Vikan - 08.12.1938, Blaðsíða 4

Vikan - 08.12.1938, Blaðsíða 4
4 VIKAN Nr. 4, 1938 orti kvæðið á þrem nóttum. Síðan lét Ólaf- ur leiða hann á sinn fund. Vill Ölafur nú heyra kvæði það, sem Óttar hafði ort um Ástríði. Ástríður sat í hásæti hjá konungi. Óttar settist á gólfið við fætur konungi og kvað kvæðið. Þegar kvæðinu var lokið, hóf hann upp dráþuna, sem hann hafði ort um konunginn, og lét ekki niður falla kveðandina. Þegar kvæðinu var lokið, gaf konungur honum upp sakir og sagði: „Þat mun ráð Óttarr, at þú þiggir höfuð þitt að þessu sinni fyrir drápuna.“ Óttar svarar: „Þessi gjöf þykki mér allgóð, herra, þótt höfuðið sé eigi fagurt." Dró konungur síðan gullhring af hendi sér og gaf Óttari. Ástríður drottning renndi fingurgulli á gólfið til Öttars og mælti: „Taktu skáld gneista þann og eig.“ Óttar var nú með Ólafi helga um hríð, en fór þá til Knúts ríka. Hefir ef til vill vinátta hans og Ólafs helga aldrei verið traust. Síðan hafa menn engar sagnir um Óttar, nema nokkuð af kvæðum hans hefir geymst. Elst þeirra kvæða, sem nokkuð hefir geymst af, mun vera Ólafsdrápa sænska. Hún er sennilega ort um 1018. Þar er vísa, sem vel gæti verið upphaf kvæðisins. Skáldið ávarpar konunginn, bið- ur hann heyra upphafið, því að hann ætli að flytja rétt lof konungs og biður hann nema háttu kvæðis síns. Þá getur hann þess, er Ólafur kemur til ríkis í Svíþjóð. Mansöngsdrápan, sem hann orti um Ást- ríði fyrir 1019 hefir öll glatazt. Höfuð- lausn, kvæðið, sem hann orti um Ólaf helga árið 1022, hefir að miklu leyti geymst. 1 upphafi kvæðisins hvetur hann konung og hirð að hlýða á kvæðið og virðist ekki hafa verið vanþörf á því, því að hirðmenn gerðu óp að skáldinu og sögðu að flimberinn skyldi þegja. Naut Óttar þá enn vináttu, frændsemi og ráðfimi Sighvats og fékk hljóð. Þá víkur hann að ferðum konungs í Austurveg og til Svíþjóðar árið 1008 og til Englands 1009—13, þegar hann veitti lið Aðalráði konungi og vildi koma hon- um til ríkis aftur. Þá er um ferð Ólafs konungs til Frakklands 1014 og heim til Noregs aftur, er hann tók Hákon jarl til fanga í Sauðungssundi 1015. Síðan er á það minnst, er Ólafr braut til hlýðni kon- unga Upplendinga og hversu ríki hans sé nú víðlent. Þá er Knútsdrápa, sem ort er eftir 1026 um Knút ríka, son Sveins tjúgu- skeggs. Af því kvæði hefir nokkuð geymst. Það er um ferð Knúts til Englands 1015 og árás hans á London 1016. Síðasta vís- an er um orustuna á ánni helgu 1026. Af lausavísum hafa aðeins tvær geymst. Önnur er um lítinn atburð. Ólafur helgi sendi Sighvati og Óttari hnetur af borði sínu. Óttar er ekki einkar hrifinn yfir sendingunni, en hyggur þó, að hún geti verið fyrirboði stærri gjafar. Hitt er vísa með fomyrðislagi, mælt af munni fram, er Óttar gekk inn í höll Knúts konungs. Ólafsdrápa sænska hefir geymst í Snorra Eddu, Höfuðlausn í Heimskringlu, Knútsdrápa í Knytlingasögu og lausavís- umar í Ólafssögu helga. Það er freistandi að bera saman þá frændurna Sighvat og Óttar, finna hvað er líkt með þeim og hvað ólíkt. Báðir eru þeir höfðingjadjarfir menn, svo sem skáld voru, en þó með mismunandi hætti. Sig- hvatur er einhver hinn glæsilegasti stjórn- kænskumaður — diplomat —, sem getur irm í fornum fræðum. Hann kann manna bezt, að umgangast konunga. Hann er hreinskilinn höfðingjum sínum, og kann að vanda um við þá og leggja þeim ráð, án þess að láta mikið á sér bera, og án þess, að þeir styggist við. Hann veit, að kon- ungsstoltið er viðkvæmt og gætir þess að særa það ekki. Sighvatur sést fyrir. Óttar uggir ekki að sér. Hann lætur konung skynja vanþóknun sína á hnetunum. Það gerir Sighvatur ekki. Óttar, fátækt, ís- lenzkt skáld, yrkir berort ástarkvæði til konungsdóttur. Sighvatur hefir stjórn á skapi sínu og er því herra líðandi stund- ar og umhverfi