Vikan - 08.12.1938, Blaðsíða 7

Vikan - 08.12.1938, Blaðsíða 7
Nr. 4, 1938 VIKAN 7 r t æskulýðsvinnan kom til greina, þrjátíu ára áætlunin, sem að ofan greinir. Síðan hafa verið unnir um 50 km2 af ræktanlegu akurlandi, auk flæðiengja. Skurðirnir, sem hafa verið grafnir til að þurrka þessi svæði, eru samtals yfir 2000 km. að lengd. Þar hefir sameinuð æska eins lands unnið stórfeldan sigur á skaðlegum f janda þessara stranda. Og áfram heldur landvinninga- baráttan gegn Norðursjónum. Ýmsar vinnuaðferðir hafa verið reyndar, að nokkru leyti með hlið- sjón til þurrkunar Zuider-Zees, sem Hollendingar framkvæma. Að- ferðin, sem Þjóðverjar nota nú, er frábrugðin eldri aðferðum, en álit- in fullt eins hagfeld og örugg, þó að , vinnunni miði frekar hægt áfram í fyrstu. Aðferð þessi er byggð á jarðfræðilegum og landa- fræðilegum athugunum, á myndun þessa eyjaklasa á fyrri öldum, eða m. ö. o. myndun þessa lands fyrir manna minni og landráns þess, sem Norðursjórinn framdi síðar á þessum slóðum. Jarðfræðin segir, að strendur Norðursjávarins, á þessum slóð- um, hafi á fyrstu öldum eftir síð- ari ísöld verið flatir sandar, með mýrum hér og hvar, skildir frá sjónum með kúptum malarkömb- um, svipað landslag og Breiða- merkursandur og aðrir sandar hér á landi. Síðan hafi sjórinn brotist inn í land þetta, í gegnum malarkambana. I hinum stöðugu skiptum flóðs og fjöru var hin efnaríka leðja, sem sjórinn færði með sér, eftir á söndunum, sem smátt og smátt hækkuðu lítilsháttar upp fyrir venjulegt sjávarmál. Þannig mynduðust hin frjósömu strand- svæði (Marschen) Belgíu, Hollands og N orðvestur-Þýzkalands. Á fyrstu öldum sem minni manna rekur til, hófust hin voldugu stórflóð, sem enn að nýju flæddu yfir land þetta, rifu það úr sambandi við strandlengjuna og skildu eftir grunn lón, stærsta þeirra var Zuider- Zee í Hollandi, en eyjar og hólma þar sem áður fyr höfðu verið hæstu malarkamb- arnir. Lónin milli fastalands og eyja þess- ara við Norðvestur-Þýzkaland eru sumsstaðar svo grunn að þau koma upp við fjöru. Eia- mitt þessi skilyrði eru fyrir hendi, þar sem landvinningar Þjóðverja eru nú byrjaðir. Og nú á að þvinga sjóinn til þess að hækka land þetta smátt og smátt, eins og hann skapaði það eftir ísöldina. Náttúra sjávarins, hið eilífa lögmál fljóðs og fjöru, á að koma mönnum til aðstoðar. Framkvæmdunum mun því miða hægt áfram, en von um öryggi þess, sem skapað er, mun vera því meiri. Nýja landið myndast því aftur úr leðjunni sem sjórinn færir með sér. Til þess að ná í hana og tempra um leið sjávarstrauminn, sem liggur að og frá ströndinni, eru því fyrst „búnir til“ malar- kambar með bilum á milli, svo að sjórinn komist inn á milli þeirra. Þessar smáhæð- ir eru svo tengdar við landið með lágum görðum, hver með 400 metra millibili. Yfir hið grunna flæðarmál, sem þannig mynd- ast, er lagt kerfi af mjög lágum görðum, úr viði og torfi. Sjávarleðjan festist hér tvisvar á dag, og orsakar smámsaman hækkun flæðarmálsins, sem nemur um 4 cm. á sólarhring. Síðan þarf að þurrka hið nýskapaða flæðarmál með smáskurðum, sem ekki eru dýpri en 50 cm., en liggja að dýpri skurð- um. Skurði þessa verður að grafa aftur og aftur. Sól og vindur þurrka leðjuna með tíð og tíma, og er þá kominn tími til að gróðursetja jurtir af kaktusættinni, sem þola sjó, halda leðjunni úr sjónum eft- ir og festa landið með rótum sínum. Um leið og landið hefir hækkað upp Vígzla skólahúss í nýbýlaþorpi á nýja landinu. undir venjulegt sjávarmál um flóð, eða að- eins ofar, er borinn á áburður og sáð hörð- um grastegundum, fyrir sauðfé og naut- gripi. Regnið sýjar smásaman seltuna úr jarðveginum. Eftir 10 ár er kominn tími til að verja jörðina fyrir frekari ágangi sjáv- arins, með flóðgarði. Þá er landið orðið byggilegt. Eins og skilja má, miðar þess- um landvinningum hægt áfram. Land það, sem sjórinn hefir eyði- lagt á mörgum öldum, er ekki hægt að vinna aftur nema með vinnu margra kynslóða. — En á hverju ári færist ströndin um 5—6 metra lengra út í sjóinn. Landið vex. Til þessa hafa framkvæmdirnar staðist kostnaðaráætlun. Hluti af því, sem hið opinbera hefir lagt fram, og vinnukraftinn, sem æska landsins hefir innt af hendi, hefir fengist greiddur. Á Sonke-Nissen- Koog, sem er aðeins 10 km2 að stærð (en „koog“ á lágþýzku þýð- ir nýgirt flæðiland) gaf í ár korn- uppskeru handa þrjátíu þúsund manns! Þessari landvinningastarfsemi við strendur Slésvíkur mun verða haldið áfram lengi um ókomin ár. Danir hafa þegar sýnt áhuga fyrir þurrkun og hagnýtingu lónasvæð- is, sem þeir eiga fyrir norðan þýzku strendurnar. Tækni nútímans leyfir (þetta er sannað með þurrkun Zuider-Zee í Hollandi) að loka stórri vík eða miðstórum firði með flóðgarði, og þurrka land það, sem þar með ynnist. Þjóðverjar hafa ekki notað þessa aðferð m. a. vegna þess, að ræktun slíks lands er mtm erfiðari. Þó er gert ráð fyrir að nota aðferð Hollendinga eink- um fyrir grunn lón, sem eru í nánd við Wilhelmshaven. En á framkvæmdum þess- um mun ekki verða byrjað fyrr en eftir 1940. En þetta er ekki eina ráðið, til að bæta landið og auka arð þess. Einnig er byrjað, eða langt á veg komið, með þurrkun mýra víðsvegar um landið, og gefur vinna þessi fljótari og betri árangur. Stærsta mýrar- svæðið, um tvö þúsund ferkíló- metrar, er einnig í Norður- Þýzkalandi milh ánna Weser og Ems. Önnur lík mýrarsvæði hafa nú verið þurrkuð upp og komið í rækt í Mið- og Aust- ur-Þýzkalandi — og gefá þau góðar vonir um uppskeru. En þó þurrkunar eða rækt- unarstarfsemi í mýrlendi gefi góðan og skjótan árangur, mun landvinningastarfsemin við Norðursjóinn vera stór- felldasta verkefnið — þar sem mannleg þrautseigja hefir sagt hafinu stríð á hendur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.