Vikan - 08.12.1938, Blaðsíða 22

Vikan - 08.12.1938, Blaðsíða 22
22 VIKAN Nr. 4, 1938 Orð í tíma töluð: Þegar keppt var um prófessorsembættið í sagnfræði við Norrænudeild háskólans hafði Árni Pálsson, sem hlaut embættið, ekki lokið samkeppnisritgerð sinni, þegar fresturinn var liðinn. Pór hann þá þess á leit við dómnefndina, að fresturinn yrði framlengdur, en fékk þau svör, að það fengist ekki, nema hinir keppendurnir samþykktu það fyrir sitt leyti. Fór Árni þá á stúfana og bað samkepp- endur sína um frestinn, en þeir tóku því allir fjarri, nema Guðbrandur Jónsson. Þá varð Árna að orði: — Kvikið þér nú allir, nema Skamm- kell. * Brynleifur Tobíasson, menntaskóla- kennari á Akureyri, þótti fremur illa að sér í stærðfræði og náttúruvísindum, þegar hann var í skóla, enda lagði hann litla rækt við þau fræði. Aftur á móti var hann vel að sér í tungumálum og sögu. Nóttina áður en Brynleifur átti að ganga upp í náttúrufræði á gagnfræðaskólaprófi sat herbergisfélagi Brynleifs uppi alla nóttina og las náttúrufræðina, en Bryn- leifur svaf. Um miðja nóttina vaknar Brynleifur við muldur herbergisfélaga síns, skipar hon- um að fara að sofa, þvi að engum manni með viti sé fært að læra náttúrufræði. — Mundu það, að bandormurinn andar með húðinni, svaraði herbergisfélaginn og hélt áfram að lesa, en Brynleifur snéri sér til veggjar. Daginn eftir kemur Brynleifur upp — í bandorminum, og svarar öllum spurning- um með þögninni einni saman. Eftir dálítið þref er Brynleifi sagt að þetta sé nóg. Gengur Brynleifur þá frá prófborðinu, en snýr við á miðri leið og segir: — Það sakar máske ekki að geta þess, að bandormurinn andar með húðinni. Sigurður Guðmundsson skólameistari á Akureyri er oft annars hugar, enda þótt hann sé ekki prófessor. Eitt sinn spurði hann nemanda sinn, hvaða orðflokkur ,,mús“ væri. — Lýsingarorð, sagði pilturinn. — Já, alveg rétt, mús lýsingarorð — mús lýsingarorð —, nei, hvað segir þér, mús lýsingarorð, nei, hamingjan hjálpi yður. Jón Pálsson frá Hlíð var alla ævi blá- fátækur, eins og títt er um þá menn, sem ætla að lifa á andanum. Maður nokkur mætti Jóni á götu og spurði, hvort hann gæti lánað sér krónu. Jón svaraði: — Það er bara mikið um ,,humor“ í henni Reykjavík. Almœlisdagar merkra manna. Skúli Magnússon fógeti fæddist 12. des. 1711 að Keldunesi í NorðurÞingeyjarsýslu. Hann nam lögfræði við Hafnarháskóla og var settur sýslumaður í Austur-Skafta- fellssýslu 1734. Tveimur árum síðar var hann skipaður sýslumaður í Skagafirði. Þar var hann í tólf ár og bjó á Ökrum. Árið 1749 er hann skipaður landfógeti og hélt því embætti í 43 ár. Öll þau ár bjó hann í Viðey. Þar reisti hann steinhús það hið mikla, er enn stendur. SkúU var óvenjulegur athafna og fram- kvæmdamaður, og kom t. d. á fót ullar- vinnslustöð og fleiri iðjuverum í Reykja- vík. Má óhætt telja hann brautryðjanda íslenzks iðnaðar. Bjömstjeme Björnsson, hinn merki skáldjöfur Norðmanna fæddist 8. des. 1832. Hann var prestssonur ofan úr Dofra- fjöllum — en flytzt sex ára með foreldr- um sínum til Raumudals og elzt þar upp. Hann var um langt skeið umdeildasti