Vikan - 08.12.1938, Blaðsíða 14

Vikan - 08.12.1938, Blaðsíða 14
14 VIKÁtf Nr. 4, 1938 Sportföt. Skíðabuxur eru ýmist síðar, þröngar niður eða jafnvíðar og ná þá aðeins niður á kálfa. Við þær eru notaðar legghlífar. Skíðajakkamir em allavega litir: rauðir, grænir, gráir, brúnir, skozkir o. s. frv. — Flestir ná niður fyrir mitti, en nokkrir rétt í mittisstað og eru þeir með belti að neðan. Síðari jakkar eru oftast með f jór- um vösum og ýmist með belti eða beltis- lausir. Gönguföt em ýmist jakkar og kálfasíð- ar pilsbuxur eða blússur, hálfsíðar buxur, sem em víðar að neðan, og hálfsíðir frakk- ar. Kápur. Kápur em almennt notaðar sléttar með stóram skinnkrögum og skinni á erm- unum eða ,,múffum“. Sumar em bryddar með skinni að neðan eða yfir mjaðmirnar — einnig em skinnkantar niður barmana. En þess skal jafnframt getið, að það klæð- ir aðeins háar og grannar stúlkur. Flestar kápur eru beltislausar, aðskorn- ar, en sumar em festar saman að framan með slaufu í mittið. Ermarnar em ýmist sléttar og þröngar fram, eða víðar fram með líningu. Svona — ekki svona. Ef þér emð háar og grannar, megið þér um fram allt ekki klæða yður í langrönd- ótta kjóla, sem falla alveg að. Heldur skuluð þér klæða yður í þverröndótta, víða kjóla. Háa hatta, sem bæta mörgum cm. við hæð yðar, skuluð þér forðast, sömu- leiðis háa hæla. Ef þér emð aftur á móti lágar og þrek- vaxnar, klæða yður vel langröndótt efni. Þér skuluð foiðast jafnt of víða kjóla og of þrönga. Ekki skuluð þér ganga á lág- um hælum. Smurt brauð. Bezt er að skera allt brauðið, áður en byrjað er að smyrja það. Rúgbrauð skal skera þunnt, en hveitibrauð aðeins þykk- ra. Betra er að hræra smjörið lítið eitt áður en smurt er með því, og skal smyrja vel yfir alla sneiðina. Álegg skal leggja þannig á, að það hylji vel alla sneiðina, þó ekki salöt. Þau eru látin á með skeið en ekki smurð yfir sneiðina. Salatsósan verð- ur að vera þykkari þegar á að nota hana ofan á brauð. Þegar smurðu brauði er raðað á fat, verður að gæta þess að litirnir fari vel saman. Kjöt og kæfur em venjulega skreyttar með rauðrófum, gúrkum, gúrku- salati, piparrót eða soðhlaupi. Fiskur aft- ur á móti með sítrónusneiðum, kapers, eggjum o. fl. Egg má nota bæði ein sér (harðsoðin) eða með öðra, t. d. hrærð með hangikjöti eða laxi, eða sem pönnuegg — buff með pönnueggi. — Hér fara á eftir nokkrar tegundir af- smurðu brauði: Brauð með lifrarkæfu og rauðrófum. — — lifrarkæfu og gúrkum. — — steik og rauðrófum. — — hangikjöti og hrærðum eggj- um. — — síld og harðsoðnum eggjum. — — ítölsku salati. — — rússnesku síldarsalati. — — kæfu og gúrkum eða rauðróf- um. Ostar og marmelaði er aðallega notað með kexi og hveitibrauði. Bólur. Fjöldinn allur af ungu fólki er bólu- grafinn fram eftir öllum aldri. Þessi Igið- inlegi kvilli stafar af því, að fitukirtlar húðarinnar starfa óreglulega. Algengast er, að fólk fái þennan kvilla á kynþroska- skeiðinu og stendur hann því í nánu sam- bandi við starfsemi innkirtlana. Bólur geta verið erfðakvilli eða stafað af ólagi á efnaskiptingunni, blóðleysi o. fl. Fólk, sem hefir bólur, verður að forðast saltaðan mat, kryddvörur, kaffi, súkku- laði og áfenga drykki. Aftur á móti er allt grænmeti, ávextir og lýsi holt fyrir það. Einnig verður það að hafa gætur á því, að meltingin sé regluleg. Stúlkum er ráðlegast að hreinsa húðina vel og vandlega, nota hvorki of sterk and- litssmyrsl, né margar tegundir fegurðar- smyrsla. Sápur má heldur ekki nota, þó að þær séu sótthreinsandi, því að þær þurrka húðina of mikið. Annars era til sérstök smyrsl við ból- um, sem geta veitt oft góðan bata, en í flestum tilfellum er öruggast að snúa sér til sérfræðings. Ef þessa er ekki gætt í tíma, er hætt við að bólurnar hverfi aldrei að fullu og hörundið verði alltaf ljótt. Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Lára Guðmundsdóttir og Valdemar H. Guðjóns- son, málari. Heimili ungu hjónanna er á Ásvalla- götu 10. (Sig. Guðmundsson ljósmyndaði).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.