Vikan - 08.12.1938, Blaðsíða 10

Vikan - 08.12.1938, Blaðsíða 10
10 VIKAN Nr. 4,. 1938 Ég er ekki trúlofuð — ekki enn — ekki fyrr en á morg- unn. Svo brosti hún framan í búðarmanninn og dró snjáða buddu upp úr töskunni sinni, lagði fimm krónur í smápen- ingum á borðið, tók öskjurn- ar, kvaddi og hvarf út í rign- inguna. Afgreiðslumaðurinn horfði undrandi á eftir henni, og meira hefði hann undrast ef hann hefði vitað orsökina til þessa atviks. — Jæja, sagði Joan við sjálfa sig um leið og hún spennti upp regnhlífina og flýtti sér niður götuna, — Nú hefi ég hringinn og meira þarf ég ekki til þess að vera trúlofuð. Unnusta þarf ég ekki — og vil ekki! Hún var í fríi og ætlaði heim til sín daginn eftir. Þess vegna keypti hún trúlofunar- hringinn. Þegar hún fór að heiman, hafði hún lagtdreng- skap sinn við, að hún skyldi ekki stíga fæti heim, fyrr en: hún væri annaðhvort trúlof- uð, eða báðar systur hennar giftar og farnar að heiman. Joan hafði farið að heiman út af leiðinlegu rifrildi við eldri systur sína Lindy, sem bar það upp á hana, að hún væri ástfangin í Alec John- son, unnusta Lindys, og ætl- aði sér að taka hann frá sér. Elsie, sem var tvíburi við Lindy, var á sama málú Joan lagði pönnuna með pylsunum á borðið, innan um litarbelgi, terpentínuglös og pensla. * Undarleg trúlofun. Smásaga um afbrýðisemi, heimprá, ást, einlægni og merkilega tilviljun — eftir ANN HEPPLE. MIG langar til þess að líta á trúlof- unarhringa, sagði Joan. Búðarmaðurinn rejmdi að láta ekki bera á því, hvað hann varð undrandi, að ung stúlka skyldi koma ein síns liðs til þess að kaupa trúlofunarhringa. — Með ánægju, ungfrú, sagði hann. — Eru það einhverjir ákveðnir hringar, sem þér viljið? — Mig langar til þess að fá mátulegan áberandi hring, en hann má ekki ‘vera mjög dýr. Búðarmaðurinn lét sem hann skildi, hvað hún ætti við og sýndi henni kassa með hringum í. Hún valdi sér hring með stórum steini, og í kringum hann voru greiptir fimm smásteinar. Hann kostaði fimm krónur. — Á ég að láta hringinn í öskju, eða ætlið þér að setja hann upp? spurði búð- armaðurinn. — Látið þér hann um fram allt í öskju. TEIKNINGARNAR ERU EFTIR GERDA RYDAHL En þetta var ekki í fyrsta sinn, sem rifrildi hafði orð- ið út af svipuðum atvikum. Það kynlega var, að strákar, sem eitthvað voru að draga sig eftir systrunum Lindy og Elsie og orðið hrifnir af því hvað þær höfðu hvíta húð og stór, blá augu, voru ekki fyrr komnir inn fyrir dyr og búnir að sjá Joan, sólbrennda í andliti með kastaníubrúnt hár, en þeir urðu hálfu hrifn- ari af henni. Það var ekki gott að segja, af hverju það var. Ef til vill var það af því, að hún sagði allt svo skringilega, kannske af því, að hún umgekkst þá með svo miklu kæru- leysi, eða kannske af þvi, hvað augu hennar voru í senn undarlega alvarleg og greindarleg. En þannig var þetta og þó að þeir væru ekki beint ástfangnir í henni, mátu þeir hana mikils og höfðu gaman af að tala við hana. — Hvar er Joan? spurðu þeir alltaf, í stað þess að spyrja: — Hvar er Lindy? eða — hvar er Elsie?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.