Vikan - 08.12.1938, Blaðsíða 6

Vikan - 08.12.1938, Blaðsíða 6
6 VIK A N Nr. 4, 1938 Landvinningastarfsemi Þjóðverja við Norðursjóinn. •• OLDUM saman höfðu norðvestan- stormar og hafrót gert Cuxhaven- búum erfitt fyrir um öruggan lend- ingarstað fyrir fiskibáta sína og flutninga- skip, þangað til að virðulegt bæjarráð þess- arar borgar, sem liggur 100 km. norðvest- ur frá Hamborg, á skaga einum við Norðursjóinn, ákvað árið 1732 að sökkva þrem gömlum skipum skammt frá vík einni og leggja þar með undir- stöðu að brimgarði og skipabryggju. Skipabryggja þessi hefir síðan tekið allverulegum breytingum, en ber enn þann dag í dag nafn eins af skipum þeim, seip var sökkt þar fyrir tvö hundruð árum: „Alte Liebe“. Bryggja þessi er einn vottur um baráttu þá er allir, sem við sjávar- strendur búa, verða að heyja, dag eftir dag og ár eftir ár, ekki einungis í Norðvestur-Þýzkalandi heldur um all- an heim. Hún er þó hvorki merkileg- asti né elzti vottur um þessa baráttu, og má meðal eldri og merkilegri votta um hana nefna allan þann fjölda af smáeyjum, sem liggja frá Hollands-: ströndum alla leið upp að Jótlands-11 skaga. Flestar þessar eyjar sjást á venju- legum uppdráttum af þessum svæðum. Jarðfræðingar telja að eyjar þessar hafi endur fyrir löngu verið landfastar við strendur meginlandsins. Stormar og flóð, lækkun flæðarmáls og önnur umbrot hafa gert land þetta að eyjum. En þó að sjórinn hafi um langan aldur farið þar illa með byggilegt land, hefir hann einnig haldið til streitu árásum sín- um á eyjar og hólma, eftir að menn höfðu fengið sér bólfestu þar. Að sjálfsögðu hafa örlög mannanna á minnstu hólmunum, sem þar eru, eða voru, verið hörðust, enda hefir spunnizt úr sögu þessara Hallig- búa heilt skáldskaparkerfi, ort að miklu leyti af þýzkum skáld- um, sem uppi voru s. 1. öld. Við strendur Norðursjávarins er óviðrasamt — þar hefir fólk háð þyndarlausa baráttu við hinn sleipa Hans“ (der blanke Hans) eins og það nefnir hann á þeim slóðum. Oft hefir það komið fyrir að dugnaður og atorka þessara eyjaskeggja breyttist í örvæntingu og hatur gegn sjón- um, þegar þeir gátu ekkert að gert, er hann rændi frá þeim akurlandi, áveituengjum og bú- stöðum — eða tók þá sjálfa með í hina votu gröf. Þessari mannlegu baráttu mun aldrei linna á meðan sjórinn er annarsvegar og landið hins vegar. Maðurinn stendur á miili þessara höfuðskepna. Hann verður Æskulýðsdeild við skurðgröft. að lúta annarri, en hann getur einnig, með aðstoð annarar, sigrað hina í bili. Hann getur notað sjóinn til þess að bæta rýran búkost á landi með sjávarafurðum og að- fluttum efnum. Hann getur einnig tekið landið, jörðina, í þjónustu sína, til þess að sigrast á sjónum — um stund. Því að sjór- inn mun alltaf heimta sitt aftur. En oft nægir einn unninn sigur í viðureign við sjóinn í nokkra mannsaldra og jafnvel lengur — nægir nokkrum kynslóðum til þess að bæta úr brýnustu þörfum þeirra. Þjóðverjar hafa fyrir nokkru hafizt Fyrsti gróðurinn á nýja landinu. handa til þess að vinna aftur nokkuð af því landi, sem Norðursjórinn hefir tekið af fyrri kynslóðum. Þessir landvinningar útheimta súran svita, óbilandi trú á fram- tíðina og ýtrustu hagsýni. Æskan, bónd- inn, jarðfræðingurinn og verkfræðingurinn verða að vinna saman í einingu til þess að árangur náist. Skyldi þetta borga sig? mundi nú einhver spyrja. Samkvæmt fyrstu áætlun, sem nú er unnið eftir, gera Þjóðverjar sér vonir um að vinna á næstu 30 árum 820 km2 af nytjalandi úr lónunum, sem liggja milli stranda Norður-Slésvíkur og eyjanna Sylt, Föhr, Amrum og Nordstrand, eða svæði, sem er álíka stórt og Strandasýsla (án afrétta). Kostnaður landvinningastarfseminnar á þessu svæði er áætlaður 55 millj. kr. fyrir fyrstu tíu árin, þannig, að hver km2 kostar um 180.000 krónur. Við upphæð þessa bætist seinna kostnaður flóðgarða, vega, brúa og annarra bygginga. Hér er því ekki um að ræða smáupphæðir, en það er ekki heldur lítið, sem fæst í aðra hönd. Því að hver ferkílómeter af þessu nýja landi ber árlega korn handa 2500—3000 manns! Leyfi Norðursjórinn Þjóðverjum að halda áfram starfsemi þessari, mun þar, að 30 árum liðnum, vaxa korn handa 2—3 millj. manna og veita atvinnu þúsundum bænda og nýbýlisbænda, sem fá land þetta til af- nota. Auðvitað geta hvorki einstaklingar né. einstakar lánstofnanir ráðist í slík stór- virki. — Ágóðinn myndi koma svo seint, að þá myndi allt orðið gjaldþrota. Ekki myndi og auðið að tryggja nægilega mikið af ódýrum vinnukrafti til þess að geta framkvæmt slíka áætlun. Til að fá lyft slíku Grettistaki, þarf samtök heillar þjóðar. Eins og kunnugt er, verður sérhver ungur Þjóð- verji að loknu skólanámi að vera y2 ár í þegnskylduvinnu. Tíu til tuttugu þúsund þessara ungu manna vinna stöðugt við strendur Holtsetalands. Kaupið er hagnýt kennsla í þjóðþarfa- málum — og korn handa næstu kynslóðum. Vinna þessi var hafin um síðustu aldamót, en stöðvaðist því næst á stríðsárunum og fyrstu árin eftir stríðið. Átökin urðu því ekki mikil fyrr en

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.