Vikan


Vikan - 19.10.1989, Side 32

Vikan - 19.10.1989, Side 32
árunum, aðeins 16% af þeim nemendum sem hefja nám ljúka fyrsta hluta námsins á tveimur árum. í fyrsta hluta námsins eru aðeins próf en engin verkefni. Engin upp- tökupróf eru haldin sérstaklega og verða þeir nemendur sem ekki ná prófum því að bíða í heilt ár með að taka upp fallpróf. Háskólinn er frekar ný stofhun. Hann var stofhaður árið 1970 og hefur fengið gott orð á sig og þá einkum í sambandi við hag- lræði. Reynt hefur verið ffá upphafi að brjóta upp hefðbundið kennsluform með því að leggja áherslu á hópvinnu. Hins vegar hefur verið erfitt að standa við þetta vegna mikils fjölda nemenda en oft eru um fimm hundruð nemendur á fyrirlestr- um. Nemendur háskólans eru um tíu þús- und og við skólann eru kennd ýmis önnur fög en hagffæði, svo sem guðffæði, lög- fræði, íþróttaffæði, tónlistarfræði, lista- saga, uppeldisffæði, samfélagsfræði, saga, landafræði, þýska, spænska, málvísindi, fjölmiðlafræði sem aukafag og ýmislegt fleira. í Þýskalandi eru bæði svokallaðir Universitát eða háskólar eins og skólinn sem Arni nemur við en svo einnig svokall- aðir fagháskólar þar sem námið tengist mjög mikið atvinnulífinu. Nám við þá skóla er þar af leiðandi að miklu leyti verk- legt og tekur oft skemmri tíma. Árni segir að einn af kostum háskólans í Augsburg sé að þar er mikil og góð að- staða til íþróttaiðkana og geta nemendur notfært sér hana ókeypis. Er hægt að stunda allar boltaíþróttir, fá kennslu í leik- fimi, djassdansi og samkvæmisdönsum, karate, reiðmennsku, ýmsum vatnaíþrótt- um, svo sem kajakróðri og öðrum báta- íþróttum. Ennig er hægt að stunda frjálsar íþróttir og reyndar yfirleitt allt sem hægt er að hugsa sér, jafhvel er hægt að fá kennslu í frisbíkasti. Árni hafði aldrei komið til Augsburg áður en hann hóf þar nám en honum leist strax mjög vel á borgina, finnst hún vina- leg og enginn stórborgarbragur á henni. Augsburg er mjög gömul borg, átti tvö þúsund ára affnæli 1985. Vegna þessa er mikið af söfnum í borginni. Þar er ekki svo mjög dýrt að búa, miklu ódýrara en í Munchen til dæmis. Meðalleiga fýrir litla íbúð er um 350—400 mörk en Árni mun leigja á stúdentagarði næsta vetur og það kostar 170 mörk á mánuði. Síðan er hægt að borða í hádeginu í mötuneyti skólans fýrir aðeins 120 krónur íslenskar. Árna finnst mikill kostur að Augsburg er rétt hjá Ölpunum því að hann er mikið fyrir að fara á skíði. Ennffemur segir hann að félagslíf í bænum og í háskólanum sé mik- ið allan ársins hring, þó sérstaklega á sumrin. Ekki eru margir íslendingar bú- settir á þessum stað en þau voru þó þrjú við háskólann þetta árið. Árni segist telja ffekar auðvelt að kynn- ast Þjóðverjum, honum finnst þeir vera ffekar opnir og hlýlegir, alla vega þeir sem búa þarna í Suður-Þýskalandi. Einnig bætti hann því við að lokum að honum líkaði vel að búa í Þýskalandi og væri spenntur fýrir því að búa þar áfram næstu árin. Þessi mynd var tekin af Áma einn góðviðrisdaginn við Elliðaámar. Hann heldur á afrakstri sínum eftir hagffæðilegar veiðar en hann hefur í sumar lagt stund á rann- sóknlr á möguleikum slíkra veiða. „Gott að læra hagfræði við Augsborgarháskóla" Ámi Gunnarsson, fæddur 9. des. 1969. Hagfræði í Augsburg, Þýskalandi. Lauk stúdentsprófi af viðskipta- og tölvufræðibraut í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í júni 1988. MYND OG TEXTI: ÞÓRDlS E. ÁGÚSTSDÓTTIR rni Gunnarsson er nú að hefja annað námsár sitt í hagffæði við háskólann í borginni Augsburg (der Universitat Augsburg) en Augsburg er 250 þúsund manna borg í héraðinu Bayern í Suður-Þýskalandi. Árni tók inntökupróf í háskólann í lok október 1988. Þetta var próf í þýsku sem haldið er fýrir alla útlendinga sem vilja nema í Þýskalandi. Árni hafði lært þýsku bæði í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í þrjú ár og einnig hafði hann dvalið á þýsk- um bóndabæ í þrjá mánuði sumarið 1986. Árni segir að próf þetta sé nokkuð þungt en að hann hafi farið til Þýskalands einum mánuði áður en hann átti að taka það til að komast aftur inn í tungumáhð. Hann náði svo prófinu í heild sinni og hóf nám í hag- fræði. Hagfræðinám við háskólann í Augsburg tekur fjögur til fimm ár og skólaárið stend- ur yfir frá enduðum október til loka júlí- mánaðar. Námið er þannig uppbyggt að fýrstu tvö árin fer ffam grunnnám í al- mennri hagfræði en síðan velja nemendur milli þriggja faga, velja annaðhvort rekstr- arhagfræði, þjóðhagfræði eða hagffæðilega félagsfræði. Fyrstu tvö árin læra nemendur hin ýmsu fög, svo sem stærðfræði, rekstr- ar- og þjóðhagsfræði, bókfærslu, tölfræði, tölvufræði, félagsffæði, sálfræði, markaðs- fræði og inngang að lögfræði, þá til dæmis ýmislegt í sambandi við atvinnuréttindi og atvinnuhagræðingu en einnig lögfræði er tengist viðskiptum sérstaklega. Árni ætlar að fara í rekstrarhagffæði eftir fýrstu tvö árin. Hann mun þá læra almenna rekstrarhagffæði en velur sér auk þess þrjú sérfög. Valið stendur um sjö fög: opna hagffæði, markaðsffæði, skattffæði, endur- skoðun, fjármögnun og bankaviðskipti, rannsóknir á fyrirtækjarekstri og svo stjórnun og skipulag fýrirtækja. Á síðasta ári velja nemendur síðan sérgrein sína og í tengslum við hana skrifa þeir lokaritgerð- ina. Þeir velja þá lögffæði, stærðffæði, sér- nám í þjóðhagffæði, sérnám í félagslegri hagffæði eða almenna félagslega hagffæði. Þeir nemendur sem velja þjóðhagffæði eða félagslega hagfræði ganga í gegnum svipað nám, sum fögin eru gegnum gang- andi þau sömu í öllum þremur deildunum en svo eru sérstök fög fýrir hverja deild. Tímasókn er ekki mjög mikil í háskólan- um eða um tuttugu tímar á viku. Hvert fag er kennt nokkrum sinnum á viku á mis- munandi tímum og af mismunandi kenn- urum þannig að nemendur geta hannað sína stundaskrá sjálfir. Árni segir námið vera nokkuð strangt og mikla síun vera milli ára og þá sérstaklega á fyrstu tveimur 32 VIKAN 21.TBL. 1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.