mað- ur sinnar þjóðar og var jafnan hinn að- sópsmesti rithöfundur, ritstjóri, leikhús- stjóri og stjórnmálamaður. Mún hann vera íslendingum betur kunnur en flest önnur erlend skáld, — enda hafa margar bækur hans verið þýddar á íslenzku, svo sem: Á guðs vegum, Brúðkaupslagið, Fjórar sögur — og Sigrún frá Sunnuhvoli, er var fyrsta bók hans, og sú, er skapaði honum þegar ævarandi frægð og hylli. Hinrich Heine, þýzka stórskáldið, fædd- ist 13. des. 1799. Hann var Gyðingur. Hon- um leiddist skólanám, en náði þó um síðir háskólaprófi í lögum. Honum var ósýnt um verzlun og peningamál, sem þó er sjaldgæft um Gyðinga. Ungur tók hann lútherska trú. Tuttugu og átta ára gamall gaf hann út fyrstu kvæðabókina sína: Buch der Lieder, er skipaði skáldinu þeg- ar á bekk með beztu ljóðskáldum. Kvað sú bók enn í dag vera lesin meira en nokk- ur önnur bók á þýzku — en nú auðvitað eingöngu utan Þýzkalands. Frímerkjafréttir. Danmörk. Thorvaldsen-frímerki komu út 17. nóv., þrjár teg.: 5 aura, vínrauð, 10 aura, f jólu- blá og 30 aura, græn. Af sömu stærð og átthaga-frímerkin. 50 í hverri örk. Á 5 aura og 30 aura frímerkjunum er mynd af Thorvaldsen, en á 10 aura frímerkjunum mynd af Jason eftir Thorvaldsen. Grænland. 1. des. komu út í fyrsta skipti grænlenzk frímerki. Verðið er þetta: 1, 5, 7, 10 og 30 aurar og 1 króna. Á krónufrímerkjun- um er mynd af ísbirni, en á hinum mynd af konunginum. Finnland. 1 tilefni af-300 ára afmæh finnsku póst- stjómarinnar voru gefin út 4 minningar- frímerki. Jafnframt var notaður sérstak- ur stimpill. Játvarður VII. — ekki Játvarður VIL Ensku frímerkin með myndinni af Ját- varði VII. era ekkert sjaldgæf, en eru þó mjög merkileg. Sá, sem myndin er af, er nefnilega alls ekki Játvarður VH., þó að hann sé svona líkur honum, heldur tvífari hans, hr. Hugo Görlitz frá Witten af Ruhr, sem þá bjó í London. Þegar Viktoría drottning dó árið 1901 og Játvarður VII. kom til ríkis, vildi póststjórnin sem fyrst gefa út frímerki með mynd af konunginum. En þá var lista- maðurinn, sem fahð var að mála myndina, staddur í Sviss og gat með engu móti kom- ið til London. Þar sem ekki var hægt að biðja konunginn að fara til Sviss eingöngu vegna þessa, var hr. Görlitz beðinn um að fara og sitja fyrir hjá málaranum. Síðan var konunginum sýnd myndin, hann viður- kenndi hana og færði tvífara sínum veg- lega gjöf. I raun og veru eru engin frímerki til með mynd af Játvarði VH. Sýningin í Berlín. Reichsbund der Philatehsten Organisa- tion í Berlín hélt „Norposta“ sýningu í ,,Spicheru“-salnum 8.—9. okt. Þar voru sýnd frímerki frá öllum norðurlöndum. Engin sýning hefir fyrr sýnt eins mikla fjölbreytni í tegundum, htum, stimplum o. s. frv. Sýningin var vel sótt og sýnir það áhuga þýzku frímerkjasafnaranna fyrir frímerkj- um norðurlanda. I tilefni af sýningunni var gefið út póstkort með myndum af fyrstu frímerkjum hinna þriggja sýning- arlanda. Þar að auki lét þýzka póststjóm- in gefa út sérstimpil fyrir sýninguna, sem var mikið notaður. Sýningin bar yfirleitt mjög góðan árangur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.