Vikan - 08.12.1938, Blaðsíða 19
Nr. 4, 1938
VIKAN
19
Anker Larsen:
Blém, sem enginn tínir
BARNASAGA
1_I ANNES litli skauzt út fyrir skóla-
* * hliðið með bókatöskuna sína á bak-
inu. Hann nam staðar og skimaði í kring
um sig eftir Stínu vinstúlku sinni. En rétt
í því bar að mann, sem vatt sér að hon-
um og spurði:
— Þykir þér gaman að ganga í skóla?
— Já, svaraði Hannes, árvakur og
dugnaðarlega.
Nú hefði maðurinn alveg eins getað
spurt sem svo: Er ekki svartur blettur
á tungunni í þér, karlinn?
Þá mundi Hannes hafa sett dreyrrauð-
an og sagt, feiminn og vandræðalega:
— Jú.
En maðurinn hefði líka getað spurt
eitthvað á þessa leið:
— Þykir þér virkilega gaman að ganga
í skóla?
Og þá mundi Hannes litli hafa svarað
honum djarfmannlega og glaður í bragði:
— Já.
En maðurinn átti hreint ekki við neitt
sérstakt með spurningu sinni. Hún gat al-
veg eins þýtt: góðan daginn, drengur
minn, eða sitthvað og eitthvað allt ann-
að. Samvizkusemin og sektarjátningin
gátu snúið sér til veggjar og sofið lengur!
Skammt frá stóð annar skóladrengur
með skólatösku sína og beið eftir Hannesi
og Stínu.
— Þykir þér gaman að ganga í skóla?
spurði maðurinn drenginn — og drengur-
inn svaraði vöflulaust, í algerðu hugsun-
arleysi:
— Nei!
Maðurinn nam staðar, benti á Hannes
og sagði:
— Þessum litla dreng þykir gaman að
ganga í skólann — en þér ekki. Af hverju
er það?
— Ætli það sé ekki af því, að hann
kann æfinlega allt, sem við eigum að
kunna. Það hlýtur að vera ósköp gaman
að kunna allt, sem við hinir kunnum ekki
og getum ekki svarað, þegar við erum
spurðir. Enda sefur hann aldrei fram á
borðið, þegar kennarinn ávarpar hann.
Aftur á móti leiðist honum á leikvell-
inum. Þar er hann æfinlega utan við sig.
Hann leikur sér mjög sjaldan með okkur.
— Er það virkilega? spurði maðurinn.
— Já, svaraði drengurinn. Betur vissi
hann ekki — en það var engu að síður —
og nefnilega — ekki satt. Það vissi hann
ekki.
Hannes litli fyrirleit kennslustundirnar
af heilum hug, þó hann sæti þar í sóma og
yfirlæti. Það var bara skyldurækni. Því
var nú einu sinni þann veg farið, að þeg-
ar einhver í bekknum sagði eitthvað vit-
laust, þurfti kennarinn ekki annað en kinka
kolli til Hannesar Utla, til að fá hið eina
rétta svar. Kennarinn beið eftir réttu
svari frá Hannesi litla, bekkjarsystkinin
biðu líka eftir svari hans — og það, sem
meira var: öll sveitin beið eftir því. Brigð-
ist honum einhverntíma bogalistin barst
það hús úr húsi eins og merkur viðburð-
ur: í dag-gataði Hannes.
Nú skundaði hann upp skólatröppum-
ar, trítlaði inn í bekkinn sinn og settist
í sæti sitt með allar bækurnar sínar og
allt sem hann kunni. Hann hlóð upp bók-
unum framan við sig," eins og hann væri
að raða í kringum sig sprengiefni, reiðubú-
inn til að ,,skjóta“ í allar áttir, þegar kenn-
arinn gæfi honum bendingu.
En Hannes litli hafði enga ánægju af
þessu — honum þótti það þvert á móti leið-
inlegt. Ekki þó vegna þess, að hann legði
svo mikið að sér til að kunna meira og
betur en hinir, því honum var jafn létt
um að læra og leika sér. En þrátt fyrir
allt var hann eitthvað utangátta í bekkn-
um. Hann átti enga samleið með bekkjar-
systkinum sínum — hann, sem alltaf var
að yfirbjóða þau í einu og öllu.
En í frímínútunum. Þá átti hann sam-
leið með þeim, í leikjum og bægslagangi.
Aldrei betur en þá.
En drengurinn hélt því fram, að Hannes
ætti enga samleið með hinum börnunum
í leikum. Það var af því, að um það, sem
allt annað, stóð hann skör framar.
Börnin ruddust út um skóladyrnar og
dreifðust yfir leikvöllinn með ópum og há-
vaða og miklu tréklossa-glamri. Það var
ákaflega skemmtilegt. Enginn vissi, hvað
hver sagði. Allir sögðu eitthvað — og allt,
sem var sagt, hneig í einn allsherjar glaum.
