Vikan - 08.12.1938, Blaðsíða 5

Vikan - 08.12.1938, Blaðsíða 5
Nr. 4, 1938 VIKAN 5 S. B. Svipir iir flaalEp liiiim: Pundspakkinn: Sig. Sigurðsson frá Arnarholti. SÍÐAN eru liðin fimmtíu og fimm ár. Póstskipið Laura lá á Reykjavíkur- höfn. Frá skipinu lét stór bátur og stefndi á land. Þenna bát þekktu allir, er sáu. Hann var um margt ólíkur öðrum bátum og var einungis notaður til póst- flutninga milli skips og lands. Dró hann nafn af þessu og var nefndur póstbeljan. I þetta skipti var „beljan“ drekkhlaðin póstpokum og bögglum — en í miðjum bátnum stóð eldri maður og hélt litlum, veiklulegum drenghnokka við hönd sér. Þessi aldni halur var Christjansen skip- stjóri. Póstbeljan lenti og. Christjansen skip- stjóri steig á land og leiddi snáðann við hlið sér upp að pósthúsinu og skilaði hon- um í hendur Ole Finsen póstmeistara — en þar hafði honum verið hugað bráðabirgða- fóstur meðan honum skyldi útvegaður ann- ar og varanlegur dvalarstaður.. Á heimili Finsens póstmeistara var lát- ið vel að drengnum og tókst brátt hin mesta vinátta með honum og Finsens- systkinunum, sem þóttust hafa himininn höndum tekið að ná í strák, sem talaði dönsku og kunni ekkert mál annað. Það var svo gaman að geta ekki skilið hann! En Adam var ekki lengi í Paradís — og strákurinn ekki nema eina viku hjá Fin- sen póstmeistara. Þá hafði honum verið ráðstafað í fóstur til Björns Ólsen, rektors, og madömu Ingunnar í Latínuskólanum. En hann kveið vistaskiptunum, og þegar komið var að sækja hann ríghélt hann sér í pilsfald frú Maríu Finsen og stundi fram þessari hispurslausu bæn um að mega vera kyrr: Jeg vil meget heller være hos den graa Dame — en frú María var í gráum silki- ; kjól. Það, sem fullorðið fólk hefir ákveðið fá lítil börn ekki breytt, hversu sárt, sem þau biðja. — Strákurinn var fluttur upp í Latínuskóla, og þar ólst hann upp. Vegna hrakninga sinna með póstskipinu, flutn- inga í póstbeljunni og dvalarinnar hjá póstmeistaranum — og svo vegna smæðar sinnar — var hann oft síðan nefndur: pundspakkinn. Þeir, sem sjá Sigurð skáld Sigurðsson frá Arnarvatni, þenna háa, þrekna og tröllslega mann, þramma eftir götunni og skyggnast spaklega yfir höfuð hæstu manna, grunar víst ekki, að hann hafi eitt sinn verið nefndur pundspakkinn. En svona var það nú samt — og þetta auk- nefni er honum minnistætt, sem fyrstu kynni af íslenzku fólki. Sigurður er tilorðinn úr ítalskri ást og manni vestan af Mýrum. Hann er fæddur í Kaupmannahöfn 1879. Faðir hans var Sigurður Sigurðsson, adjunkt, er drukkn- aði við þriðja mann á skemmtisiglingu á Viðeyjarsundi. Móðir hans var ítölsk, og kvað hún hafa verið kvenna fríðust. Ann- að vita menn ekki um hana. Sigurður ólst upp í Latínuskólanum og ber hann um fram annað virðingu fyrir minningunni um fóstru sína, madömu Ing- unni. — Hún var svo góð, að hún þrætti fyrir skammastrik, sem hún þó vissi mig sek- an um að hafa gert. Það er líkast til, að hann Siggi minn hafi gert það, sagði hún eitt sinn, þegar fóstri minn sakaði mig réttilega um, að ég hefði brotið rúðu. Þá nefndi hann það ekki framar — því hann leit á móður sína sem óskeikula og um- gekkst hana eins og hún væri keisarafrú- in á Rússlandi. Hann var á marga lund öðrum ólíkur. Einu sinni hafði ég verið að leika mér og kom dauðþreyttur heim. Fleygði ég af mér fötunum sitt í hvora átt- ina og stökk upp í rúmið. En rétt í því að ég var að hreiðra um mig kemur fóstri minn