Vikan


Vikan - 19.10.1989, Blaðsíða 39

Vikan - 19.10.1989, Blaðsíða 39
FROÐLEIKUR alla út af stofú sinni nema drenginn. Hann bað hann um að taka upp bækurnar og sýna sér orðin sem hann ætti að læra fýrir næsta tíma. í bókinni var listi yfir tuttugu orð og sagði hann drengnum að lesa þau yfir og segja þau síðan eitt af öðru. Hann las orðin, lét firá sér bókina og mundi þrjú orð. Árangurinn var greinilega ekki upp á marga fiska. Sérfræðing- urinn spurði drenginn hvort hann ætti einhverja uppáhalds- bíómynd. Og hann leit upp til vinstri og svaraði glaðlega: „Star Wars.“ „Og áttu einhverja uppá- haldspersónu í myndinni?" „Wooky.“ Hann bað drenginn um að lýsa einhverju skemmtilegu atriði úr myndinni og drengur- inn lýsti einu atriðinu mjög nákvæmlega, þar sem Wooky var að tefla. Hann mundi eftir umhverfinu, hvað persónurnar sögðu, í hvaða fötum þær voru og hvernig þær höguðu sér. Það var greinilega ekkert að minninu heldur var það ekki nýtt á réttan hátt. Sérfræðing- urinn bað drenginn um að sjá fyrir sér Wooky og láta hann opna munninn. Drengurinn leit upp til vinstri og kinkaði kolli. „Ég sé hann.“ „Líttu nú í bókina og láttu fyrsta orðið upp í Wooky." Drengurinn kinkaði kolli. „Búinn.“ „Láttu nú næsta orðið upp í hann ... þriðja... fjórða ... fimmta... sjö ...“ „Bíddu, bíddu, munnurinn er orðinn fúllur." „Láttu hann loka munnin- um, kyngja orðunum og opna munninn aftur tóman. Settu síðan næstu fimm orð upp í hann, eitt af öðru.“ Eftir að öll orðin voru kom- in upp í Wooky bað hann drenginn um að loka bókinni, sjá fýrir sér Wooky með opinn munninn og fýrstu fimm orðin uppi í sér. Og þannig taldi drengurinn upp öll orðin tuttugu í réttri röð. Sérffæð- ingurinn beygði sig niður að drengnum og hvíslaði: „Villi, veistu að ég var að kenna þér að svindla." Drengurinn horfði í kring- um sig og hvíslaði ákafúr á móti: „Neiii, er það?“ ,Já, og þú mátt engum segja. Þetta verður leyndarmálið okkar, lofarðu því?“ ,Jahá.“ Drengurinn hefur ekki þurft aðstoð sérffæðinga eftir þetta og er núna fýrirmyndarnem- andi í stafsetningu. Foreldrarn- ir og kennarinn urðu yfir sig ánægð og fúrðu lostin yfir árangrinum og skilja líklega aldrei hvað varð um „minnis- leysið“. Ef þú vilt gera tilraun á heimilisfólkinu, vinum eða vandamönnum skaltu ekki segja þeim hvað þú ert að gera fyrr en þú ert búinn að gera til- raunina. Flestir hafa tilhneig- ingu til að fara í varnarstöðu því þeir halda að þú sjáir hvað þeir hugsa þegar þú sérð að- eins hvemig þeir hugsa. Fólk reynir að horfa beint og hreyfa augun sem minnst og ef þú lendir í því er besta ráðið að gera spurningarnar flóknari. Því flóknari sem spurningarnar eru því erfiðara er að hreyfa augun ekki. Ef þú spyrð t.d. „Hvernig eru augun í móður þinni á litinn?“ og viðkomandi horfir beint og svarar „Blá“ án þess að hreyfa augun, spurðu þá „Hvernig eru augun í föður þínum á litinn?" og hinn svarar „Blá“ án þess að hreyfa augun, spurðu þá „Hvort eru augun í föður þínum eða móður dekkri?" Greinarhöfundur spurði eitt sinn konu hvaða lit- ur væri á teppinu í skottinu á bílnum hennar og hún svaraði án þess að hreyfa augun. Hann spurði þá hvort hún myndi eft- ir einhverjum blettum í tepp- inu í skottinu og þá stóðst hún ekki mátið og horfði upp til vinstri. Ef þú átt barn og hefur geng- ið úr skugga um hvemig augna- mynstur þess er getur þú séð hvort það segir satt eða ekki. Ef þú spyrð t.d. „Hvað gerðir þú í kvöld?" og það lítur upp til hægri og segir „Við Nonni vorum á bak við skólann að leika okkur" þá veist þú að það er ekki sannleikanum sam- kvæmt því barnið er að búa til mynd í huganum. Næst þegar þú horfir á sjónvarpið taktu þá eftir augnhreyfingum þeirra sem eru í viðtali. Stjórnmála- menn horfa mikið upp til hægri (sjóntilbúningur). Hvað þýðir það? Fyrir þá sem vilja fræðast nánar um táknmál augnanna og NLP-tæknina stendur Fræðslumiðstöðin Æsir fyrir námskeiði í hugarþjálfún sem kallast Hugefli. Greinarhöf- undur er NLP practitioner og leiðbeinandi í hugarþjálfun. Eftirfarandi er listi yfir spurningar sem fá augun til að hreyfast í tiltekna átt: Upp til vinstri (sjónminni) Hvað var það fyrsta sem þú sást þegar þú vaknaðir í gœrmorgun? Hvað áttu mörg skóþör? Hvað eru margar tölur á uþþáÍMldsfrakkanum þínum? Upp til hægri (sjóntilbúningur) Hvemig myndir þú líta út frá hinum etida herbergisins? Hvemig myndi bleikurfill með Jjólubláar doþþur líta út? Hvemig heldurþú að besti vin- ur þinn líti út þegar hann verður hundrað ára? Niður til vinstri (íhugun) Hvað segirðu oft við sjálfan þig? Farðu með faðimorið. Hvað ertu að hugsa núna? Beint til vinstri (hljóðminni) Hvemig heyrist í vekjaraklukk- unniþinni? Hvað var það fyrsta sem þú sagðir í gœr? Hvemig er laglínan í uþþhafi fimmtu sinfóníu Beethovens? Beint til hægri (hljóðtilbúningur) Hvemig hljómar nafnið þitt afturábak? Hvemig er hljóðið ef fugla- söngur breytist t lófaklaþþ? Hvemig myndi heyrast íþér ef þú talaðir eins og kona (karl)? Niður til hægri (tilfinning) Hvemig tilfmning er að strjúka ketti afturábak? Hvemig er að vera hamingju- samur? Hvemig er að stökkva ofan í ískalda sundlaug? 21.TBL. 1989 VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.