Vikan - 08.12.1938, Blaðsíða 8

Vikan - 08.12.1938, Blaðsíða 8
8 VIKAN Nr. 4, 1938 Þannig voru járnbrautarvagnamir, þegar John Thomson stofn- aði sjóð til vemdar dætrum jámbrautarþjóna, er farist hefðu við vinnu sína. 12 gúfu sig fram við síðustu veitingu úr sjóðnum. EF dæma ætti hjartagæzku þjóðanna eftir þeim upphæðum, sem framliðn- ir borgarar hafa látið eftir sig í sjóð- um og góðgerðastofnunum, er Ameríka vafalaust gædd mestri hjartagæzku allra þjóða í veröldinni, því að á hverju ári, þegar birtar eru erfðaskrár amerískra auðmanna, kemur í ljós, að tvær til þrjár milljónir dollara hafa bætzt við þær geysi- legu upphæðir, sem gefnar hafa verið til líknarstarfsemi. En á þessu máli er alvarlegur ljóður, sem veldur þegar miklum erfiðleikum, sem munu þó verða hálfu verri síðar. Eru þeir líklegir til að valda mikilli sundurþykkju og margvíslegum málaferlum, sem vafa- laust er fjarri tilætlun hinna velviljuðu gefenda. Margir gjafasjóðir, sem stofnaðir voru á öndverðum dögum ameríska lýðveldisins, eiga sér skipulagsskrár, sem samdar eru í anda þeirra tíma, án nokkurs tillits til þeirra stórkostlegu breytinga, sem orðið hafa og eru sífellt að verða á öllum lífs- skilyrðum fólks. En þessar skipulagsskrár eru að lögum svo óhagganlegar, að þær standast allar byltingar. Nokkrar þeirra mega þó nú heita algerlega dauður bók- stafur, þar sem ekki eru lengur til neinir menn, sem notið geta góðs af hlutaðeig- andi sjóðum samkvæmt ákvæðum skipu- lagsskránna. Eftir amerískum lögum er óheimilt að breyta þessum skipulagsskrám að gefendunum látnum. Sjóðunum verður ekki eytt og með hverju ári, sem líður, hrúgast á þenna hátt upp „innifrosið" fé, svo að milljónum króna skiptir. Árið 1803 dó á búgarði sínum á Man- hattaneyjum gamall kaupfarsskipstjóri, Robert Richard Randall að nafni. Hann lét eftir sig 7000 dollara og ca. hundrað tunnur lands, og ákvað, að vöxtum og tekjum af jarð- eigninni skyldi varið til að koma upp, halda við og reka heimili fyrir „gamla, farlama, útslitna farmenn af seglskipum". Heimihð átti að heita „Hinnsta höfn sjómanna“. Heimilið var síðan reist — og farmenn settust þar að og blessuðu hinn gamla skipstjóra. En svo gerði tíminn og þróunin strik í reikninginn. Robert Futon fann upp gufuskipin. Farmenn á seglskipum urðu færri og færri og á lendum Randall-stofn- unarinnar byggðist borgin New York. En engjavegurinn, sem áður lá á landamörk- um búgarðsins, er nú heízta gata borgar- innar, Fifth Avenue. Eignir stofnunarinnar eru nú taldar 30 milljónir dollarar, en árlegar tekjur henn- ar l1/^ milljón. Það er engin leið að eyða tilskilinni upphæð af þessu fé, ef halda á ákvæði skipulagsskrárinnar — og frá þeim ákvæðum má ekki víkja. Randall skipstjóri er að- eins einn af hundrað, sem ræður úr gröf sinni yfir ótrúlegum auðæfum. Franskur sjómaður, Step- hen Girard að nafni, sem átti heima í Philadelphíu, var einn af ríkustu mönn- um 18. aldarinnar. Þegar hann lézt, lét hann eftir sig 2 milljónir dollara og mörg hundruð tunnur lands til styrktar fyrir „hvíta, skil- gétna og munaðarlausa drengi“. Hann hafði sjálfur mælt fyrir, hvernig öllu skyldi fyrirkomið, bygging- unum, gluggunum hurðunum o. s. frv., einnig hafði hann sett reglur um allt við- víkjandi kennslunni og stjórn stofnunar- innar. Niðurstaðan varð sú, að nokkrum árum síðar kvörtuðu kennarar og umsjónar- menn yfir því, að fyrirkomu- lagið væri ómögulegt. En allt fyrir það mátti engu breyta. Einu sinni þegar grafið var fyrir nýju húsi, fundust þar kol, og kom síðar í Ijós, að þar var fundin auðugasta kolanáma Ameríku. Pening- arnir tóku að streyma til stofnunarinnar, og árið 1887 urðu umsjónarmennirnir að tilkynna, að þeir hefðu ekk- ert að gera með meira en 25% af árstekjum kolanám- unnar. Afgangurinn var lagð- ur í sérstakan sjóð, sem varið var til verðbréfakaupa. Árið 1900 var skýrt frá því, að ekkert væri hægt að gera við kola- peningana, þar sem vextirnir af stofnfénu væru meir en nógir til að standast öll út- gjöld. Árið 1927 var fé heimavistarskóla Girards orðið rúmar 80 milljónir dollara, og þar sem mannfjöldaskýrslurnar sýna, að alltaf fækkar „hvítum, skilgetnum, munaðarlausum drengjum", mun einhvern- tíma koma að því, að þeir verða fáir, sem notið geta góðs af þessarri gífurlegu fjár- upphæð. Munaðarleysingjar virðist vera uppá- haldsböm sjóðstofnenda, sem er kannske mjög eðlilegt. John Edgar Thomson, fyrrverandi yfir- forstjóri og aðalhluthafi járnbrautanna í Pensylvaníu, hraus hugur við, hvað járn- brautarslys ollu oft miklu tjóni meðal verkamanna og starfsmanna á brautar- stöð hans, og eftir dauða hans rann mest- ur hluti eigna hans til „stofnunar fyrir föðurlausar stúlkur, sem misst hafa feður sína í vinnu á járnbrautum eða í járn- brautarvögnum“. Til allrar hamingju hefir þessum slys- um fækkað mikið síðan á dögum Mr. Mynd frá seglskipaöldinni, þegar Randall skipstjóri stofnaði sjóð fyrir þreytta seglskipafarmenn. Sjóðurinn er nú 125 millj. kr. Sjóður fyrir landnema í St. Louis er nú yfir 400 millj. króna. Þangað hefir enginn landnemi komið í fjölda mörg ár. „FROSIIIAR" HilLLJÓHIIR

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.