hefur hins vegar bent á að slík endalok og jafnvel ennþá verri fyrir hinar „neikvæðu" persónur í ævintýrunum séu barninu nauðsynleg. Sterkar tilfinningar og skýrar og einfaldar lýsingar á því hvemig örlögin umbuna og refsa sögupersónum í samræmi við innræti og háttemi em að hans mati ákaflega nauðsynlegar fýrir böm. Gildi þeirra ligg- ui þó ekki aðeins í hinum siðferðislega boðskap sögunnar heldur fýrst og fremst í því að slíkar lýsingar (bæði jákvæðar og neikvæðar) leysa sálræna hnúta í baminu. Bmno Bettelheim hefur sýnt fram á sál- fræðilegt og tilfinningalegt gildi ævintýra. Hann hefur með rannsóknum sínum leitt í ljós að gömul barnaævintýri byggja á djúp- stæðum goðsögulegum og sálfræðilegum lögmálum og að þau byggjast ekki á tilvilj- un heldur markvissri skipan. Bmno Bettel- heim varar jafnframt við því að breyta hugsunarlaust gömlum bamasögum og hefúr gagnrýnt ævintýri síðustu ára fyrir að vera innihaldslítil, áróðurskennd og fýr- ir að sniðganga sálarlíf og geðræn lögmál bamsins. Heimildir: Bruno Bettelheim: The uses of Enchantment, 1976. Tilvitnanir úr sömu bók. 20 VIKAN 21.TBL1989

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.