inn, — og hvar sem hann fór varð 40 stiga frost í kringum hann. Hann skim- ar í kringum sig, gengur síðan að rúminu mínu, horfir á mig og spyr: Ætlar þú að verða gentlemaður, eða dóni, Siggi minn. Síðan hef ég gengið frá fötum mínum í röð og reglu á kvöldin. Allt, sem hann sagði í þessum tón var svo hnitmiðað, þrauthugsað og afmælt, að maður hlaut að muna það og gat ekki gleymt því. 1 hugsun og framgöngu var hann í hvívetna framandi og strembinn. Hann var eins og útlendingur búsettur á fínu hóteli allt sitt líf. Hann hafði jafnmikinn ýmigust á of- drykkju og vandrykkju — og allur hans hugsunarháttur var eftir því. Aldrei sá ég á honum vín, en hann drakk vín á hverj- um degi og átti aldrei minni vínbirgðir en svo, að hann hefði fyrirvaralaust getað boðið hundrað manns í veizlu. Er ég hafði lokið stúdentsprófi stakk fóstri minn upp á því við mig, hvort ég vildi ekki verða lyfsali. Benti hann á að hér væri öll lyfjaverzlun í höndum Dana, sem dveldu hér aðeins nokkur ár og hyrfu síðan af landi burt sem auðugir menn. Kvað ég hann ráða því — og fór síðan til undirbúningsnáms á apotekið til M. Lund og var þar í fjögur ár. Þá fór ég til Hafnar og lauk þar námi og tók þar próf við lyfjafræðiskólann. Á Hafnarárum mínum kom fyrir mig atvik, sem líður mér ekki úr minni. Það var um kvöld. Ég var einn á rangli út á Vesturbrú, í rómantískum þönkum og þurfandi fyrir félagsskap. Þá gengur fram hjá mér glæsileg ungmey, tíguleg í vexti og göngulagi — og ég áræddi að ávarpa hana og bauð henni gott kvöld. Hún tók ekki kveðju minni, en amaðist hins veg- ar ekkert við mér. Gekk ég góðan spöl við hlið hennar, unz hún sveigði inn á hliðargötu. Og enn elti ég hana. Loks nam hún staðar undir ljóskeri, tók fram lykla og hoppaði fimlega upp lágar tröppur að miklu anddyri. Ég hugði gott til. Nú hlaut hin þráða stund að vera skammt undan. En er stúlkan hafði snúið lyklinum í skránni, leit hún á mig, lyfti slöri sínu, svo skein í andhtið. Það var f jólublátt og sundurgrafið í lúpus. Nokkur andartök hvessti hún á mig augun með sorgarinnar og dómsins þunga svip. Svo lét hún slörið falla og hvarf. Þetta er þyngsta áminning, sem ég hef orðið fyrir. * Þegar ég kom heim frá Hafnardvöl minni kvæntist ég og gerðist sýsluskrif- ari hjá Sigurði Þórðarsyni sýslumanni í Arnarholti — en hann var fósturfaðir kon- unnar minnar. Ég var ,,autoriseraður“ frá Stjórnarráðinu til að gera öll störf sýslu- manns, nema dæma dóma. I fyrsta málinu, sem ég varði var dæmdur fyrsti skilorðs- bundni dómur, sem kveðinn var upp á fs- landi. Fyrir tilmæli Hannesar Hafsteins og Guðm. Björnssonar setti ég síðar á stofn lyfjabúð í Vestmannaeyjum — og þar græddi ég peninga á öllu, sem ég kom nærri. En svo tapaði ég líka öllu. Ungur nam ég sund hér í Reykjavík og var um eitt skeið með beztu sundmönn- um. Drukknun föður míns opnaði augu mín fyrir þýðingu sundkunnáttunnar — og oft hugsaði ég um, að gaman væri nú að „draga einn upp“ í stað föður míns, þó aldrei fengi ég færi til þess. En í Vest- mannaeyjum, þar sem menn voru stöðugt að drukkna, hóf ég baráttu mína fyrir björgunarmálunum, ásamt öðrum áhuga- og atorkumönnum, sem voru þeim málum fýsandi og eitthvað vildu á sig leggja til að koma hugmyndinni í framkvæmd. Samdi ég um kaup og viðgerðir á björg- unarskipinu Þór, sem var fyrsta varð- og björgunarskip íslendinga. Það reyndist farsælt skip.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.