Vikan - 08.12.1938, Blaðsíða 3

Vikan - 08.12.1938, Blaðsíða 3
Nr. 4, 1938 VIKAN 3 Jökull Bárðarson. T ÖKULL Bárðarson var af ætt Ingi- “ mundar gamla, sonur Bárðar Jökuls- sonar Ingimundarsonar. Hann var bróðir Ásdísar á Bjargi, móður Grettis Ásmunds- sonar. Samkvæmt Grettissögu virðist hann hafa búið í Tungu í Vatnsdal um 1014. I Grettissögu er honum lýst á þessa leið: Jökull var mikill maður og sterkur, og hinn mesti ofsamaður, hann var siglingamaður og mjög ódæll, en þó mikilhæfur maður. Þar er einnig sagt frá því, að Grettir gisti hjá Jökli og kvað sér hug á að fást við Glám, en Jökull letur hann þess, en ekkert tjóar, og segir, að sitt er hvað gæfa og gjörfuleiki. Grettir spáir honum hrakspár, en Jökull svarar: ,,Vera kann at vit sjáum báðir nokkut fram, en hvárgi fái við gjört.“ Jökull var drepinn af Ólafi helga og mönnum hans 1030, vegna þess, að Jökull hafði fylgt Hákoni jarli 1028, elt Ólaf helga og tekið skip hans. Prá atburðum þessum eru til tvær vísur eftir Jökul. Önn- ur er sennilega ort 1028 í aðförinni að skipum Ólafs helga, því að hún er um þann atburð. Þó gæti hún verið ort skömmu seinna, meðan atburðurinn var ferskur í minni hans. í Ólafs sögu helga er sagt frá þessum atburði: Þegar Hákon jarl hafði tekið skip kon- ungs, voru menn hlutaðir til skipstjómar. Sá maður var með jarlinum, er nefndur er Jökull, íslenzkur maður, sonur Bárðar Jökulssonar úr Vatnsdal. Jökull hlaut að stýra Vísundinum, er Ólafur konungur hafði haft. Jökull orti vísu þessa: ,,Hlaut ek frá Sult, — en sæta,“ o. s. frv. Frá atburðinum, sem er til gmndvallar hinni vísunni er einnig sagt í Ólafssögu helga. Jökull varð fyrir liði Ólafs konungs og várð handtekinn á Gotlandi, og lét kon- ungur hann til höggs leiða, og var vöndur snúinn í hár honum og helt á maður. Sett- ist Jökull niður á bakka nokkurn. Þá réð maður til að höggva hann; en er heyrði hvininn réttist hann upp og kom höggið í höfuð honum, og var mikið sár. Sá kon- ungur að það var banasár. Bað konung- ur þá hætta við hann. Jökull sat upp og orti þá vísu: „Svíða sár af mæði, setit hefk opt við betra; und’s á sús sprændi ótrauð legi rauðum; byss mér blóð úr þessi ben; ték við þrek venjask; verpr hjalmgöfigr hilmir heiðsær á mik reiði.“ Karl Isfeld, blaðamaður, gerir grein fyrir tveimur, merkum forníslenzkum skáldum, sem fæstir munu þó þekkja mikið til. Það er erfitt að öðlast samfellda og skýra mynd af skáldinu og manninum Jökli Bárðarsyni, af þesum snöggu leift- urmyndum. Orð Grettissögu, að hann hafi verið „ofsamaður“ og „mjög ódæll“, virð- ast mér of ríkt á kveðin. Þau orð, sem Grettissaga leggur honum í munn, eru svo hógvær, að helzt minnir á Ingimund gamla föðurafa Jökuls. Hann letur Gretti stór- ræðanna, og getur hann raimar hafa verið „ofsamaður“, þó að honum ofbyði skap- ferli Grettis. En þegar Grettir svarar hon- um af þjósti og spáir honum hrakspár, verður honum ekki annað að orði, en þetta hógværa og prúðmannlega svar: „Vera kann, að við sjáim báðir nokkuð fram, en hvárgi fái við gjört.