Vikan - 19.10.1989, Side 44
5NYRTIMC5
Nýjasta kremið í brjóstalín-
unni, Multi-Tenseur Buste,
sem hefur jafnvel bætandi
áhrif á lögun brjóstanna.
t •
Áburðurinn eru borinn á
með sérstökum bursta sem
orvar húðina um leið og efn-
eru borin á hana.
Krem fyrir
brjóstin
TEXTI:
BRYNDlS KRISTJÁNSDÓTTIR
Frá Clarins snyrtivörufyrir-
tækinu hefur verið til sér-
stakur áburður og efni sem
sérstaklega er ætlað brjóstun-
um, áburður sem hefur þau
áhrif að styrkja, þétta og mýkja
húðina á bringu og barmi.
Nýverið kom á markaðinn
kærkomin viðbót frá Clarins,
en það er Multi-Tenseur Buste
sem kalla mætti brjóstastyrk-
ingaráburð. Áburðurinn er í
hlaupformi sem gengur fljótt
og vel inn í húðina. Áhrifin
sem hlaupið á að hafa eru þau
að húðin verður stinnari og
styrkari, þannig að hann hefúr
bætandi áhrif á lögun brjóst-
anna. Auk þess sem áhrifin
vara í nokkurn tíma þannig að
hlaupið hefur í sér fyrirbyggj-
andi verkun og getur því hjálp-
að tif við að sporna á móti sigi
húðvefjanna sem halda brjóst-
unum.
Regluleg umhirda
húðarinnar
á brjóstum og bringu
Til að brjóstin haldi fallegri
lögun sinni sem allra lengst og
barmurinn sé sem fallegastur,
þá mæla þeir hjá Clarins með
því að hugsað sé jafhvel um
þennan líkamshluta og andlit-
ið. Tvisvar í viku á að hreinsa
húðina á bringunni að höku
með sérstöku skrúbb-kremi.
Þetta hreinsar burt dauðar
húðfrumur, hefúr örvandi
áhrif á húðina og býr hana
undir að taka betur við áfram-
haldandi meðferð. Á morgn-
ana er mælt með að borið sé
mýkjandi krem á brjóstin, auk
nýja Multi-Tenseur Buste. Á
kvöldin, áður en lagst er til
svefns, er styrkingarkrem bor-
ið á brjóstin. Án efa finnst sum-
um þetta nokkuð mikil vinna —
en er ekki til mikils að vinna?
Japanski fatahönnuðurinn
Kenzo hefúr fetað í fót-
spor margra annarra
þekktra hönnuða og búið
til eigið ilmvatn. Ilmvatnið
nefnir hann Kenzo og segir að
það sé fyrir Kenzo-konuna.
Kenzo er fæddur í Japan,
hann ferðast mikið og starfar í
París. Um fatnað hans og tísku
hefúr verið sagt að þar megi
alltaf sjá gleði, mýkt og bros.
Það þótti óumflýjanlegt að
hann myndi einn góðan veður-
dag skapa sinn eigin ilm en til
þess að svo mætti verða varð
hann fýrst að þjálfa þefskynið.
Vestur- og Austurlandabúar
hafa ekki sömu skoðun á því
hvemig ilmvatn á að vera og
heimsmaðurinn Kenzo þekkir
skoðanir beggja. Hann bjó til
ilmvatn sem hinn austræni
jafnt og hinn vestræni heimur
þekkir; blómailm í blóma-
flösku - léttan en um leið
óræðan ilm með ávaxtakeim.
Undirstaða ilmsins er eik-
armosi, blandaður vanillu og
ilmi hvítra írisa. Bakgrunnur er
sedrusviður, gerður sætari
með léttum sandalviði, skvettu
af ambri og agnarlitlu af mosk-
usi. Aðalilmurinn er samruni
magnolíu, gardeníu, rósa og
jasmín - og það sem kemur á
óvart eru ferskjur og sveskjur.
Sá ilmur sem finnst fýrstur er
ilmur sítrusávaxta ásamt kardi-
mommum og koríander-
kryddi. Þessi angan blóma,
ávaxta og krydds er í ákaflega
fínlegri flösku sem að lögun
minnir á steinvölu. Hún er úr
sandblásnu gleri - líkt og út-
hafsöldur hafi leikið um hana.
Tappinn er rósaafbrigði - ein
útsprungin rós á Eau de Toil-
ette, tvær á ilmvatnið sjálft.
Henzo - ilmur
- sem á við jafnt sumar sem vetur
Kenzo ilmvatnið er í sandblásinni flösku og tappinn er blóm
— eitt blóm á ilmvatnsflöskunni, tvö blóm á Eau de Toilette.
42 VIKAN 21.TBL. 1989