Vikan - 19.10.1989, Blaðsíða 40
SNYRTING
Vehwnæring fyrir hár eg húð
sem þú getur útbúið sjáK
Kaldir vetrarvindar eru
farnir að blása um landið
og hafa ill áhrif á líkama
og sál, að ekki sé minnst á
húð og hár.
Hvað er hægt að gera til
að hressa upp á útlitið
með litlum tilkostnaði?
Ýmislegt, ef að er gáð. Hér
eru nokkrar uppskriftir að
næringu fyrir húð og hár,
sem hentar vel á veturna.
Það eina sem til þarf-fyrir
utan hráefnið - er að gefa
sér dálítinn tíma til þess
arna. Hefurðu hvort sem
er nokkuð skemmtilegra
að gera í þessu leiðinda
veðri en að vera góð við
sjálfa þig?
Hunang og egg
fyrir húðina
Pað er ekki kuldinn einn
sem heíur vond áhrif á húðina
á veturna heldur einnig raka-
skortur; þurrt loft rænir rakan-
um úr líkamanum. Til að vinna
á móti þessum þurrki er mælt
með að setja á sig rakamaska
tvisvar í viku: Blandið tveim
teskeiðum af hunangi saman
við eina eggjarauðu og berið á
andlitið. Látið vera á í 20 mín-
útur, hreinsið þá af með volgu
vatni.
Jurtabætt
gufumeðferð
Til að hreinsa og róa húðina
yflr vetrarmánuðina er mælt
með „gufutjaldi". Fyllið pott af
vatni og látið það sjóða. Setjið
lófafylli af kamillu eða jurtatei
út í. Takið pottinn af hitanum
og látið laufln liggja í fimm
mínútur. Setjið þá handklæði
yfir höfuðið og pottinn, eins
og tjald, og látið gufuna leika
um andlitið í 15 mínútur. Að
lokum er andlitið skolað upp
úr köldu vatni.
Mjólk og kálvökvi
fyrir mjög þurra húð
Sé húðin í andlitinu mjög
þurr er mælt með að borin sé
nýmjólk á andlitið með bóm-
ull - til að hreinsa húðina án
þess að fjarlægja um leið nátt-
úrulega og verndandi fitu úr
henni. Einnig er gott að róa
flagnaða vetrarhúð með kæl-
andi vökva úr dökkgrænum
kálblöðum: Sjóðið blöðin í
vatni, látið kólna og síið.
Geymið vökvann í ísskápnum
og berið hann á með bómull
eftir þörfúm.
Lýsi á þurru blettina
Velgið tvær eða þrjár mat-
skeiðar af lýsi eða ólífúolíu,
berið þunnt lag á þurra bletti í
andlitinu og látið vera á yfir
nótt.
/f
Heimatilbúin sápa
Sumum finnst húðin ekki
hrein nema hún sé þvegin
með sápu en venjuleg sápa
þurrkar of mikið og hér er því
uppskrift að góðri vetrarsápu:
Bræðið, yfir vatnsbaði, tvö stk.
af mjög góðri glycerine-sápu,
bætið í um 30 grömmum af
salvíu (helst ferskri), 8 drop-
um af ólífúolíu og 1 matskeið
af bran. Hellið blöndunni í tvö
pappírsmót fyrir bollakökur
og látið þau vera í bollaköku-
móti. Látið blönduna harðna.
Salvía er náttúrulegur svita-
lyktareyðir og dregur húðina
saman, bran hjálpar til að
hreinsa burt dauðar húðffum-
ur.
Glansandi hár
Gætið þess að nota ekki
næringu of oft ef hárið er að-
eins Iítillega þurrt eða
skemmt. Hafi hárið misst gljá-
ann en virkar samt sem áður
feitt er gott að greiða sítrónu-
safa í það.
Gegn feitu hári
Það getur aukið á fituna í
hársverðinum að vera alltaf
með húfú eða hatt. Til að
koma í veg fýrir að fitan verði
of mikil er mælt með að gera
ferskar apríkósur að mauki í
blandara, sía safann frá, bera í
hársvörðinn og láta vera á í
tvær mínútur, hreinsa síðan
vel og vandlega. Þetta varnar
fitumyndun um leið og það
veitir hárrótinni raka.
Næring fyrir hárið
Mestu vandræðin með hárið
á veturna er þurrt hár og raf-
magnað hár. Hvort tveggja má
leysa með því að binda nátt-
úrulega rakann í hárinu. Til að
næra hárið og losna við raf-
magnið er hálfúm, vel þrosk-
uðum og stöppuðum avocado-
ávexti blandað saman við nóg
af sjampói og vatni til að bera
einu sinni í hárið. Síðan er hár-
ið þvegið með sjampói á sama
hátt og vanalega.
Næst er næring sett í hárið
sé það mjög þurrt. Annaðhvort
er þá notuð næring sem keypt
er úti í búð eða heimatilbúin
djúpnæring: 1 egg, 1 teskeið
hunang og 1 teskeið olía (kók-
oshnetu). Þessu er nuddað í
hárið og hársvörðinn, látið
vera á í 20 mínútur og þá
þvegið úr með sjampói.
Hiti og olía er annað sem
gott er fýrir hárið. Setjið nóg af
hreinni grænmetisolíu í hárið;
vefjið síðan heitu handklæði
(beint úr þurrkaranum) um
höfúðið — eða plastþynnu - til
að líkamshitinn haldist inni.
Hafið á hárinu í 30 mínútur;
þvoið síðan úr með sjampói.
Ein besta næring, sem til er,
sérstaklega fyrir litað hár, er
majónes. Blandið saman um
60 grömmum af majónesi og 1
matskeið af ediki og setjið vel
yfir allt hárið og nuddið var-
lega í hársvörðinn. Setjið filmu
yfir hárið og setjist undir hár-
þurrku eða notið handþurrku.
Látið blönduna vera í hárinu í
eina klukkustund ef þið látið
það þorna af sjálfsdáðum.
Edikið hjálpar þeim efnum að
virka í majónesinu sem gera
hárið silkimjúkt.
Bjór við
rafmögnuðu hári
Bjór er góður til að slétta
rafmagnað og úfið hár. Látið
bjórinn standa, hellið honum
síðan í úðabrúsa og úðið hon-
um yfir nýþvegið hárið á með-
an það er enn vott. Þurrkið
hárið með lágt stilltum blásara
og þá verður það slétt og við-
ráðanlegt — og lyktar ekki af
bjórnum.
Annað ráð við sama vanda
er að blanda 1 eggi og 2 te-
skeiðum af stöppuðum avo-
cado-ávexti eða sesamolíu út í
hárnæringuna. Nuddið blönd-
unni í hárið, setjið álpappír
yfir og látið vera í hálftíma.
Þvoið þá úr með sjampói á
vanalegan máta.
38 VIKAN 21.TBL. 1989