sínu vaxinn, svo sem stjórnmálamenn þurfa jafnan að vera. Einnig er greinilegur munur á skáld- skap þeirra frændanna. Kveðskapur Sig- hvats er lygnari, þar er minna öldurót. Tilfinningar Óttars eru æstar. Óttar er andríkari, kraftmeiri og htríkari. Hann er myndhæfinn. Óttar er öfgaskáld. Forngrikkir kölluðu skáld sín sjáendur. Óttar er sjáandi, en hann er líka heyrandi. Hann nemur áhrif bæði með auga og eyra. Því, sem hann sér, lýsir hann í litum. Hann talar um rauðar randir, rauðar brynjur, brúnar bráðir og svartan hrafn. Því, sem hann heyrir, lýsir hann með hljóðum, svo sem blísturshljóði stormsins, váð blés of þér vísi, og vopnagný, almr gall. Vísan, sem Óttar á að hafa kveðið, er hann gekk í höh Knúts, er sennilega ort áður. Með þeirri vísu mun hann hafa haft tvennt í hyggju. Annað að lofa konung- inn, svo að hann gerði því betur til sín, og hitt að sýna konungi hverri íþrótt hann væri búinn, og er sennilegt, að hann hafi verið búinn að hugsa fyrir því áður og hafi þá haft vísuna tiltæka. Þó er þetta eigi víst, því að hafi Óttar verið skáld Sveins tjúguskeggs, föður Knúts ríka, þá hafa þeir Knútur og Óttar þekkst frá fyrri tíð og Óttar því ekki þurft að kynna íþrótt sína með vísu. En sumir draga í efa að Óttar hafi nokkurn tíma með Sveini verið. Óttar hendir sú ömurlega örlagaglettni að hljóta að vinna það til lífs sér að yrkja lofkvæði um mann þeirrar konu, sem hann hafði áður ort til ástarkvæði. Hann verður einnig að breyta ástarkvæðinu og fella úr því. En vafalaust hefir hrós hans um Ást- ríði verið það, sem hann vildi sízt taka aftur. Kvæðið um Ástríði hefir glatast. En það vakir óort í huga hvers manns, sem les um þann atburð, er Óttar situr við fætur konungs og drottningar og þylur. Mér þykir vísast, að það hafi verið bezta kvæði Óttars. Hin kvæðin eru konungalof, Vi k a n írtgefandi: VIKAN H.F. RITSTJÓKN OG AFGREIÐSLA: Austurstræti 12. Sími 5004. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM. : Sigurður Benediktsson. Simi heima 3715. FRAMKVÆMDARSTJÓRI: Einar Kristjánsson. Sími heima 3236. Áskrif targjald : kr. 1,50 á mánuði. 1 lausasölu 40 aurar. STEINDÓRSPRENT H.F. og virðist nútímamanni örðugt að koma þar miklu andríki við. Um ævi Óttars vitum við harla lítið. Við þekkjum hvorki fæðingar- né dánarár hans. Þar, sem Ólafs saga getur hans, virð- ist hann sem aukapersóna í stórum sjón- leik, en það er tekið eftir honum meðan hann er á leiksviðinu. Síðan hverfur hann skyndilega í einum þættinum með tvær gjafir, sem honum hafa vafalaust kærast- ar verið. Þessar gjafir eru „gneistinn" af hendi Ástríðar, og höfuðið, þótt eigi væri það fagurt. Og með þessar tvær gjafir hverfur hann sjónum út í rökkur sagn- leysunnar. Prédikari nokkur ávítaði unga stúlku fyrir það, að hún liðaði á sér hárið, og sagði meðal annars: — Ef þetta væri vilji guðs, hefði hann liðað það fyrir yður. — Það gerði hann líka meðan ég var barn, svaraði stúlkan, — en nú finnst honum ég vera orðin fær um að gera það sjálf. Prófessorinn (sem er að halda fyrirlest- ur um nashyrninga): Ég verð að biðja yður, góðir áheyrendur, að veita mér óskipta athygli. Það er ómögulegt fyrir yður að gera yður í hugarlund útlit þessa ægilega dýrs, nema því aðeins að þér horf- ið stöðugt á mig. A: Þú talar eins og bjáni. B: Til þess að þú skiljir mig. * Gamall maður mætti á götu nokkrum konum á svipuðum aldri og hann var sjálf- ur, og hafði hann þekkt þær í æsku. Hann heilsaði þeim mjög vingjarnlega og sagði: — Að hugsa sér hvernig tíminn líður. Það er bráðum þrjátíu ár síðan við geng- um í skóla. Ég var þá smásnáði, eins og þið munið, og þið voruð laglegar, ungar stúlkur. Hann skyldi aldrei, hvers vegna þessari innilegu kveðju var tekið kuldalega.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.