I þessum glaumi naut Hannes sín bezt.
Gleðiópin endurómuðu í sál hans með
svo miklum fögnuði, að tunga hans þagn-
aði og hann gat ekkert hljóð frá sér gefið
af einskærri hamingju. Hann gat heldur
ekki hreyft sig úr spori og hafði það á
tilfinningunni, að þannig væri líka ástatt
fyrir hinum börnunum. Hann var með öðr-
um orðum svo innilega hamingjusamur í
leiknum, að hann dróst út úr og lét sér
nægja að horfa á — og naut þess.
Njáll litli hljóp að honum og spurði:
— Hvað ertu nú að brjóta heilann um?
Hannes litli var einlægnin sjálf við allt
og alla og bjóst ávallt við einlægni ann-
ara. Þess vegna svaraði hann spurningunni
eins og honum bjó í brjósti með annari
spurningu:
— Finnst þér það ekki dálítið skrítið,
þegar þú athugar það, að við skulum öll
vera lifandi?
Njáll leit undrandi á hann.
— Mér finnst nú fyrir mitt leyti mikl-
um mun undarlegra ef einhvert okkar væri
ekki lifandi, sagði Njáll og skauzt um leið
inn í hringiðu leiksins.
Hannes horfði á eftir honum. Auðvitað
hafði Njáll nokkuð til síns máls. En samt
sem áður, og þrátt fyrir allt, var það eigi
að síður merkilegt, að við skyldum öll vera
lifandi — á vissan hátt merkilegt. Hann
lötraði út eftir veginum. Háreysti leiksins
raskaði gildi þess undarlega, merkilega —
og hann vildi helzt hugsa um það. Hann
hafði það einhvernveginn á tilfinningunni,
að hann mundi komast að merkilegum
sannindum, ef hann fengi næði til að hugsa
og spyrja út í loftið. Svo leit hann upp og
sá þá fyrir sér stafn á húsi. Þetta var
einkennilegur hússtafn. Hannesi fannst
hann mundi vera að hugsa um eitthvað.
En það var Hannes litli, en ekki hússtafn-
inn, sem hugsaði.
— Þarna stendur þessi stafn fullgerður.
Hann sá alla sögu hans fyrir sér. Hann sá
múrarana koma og leggja undirstöðuna
undir þenna stafn. Svo sá hann þá reisa
stoðir og gangpalla og steypa upp háan
vegg. Hann sá þá draga flagg að húni á
þakinu og segja: Nú er búið að reisa hús-
ið. —
Húsið! Hér var húsið. Nýreist hús, sem
allt í einu stóð hér við veginn og vissi ekki
einu sinni, að áður hafði ekkert hús verið
hér við veginn! Húsið! Honum fannst
hann elska þetta hús. Hann virti það
gaumgæfilega fyrir sér og muldraði:
— Þetta er skólinn!
Hann þekkti þetta hús nógu vel. En
samt sem áður var þetta hús — hús, sem
var notað fyrir skóla. Ef maður reisti nýtt
skólahús einhversstaðar annarsstaðar, þá
mundi þetta þó alltaf vera hús og minn-
ingin um skólann mundi lengi loða við það
og það mundi bera svip skólans.
Hannes leit á ártalið fyrir ofan fordyr-
ið. Það var langt síðan. Ef til vill hafði
hann Guðmundur gamli, sem dó á dögun-
um, unnið við að reisa þetta hús. Sumir
nefndu hann: Guðmund múrara. Hann
hafði þá einhverntíma verið múrari. En
þegar hann hætti að geta gert nokkuð, var
hann nefndur: Guðmundur gamli — en
það var eitthvað múraralegt við hann eigi
að síður. Og þegar hann dó, sögðu menn
bara: Guðmundur er dauður. I himnaríki
nefna þeir hann líklega bara Guðmund, en
sleppa bæði „gamli" og „múrari“. Hvað
var nú Guðmundur þessi eiginlega — þessi
eini og sami Guðmundur, sem nú er kom-
inn til himnaríkis?----------
Og hann sjálfur? Hvað var hann eig-
inlega? Stór skóladrengur.
Og hann gat orðið bóndi, smiður,
malari — eða múrari, eins og Guðmundur
gamli var. En hvað hafði hann verið áður
en hann kom í skólann? Áður en hann gat
sig hreyft og var máli mælandi? Eitthvað
hlaut hann að hafa verið. Og hvað gat
hann hafa verið, án þess að bera svip
skóladrengsins, og án vonarinnar um að
geta orðið smiður, malari, múrari eða eitt-
hvað annað. Hann fann eitthvað „úr“ öll-