Vikan - 08.12.1938, Blaðsíða 9

Vikan - 08.12.1938, Blaðsíða 9
VIKAN 9 t i Bókmenntir. Nr. 4, 1938 ---, Thomsons, og nú er það orðið svo sjald- gæft, að til séu stúlkubörn, sem misst hafa feður sína þannig, að stjórn sjóðsins hefir orðið að auglýsa í öllum blöðum landsins eftir þeim. Auglýsingarnar kostuðu offjár og aðeins 12 gáfu sig fram. Hið uppruna- lega fé stofnunarinnar var 2 y2 milljón dollarar, en er nú áreiðanlega komin yfir 10 milljónir. # Einhver merkilegasti sjóðurinn er sjóð- ur, sem stofnaður var af Mr. Byron Mull- anphy, fyrrverandi dómara og um tíma borgarstjóra í St. Louis. Þá fóru landnem- ar og fjölskyldur þeirra yfir St. Louis í stórum tjaldvögnum á leiðinni út í eyði- mörkina til að leita sér nýrra heimkynna. Margir þessarra landnema snéru heim aft- ur hungraðir og eyðilagðir og oft slasaðir eftir hræðilegar viðureignir við Indíána. Mr. Mullanphy kenndi mjög í brjósti um þá. Þess vegna mælti hann svo fyrir í arf- leiðshiskrá sinni, að landi því, sem hann ætti í og umhverfis St. Louis, skyldi skipt í hæfilega stóra jarðarhluta, og tekjunum af þeim varið til að hjálpa landnemum, sem væru í nauðum staddir, eftir að hafa farið yfir St. Louis á leiðinni í óbyggðina og neyðzt til að snúa við. Síðasti landnemavagninn ók yfir St. Louis nokkrum árum eftir andlát borgar- stjórans og þar með var hlutverki sjóðs- ins lokið. Árið 1930 reyndu afkomendur hans að fá peningana úr sjóðnum, — sem orðinn var rúm ein milljón dollara —, en dóm- stólarnir neituðu og sjóðstjórnin bíður enn eftir næsta landnemavagninum. I Bridgeport í Connectient er til sjóður síðan 1884. Stofnandi hans er ekki nafn- greindur og ókunnugt er um upphæð sjóðs- ins. Hann var stofnaður til styrktar „heiðarlegum, hvítum, lýðræðissinnuðum ekkjum og munaðarleysingjum“. Þar sem konur höfðu þá ekki fengið kosningarétt gat stjórn sjóðsins aldrei vitað, hvort umsækjendur væru lýð- ræðissinnaðir (þ. e. fylgdu demokrata- flokknum) eða ekki. Málið kom að lokum fyrir rétt, sem kvað upp úr með það, að konur og börn manna, sem hefðu verið lýð- ræðissinnar í lifanda lífi, væru líka lýð- . ræðissinnar. Þegar konur fengu kosningarétt, kom upp þessi vandasama spurning: Verða konur, sem hafa fengið styrk úr sjóðnum, að greiða atkvæði með lýðræðissinnum ? Sjóðstjórnin var svo forsjál að virða spurninguna að vettugi og hlýða ákvörð- un réttarins. # Árið 1923 stofnaði Milton Hershey, „súkkulaðikóngurinn“, sjóð til byggingar heimavistarskóla fyrir „hvíta, hrausta, munaðarlausa drengi“. Auk vaxta af höf- uðstólnum átti mikill hluti af tekjum Hers- hey-firmans að ganga til sjóðsins, og að það hafa ekki verið neinir smápeningar, sést bezt á því, að eitt árið runnu 4 millj. Óskar Magnússon frá Tungunesi: Af jörðu ertu kominn . . . Kvæði. — Reykjavík 1938. I-IÖFUNDUR þessarar ljóðabókar er * ^ stúdent, sem stundað hefir sagnfræði- nám undanfarin ár við Háskólann í Kaup- mannahöfn. Er þetta fyrsta bókin, sem frá hans hendi kemur, og hefir hún að geyma 48 kvæði, sem fá eða enginn munu áður hafa birtzt á prenti. Nú er það svo að þó kvæðin séu að þessu leyti byrjanda verk, þá verður ekki annað sagt en að þau séu tiltölulega laus við þau einkenni, er mest ber á í fari ungra skálda, sem yrkja sín fyrstu kvæði í einskonar „stemminga-fulliríi“. Höfundurinn virðist yfirleitt vera andlega „ædru“ og yrkir margt af talsverðum þroska og hugsun. Hann tekur sér víða fyrir myndarleg