“ Skýrast má greina manninn af vísunum, sem hann hefir ort. Vísan, sem fyr er ort er frásögn af því, er hann hlaut að stýra Vísundinum, skipi Ólafs helga, og að hann búist við óveðri á skipið. Mér er ekki grunlaust, að undir þessari óveðursspá hans, búi uggur hans um það, að hann eigi eftir að hljóta þess makleg málagjöld. Hann veit, að sá, sem stýrir skipi konungs sjálfs, muni ekki þurfa griða að biðja, ef konungur megi hefndum við koma. En í vísunni er ekkert oflátungshjal eða sigurhreimur yfir því að hafa hlotið þann frama að stýra konungs- skipinu. Þá er mjög lýsandi frásögn Ólafssögu helga af því, er hann rétti sig upp, er hann heyrði hvininn af sverðinu yfir höfði sér. Það er víkingshugur og stórlyndi í Jökli. Þetta er síðasta viðnámið, og svínbeygður vill hann ekki bíða bana. Vísan, sem Jökull yrkir við þennan at- burð, er bæði skáldleg og spakleg. Fyrsta ljóðlínan er lýsing á því, hvernig högum hans er nú komið. Sár hans svíða honum af þreytu og blóðmissi. Þá minnist hann þess, sem mörgum mun verða á slíkri stund. Hann rekur upp fyrir sér í flugsýn þá daga, er hann átti bezta, því að eftir skamma stund, hefir hann ekki færi á því framar. Þá notar hann sögnina „bysja“ (streyma) á skáldlegan hátt. Það er líkt og straumniður heyrist í hljómi orðsins, sem veldur því, að lesandi, hverrar aldar sem er, sér blóðið streyma úr gapandi höfuðsári hans. Á banastundinni tekst hinu aldna skáldi að kveða sér svo myndarlega hljóðs, að rödd hans heyrist fram um aldirnar. Ottarr svarti. T TM ætt Óttars svarta vita menn ekki annað en það, að hann var systurson Sighvats skálds Þórðarsonar. Föðurnafn hans er óþekkt. Hann hefir sennilega farið ungur utan. Menn halda, að hann hafi fyrst verið með Sveini tjúguskegg, og ver- ið skáld hans. En hafi hann ort nokkuð um Svein, þá er það kvæði, eða þau kvæði glötuð nú. Fyrst vitum við um hann nokk- umveginn með vissu, við hirð Ólafs Svia- konungs árið 1017—18. En við vitum ekki hversu lengi hann hefir þá verið búinn að dvelja þar. Með Ólafi Svíakonungi voru þá tvö íslenzk skáld, Gizur svarti og Óttarr svarti, og áttu þeir hlut að því, að bera friðar og sættarorð milli Ólafs helga Nor- egskonungs og Ólafs Svía-konungs. Heimskringla segir, að þeir hafi verið mjög handgengnir konungi, því að þeir voru máldjarfir og sátu oft um daga fyrir hásæti, og hafði konungur skemmtan af. Óttar var með Ólafi Svíakonungi til 1022, en þá dó Ólafur. Ástríður dóttir Ólafs Svía-konungs var gefin Ólafi helga árið 1019. Óttari virðist hafa verið vel til Ást- ríðar, því hann er sagður hafa kveðið til hennar kvæði eða mansöng. Það kvæði mun sennilega ort fyrir 1019, áður en hún giftist. Þegar Óttar eftir lát Ólafs Svía- konungs, kom til Noregs og fann Ólaf helga við Sóleyjar, lét konungur varpa honum í f jötra sakir kvæðisins. Sighvatur frændi Óttars var þá með konungi. Hann fór um nótt til myrkvastofunnar að hitta Óttar. Hann spyr hversu honum líkaði. Óttar svarar og segist oft hafa verið kát- ari. Sighvatur biður hann kveða kvæðið. Óttar gerði það. Sighvatur sagði, að það væri eigi að undra þótt konungur reiddist slíku, því að kvæðið var mjög ort, svo að hélt við væningar, og réði Óttari að snúa þeim vísum, sem mest voru ákveðin orð í kvæðinu. Síðan skyldi hann yrkja annað kvæði um konunginn. Óttar gerði svo og

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.