Vikan - 08.12.1938, Blaðsíða 11

Vikan - 08.12.1938, Blaðsíða 11
Nr. 4, 1938 VIKAN 11 Joan hafði staðið við orð sín. Hún hafði fengið atvinnu í London, bjó í matsölu- húsi og hafði verið að heiman í heilt ár, þó að móðir hennar væri margsinnis bú- in að skrifa henni og biðja hana um að koma heim. En það var tvennt, sem Joan hafði ekki athugað: heimþráin og vorið! Það, sem hvatti hana til heimferðar var minningin um útsprungnar rósir. Hún sá í anda gamla heimilið, notalegu svalirnar, stóra garðinn, ána, sem rann fram með bænum, og hvernig vepjurnar flugu yfir engin. Hún þráði ilminn af eplatrjánum, sem stóðu í blóma, og gljákvoðuilminn eftir vorhrein- gerningarnar. Hún þráði Elsie, Lindy og móður sína. Heimþrá hennar varð svo mik- il, að henni fannst hún verða að leggja út í háskalega fyrirætlan, þegar tók að líða að hálfsmánaðar- fríinu. Nú hafði hún lokið því. Hún var trúlofuð ■—• það er að segja — hún átti engan unnusta. Það var nóg að hafa hringinn. Hún hugs- aði sem svo: Ég þarf ekkert annað en að hafa trúlofunarhring á hend- inni, þá halda allir, að ég sé trúlofuð, og þá er allt í lagi. Þegar ég kem aftur til London, get ég skrifað þeim, að ég hafi slitið trúlofun- inni. Hún hafði keypt sér eina dós af makrón- um til miðdegisverðar, og þegar hún var kom- in heim í matsöluhúsið, setti hún á sig litla, köf 1- ótta svuntu, tók skaft- pottinn í hönd og fór niður í litla eldhúsið, sem alhr íbúar matsölu- hússin höfðu aðgang að. En þegar hún opnaði dyrnar á eldhúsinu, sá hún, að einhver annar hafði orðið á undan henni. Það var listmál- arinn, hr. Browne, sem hafði stóru vinnustof- una á efstu hæð. Hann var stillilegur, óframfærinn, ungur maður, sem var ekkert að skipta sér af því, sem honum kom ekki við. Joan þekkti hann ekkert — þau heils- uðust varla. Þess vegna bað hún afsökun- ar og ætlaði að snúa við, en hann opnaði dyrnar og sagði: — Fyrirgefið þér, ungfrú — ungfrú Crewe, þér megið ekki fara. Ég er að verða búinn. Joan fór aftur inn. Þarna stóð hann, hár og grannur, og beygði sig yfir pönnu, með tveimur ljósrauðum pylsum, sem brákaði og brast í. Hann stakk í þær með gaffh. — Þér eruð alvel að byrja, sagði Joan, og þreif snöggt í handlegginn á honum. — Almáttugur, hrópaði hún, — þér megið ekki stinga svona í pylsurnar og velta þeim um alla pönnuna. Pylsur eiga að liggja kyrrar. — Það er kannske þess vegna, sem þær fara æfinlega í sundur hjá mér —. — Já, það mætti segja mér það,“ sagði Joan. — Látið þér mig nú fá gaffalinn og ég skal-------! — Hvað erum við búin að vera trúlofuð lengi ? — Gaf ég yður þenna ljóta hring? Hve nær? Joan vellti pylsunum gætilega á pönn- unni yfir gasloganum. — Það var ágætt að þér komuð, sagði hann feimnislega. — Ég hefi ekki talað við manneskju í þrjá daga. — Hvernig stendur á því? Þekkið þér engan? — Jú, en ekki í London. Ég á heima í sveit. — Er það? Það á ég líka. Eruð þér ekki listmálari? — Jú. — Hvað máhð þér? — Mest fugla. Ég ætla að mála stórt málverk af fuglum og er nú að athuga fuglana hér í London. Þegar ég hefi lokið því, fer ég upp í sveit aftur til þess að mála strandfugla, sjávarfugla, vepjur og svo framvegis. Langar yður til að sjá rissið ? — Já, mig langar til þess. En það verð- ur þá að vera í kvöld, því að ég fer snemma á morgun. Ég fer heim til Norfolk. — Við skulum þá koma upp og skoða rissin. Hann staldraði við. — Væri það mögulegt — ég á við, hvort við gætum ekki borðað kvöldmat sam- an uppi hjá mér? — Jú — ágætt! sagði Joan. — En eigið þér nóga bolla og diska, því að ann- ars get ég náð í mína? — Nei, ég á nóg *leir- tau — en minna af mat. Hann horfði hugsandi á pylsumar. — Þetta- verður nóg, sagði Joan hlæjandi. — Þér eigið pylsur og ég makrónur. Ef við skipt- um þessu, verður það nóg. Pylsurnar og makrón- urnar voru brátt soðnar, og þau fóm með það upp stigana inn í vinnustofuna. Hann gekk á undan, svo að Joan notaði tækifærið til að athuga hann. Hann var ekki nálægt því eins grannur eins og henni hafði fundizt fyrst í stað. Henni fannst vera eitthvað víkingslegt við hann. Hún brosti, þegar henni datt í hug víkingur með skaftpott, hlaupandi upp stiga í ný- tízku húsi í London. Hann opnaði dyrnar með fætinum og fyrir Joan blasti langt herbergi, þar sem var mjög lágt undir loft. 1 loftinu vom tveir stórir og breiðir gluggar. Veggirair vom gulir og á þeim hengu á víð og dreif riss af fuglum. Joan lagði pönnuna með pylsunum á borðið innan um htarbelgi, terpentínu- glös og pensla og hljóp að myndgrind, sem á var riss af fimm spörfuglum, sitj- andi á þakrennu í rigningu. — En hvað þeir em yndislegir! sagði hún. — Við skulum borða fyrst, svaraði hann, — síðan getum við skoðað fuglana. Þau skiptu pylsunum og makrónunum og drukku te með kexi og glóaldinmauki á eftir. — Þessi þarna er ekki góður, sagði Joan og benti á riss af vepju. — Hvað er að honum? Segið þér mér það. Ég hefi aldrei athugað þá sjálfur. Þetta er riss eftir fyrirmynd á safni. Framh. á bls. 17.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.