yrkis- efni og fer oft vel af stað, eins og t. d. í ýmsum þeim kvæðum, er hann yrkir um söguleg efni, meira að segja svo, að ekki virðist vanta nema herzlumuninn til þess að sum þeirra yrðu verulega góð. En því miður er það nákvæmlega sá herzlumun- ur, sem skilur milli þess sem er list og ekki list. Þess vegna gremst manni víða við lestur ljóðanna, að höfundinum skuli hafa brugðizt kunnátta eða elja til að gera þau betur úr garði en raun ber vitni. Slíks myndi maður varla sakna, ef kvæðin hefði ekki mikið til síns ágætis. Sannleikurinn er nefnilega sá, að skáld, sem yrkir ekki ver en Óskar Magnússon frá Tungunesi, á að geta ort mun betur en hann gerir. T. G. dollara í sjóðinn. Þar sem tala munaðar- lausra drengja fer minnkandi með hverju ári, teljast ca. 80 milljónir dollara Hershey- sjóðsins til hinna „innifrosnu“ upphæða. Það eru til f jölda mörg önnur dæmi um sjóði, sem hafa þannig smám saman lagzt niður, og er álitið, að hinar ,,innifrosnu“ upphæðir góðgerðastofnanna séu eitthvað um 300—400 milljónir dollara. Það segir sig sjálft, að þar sem þetta hefir komið fyrir hvað eftir annað, þá hafa erfingjar sjóðstofnenda reynt að ná sjóðunum í sínar hendur, en hingað til hafa dómstólarnir hafnað þeim kröfum og haldið uppi rétti hinna látnu, til þess að ráða úr gröfum sínum yfir hinum gífur- legu auðæfum. Þessar feikilegu upphæðir, sem þannig hafa farið forgörðum, ættu að verða að kenningu því fólki, sem á yfir miklum peningum að ráða og vill ráðstafa þeim þanni£, að þeir komi að ævarandi notum. Sig. Björgólfs: Álfkonan í Selhamri. Leikur í 2 þáttum handa þroskuðum börnum og unglingum. Bókaverzl. Guðm. Gamalíelssonar 1938. KBTTA er yfirlætislaus en snotur ævin- týraleikur. Hefir hann verið leikinn hér í Reykjavík af nemendum frú Soffíu Guðlaugsdóttur og fór vel á leiksviði. — Hentar leikurinn vel til sýningar á skemmt- un, en er of stuttur til að vera nægilegt kveldskemmtiatriði út af fyrir sig. Leik- urinn er prýddur snotrum söngvum við sönglög eftir Tryggva Kristinsson kenn- ara á Siglufirði. „Hver er maðurinn?“ M alllangt skeið hefir verið unnið að samningu íslenzkrar æfisöguhand- bókar (biografisk Lexicon). — Er gjört ráð fyrir að hún taki til um tvö þúsund íslendinga, sem uppi hafa verið á þessari öld. Verður bókin væntanlega með líku sniði og samskonar bækur í nágrannalönd- um vorum, og sem margir þekkja, eins og „Hvem er hvem?“ í Danmörku og „Who is who?“ í Englandi, en á íslenzku hefir ekki gefist kostur á slíku riti fyrr en nú. Það er Guðmundur Gamalíelsson, sem hafist hefir handa um útgáfu þessa rits og munu margir kunna honum þakkir fyrir, en hann hefir, eins og kunnugt er, um 30—40 ára skeið verið einn hinn hug- kvæmnasti og ötulasti af íslenzkum bóka- útgefendum, og komið á þessu tímabili mörgu þörfu riti á markaðinn, sem ann- ars hefði átt örðugt uppdráttar. # Bókalaust herbergi er sem líkami án sálar. Cicero. * Engin bók er svo léleg, að ekki hafi hún eitt- hvað gott að geyma. Plinius (eldri). * Beztu bækumar eru þær, sem lesendunum finnst, að þeir hefðu sjálfir getað skrifað. Pascal. * Einu sinni hafði þjóðfélagið áhrif á bækumar. Nú em það bækumar, sem hafa áhrif á þjóð- félagið. Joubert. * Einasti ókosturinn við verulega góðar bækur er sá, að venjulega verða þær orsök til fjöl- margra annarra bóka, sem ýmist eru ómerkileg- ar eða einskisvirði. Lichtenberg.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.