Vikan - 08.12.1938, Blaðsíða 18

Vikan - 08.12.1938, Blaðsíða 18
18 VIK A N Nr. 4, 1938 lofuð lehgi? Gaf ég yður þenna ljóta hring? — Hvenær —? 1 sama bili var barið að dyrum. — Það er kaffið, sagið Joan. — Hvað á ég að gera, hr. Browne? — Þér skuluð kalla mig Andy og við þykjumst vera trúlofuð, hvíslaði hann. Þetta var rétt áður en dyrnar opnuðust og frú Crewe kom inn ásamt tveimur eldri dætrum sínum. Daginn eftir fóru Joan og hr. Browne í skemmtigöngu um héraðið. Þeim leið svo vel, að Joan steingleymdi að segja honum um trúlofunina. Fyrst þegar þau fóru að borða nestið sitt, mundi hún eftir því og sagði honum þá alla söguna og um hring- inn, sem hún hafði keypt fyrir fimm krónur. — Það eina, sem skyggir á þetta, er hringurinn, sagði Browne. — Hann er ekki við mitt hæfi. Síðan borðuðu þau morgunmatinn og á eftir hjálpaði hann henni að láta allt nið- ur. Það fór ágætlega um þau þarna, glaða sólskin, vepjurnar flugu í hópum yfir höfðum þeirra, og hr. Browne dró uppp hvert rissið á fætur öðru. Þrír næstu dagar liðu á sömu leið, og allt var í bezta lagi, þangað til frú Crewe hleypti öllu í bál með sinni móðurlegu um- hyggju. Það var miðvikudagur, hellirigning, og ungfrúrnar þrjár voru boðnar í kaffi á prestssetrið. Þegar Joan kom heim, var móðir hennar ein í stofunni og var önnum kafin við að skoða í eikarskápinn sinn, en þar geymdi hún fallegasta borðbúnaðinn, sem hún átti. — Ég er farin að hugsa um heiman- mundinn þinn, sagði hún sakleysislega, — þú giftir þig í haust. Ég var að tala við Andy. Hann drakk hérna kaffi, og við spjölluðum um peningamál og fleira. — Um hvað? hrópaði Joan reiðilega. Frú Crewe kipptist við. — Rjúktu ekki svona upp, góða mín. Mér brá svo við. — Voruð þið hr. Browne að tala um mig? — Já, við töluðum lengi saman. Ég vildi láta hann bíða, þangað til að þú kæmir heim, en hann mátti ekki vera að því. Joan tók stól, bar hann að skápnum, setti hann beint fyrir framan móður sína og settist á hann. — Mamma, segðu mér um hvað þið voruð að tala. Hvert einasta orð. Hvað sagðir þú við hann? — Ég gerði eins og faðir þinn sálugi hefði gert, spurði hann um f járhagsástæð- ur hans — hve mikil laun hann hefði, hvers son hann væri og--------. — Spurðir þú hann, hve mikil laun hann hefði ? — Já, vina mín, og hann hefir bara góð laun. Hann þarf ekki eingöngu að lifa á listinni. Hann fékk arf eftir föður sinn. — Mér er alveg sama um allan arf. Ég vil ekki heyra eitt orð um þetta frekar. Þú veizt ekki, hvað þú hefir gert, mamma. Ég er alls ekki trúlofuð manninum. Ég taldi ykkur bara trú um það--------. Þetta var eins og orðaflóð, sem ekki er hægt að stöðva. Nú varð hún að leysa frá skjóðunni: — Ég þekki hann ekki vitund. Þetta er bláókunnugur maður. Og þú hef- ir spurt hann spjörunum úr um tekjur hans og hve nær hann æth að giftast mér. Auðvitað heldur hann, að ég vilji fyrir hvern mun giftast sér, og einn góðan veðurdag biður hann mín af tómri með- aumkun--------. Ó hvað ég skammast mín — ég hefi aldrei á æfi minni-----. Hún þaut út úr stofunni, fram hjá systrum sínum og upp stigann. — Hvað gengur nú á? spurði Lindy um leið og hún kom inn í stofuna. — Það var bara taugaveiklunarkast, sagði frú Crewe rólega og opnaði nýja skúffu. — Það er oft svona þegar ungar stúlkur eru ástfangnar. Mér þykir vænt um, að hún fær skynsaman mann, sem annast hana. 1 einu hendingskasti setti Joan dótið sitt ofan í kistuna. Hún ætlaði aftur til London, áður en hún gæti átt á hættu að hitta hr. Browne. Hún ætlaði sér að búa á öðrum matsölustað, míluvegar frá þeim stað, þar sem hún hafði áður búið. Hún ætlaði strax með kvöldlestinni. Hún gat einmitt náð henni. Morguninn eftir stóð Joan í herberginu sínu í matsöluhúsinu og var að taka upp úr töskunni sinni eldhúsáhöld, fjölskyldu- myndir og allt, sem hún átti. Hún var að ljúka við að taka það síð- asta upp, þegar barið var að dyrum, og hr. Browne gekk inn. — Datt mér ekki í hug, sagði hann. — Þér farið hispurslaust leiðar yðar og skiptið yður ekkert af mér. — Farið þér — farið þér! sagði Joan. — Ég vil ekki sjá yður — ekki tala við yður! Hann lokaði dyrunum rólega og stóð fyrir þeim. — Hvað viljið þér mér? — Ég er kominn til þess að biðja yður fyrirgefningar ? sagði hann. — Fyrirgefningar — fyrir hvað? — Fyrir það, að ég hefi skrökvað að yður. Hún starði á hann. — Hafið þér — skrökvað að mér? — Já — og það eftirminnilega. 1 fyrsta lagi fór ég ekki til Norfolk til þess að mála vepjur, heldur til þess að hitta yður. f öðru lagi er ég snillingur í að steikja pylsur. Ég hefi verið skáti. 1 þriðja lagi leigði ég ekki herbergið til þess að mála bæjarfugla, heldur til að vera ná- lægt yður. Ég sá yður einu sinni á dýra- safninu og elti yður hingað. Ég gat aldrei náð tali af yður, svo að ég var oft í eld- húsinu með pylsur og ýmislegt fleira í þeirri von, að þér mynduð rekast þangað inn af tilviljun. Hann þagnaði augnablik, en hélt svo áfram: — Síðasta kvöldið, áður en þér ætluðuð að fara, var ég svo heppinn að geta verið einn með yður, og svo elti ég yður til Norfolk. Því miður hafið þér eyðilagt allt með þessarri trúlofunarsögu, en ég átti mjög uppbyggilegt samtal. við móður yðar í gær. Ég bað hana að segja yður það ekki, en því miður hefir hún gert það. — Ég hefi aldrei á æfi minni skamm- ast mín svona, hrópaði Joan. — Ég bið yður að fara leiðar yðar. Ég vil ekki sjá yður framar. — Ég hefi betri uppástungu. — Þér ætlið kannske að biðja mín. Þér kennið í brjósti um mig og ætlið að spyr ja mig, hvort ég vilji ekki giftast yður? — Alls ekki. — Ég ætla rétt að láta yður vita, að ég elska yður, og að ég-----að ég-------. Viljið þér giftast mér, ungfrú Crew? Hann gekk að henni. — Joan! — Já? — Ég elska þig. Hvar er trúlofunar- hringurinn ? Hún opnaði töskuna sína og rétti hon- um hringinn. Hann tók við honum, kast- aði honum í gólfið og steig á hann, svo að hann brotnaði. — Jæja! sagði hann. — Þá er þessi trú- lofunarsaga úti! Hann tók hana í fang sér og lyfti henni upp. — Og nú byrjum við á annari nýrri. Piltur frá Englandi í Borgarfirði kom í kaupstað. Spurði einhver, hvar hann ætti heima. — „Ég á heima á Englandi,“ svar- aði hann, „þú heldur kannske, að ég sé að ljúga að þér. Þú veizt kannske ekki, að það er til víðar England en í Kaupmanna- höfn!“ Ungur maður hafði kvongazt móti vilja foreldra sinna í f jarveru þeirra og bað vin sinn að færa þeim fregnina. „Segðu þeim fyrst,“ sagði hann, „að ég sé dauður, svo að þeim verði ekki alltof hverft við, þegar þú segir þeim frá kvonfanginu." # Kona kom til blaðamanns og bað hann að birta dánarfregn mannsins síns. „Það kostar 50 aura fyrir sentimeter- inn,“ segir blaðamaðurinn. „Það verður þá nokkuð kostnaðarsamt,“ mælti konan niðurdregin, „því að hann var fullar þrjár álnir.“ Vinur hjónanna heimsótti þau í jóla- fríinu, en svo stóð á, að húsbóndinn var ekki heima, þegar hann kom, og hann ætl- aði því að gamni sínu að síma til hans yfir á skrifstofuna, og láta hann vita um komu sína á þann hátt. Hann gekk að símanum, en fann ekki símaskrána, og spurði Lilju litlu, 4 ára gamla dóttur hjónanna, hvert númerið væri: „Lilja mín, um hvað biður mamma, þeg- ar hún talar við pabba á skrifstofunni ?“ Lilja litla vissi dálítið, þó ung væri: „Um peninga,“ hvíslaði hún.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.