Vikan - 08.12.1938, Blaðsíða 20
20
VIKAN
Nr. 4, 1938
um þessum mönnum læsast um sig — hann
fann það svo glöggt. Og honum leið vel,
og því betur, sem hann stóð lengur í sömu
sporum og hugsaði um það.
Allt í einu flaug honum í hug:
— Nú veit ég, hvað það er í okkur öll-
um, sem megnar að gera okkur sæl! Það
er það, sem ekki verður notað til neins
annars en þess, sem það er. Og það er til
í okkur öllum. Það veitir okkur sælu, með-
an við lifum — ef við finnum það.
Meðhjálparinn sat við stofugluggann og
reykti.
— Ertu nú búinn að reikna saman, hvað
margir steinar eru í stafninum, spurði
hann Hannes litla.
— Nei! Og hann sneri sér frá meðhjálp-
aranum.
Fram með skurðinum uxu villiblóm:
kattaraugu, bláklukkur og murusóleyjar.
Murusóley! Hvað er murusóley? Það er
murusóley. Hún getur aldrei orðið annað
en murusóley. Ekki verður hún steikt eða
möluð til matar. Hún er — sæl.
-— Já, þau eru fögur þessi blóm!
Svei mér ef það var ekki greifafrúin,
sem talaði. Meðhjálparinn ræksti sig kröft-
uglega, og þetta hvorttveggja kom Hann-
esi litla svo á óvart, að hann steingleymdi
að taka ofan fyrir greifafrúnni.
— Þau eru fögur, endurtók greifafrúin.
Hannes litli horfði á hana og þagði. —
Hvað átti hún við? Hún, sem var greifa-
frú, fín frú, og átti allan hallargarðinn
með skrautlegum blómlaukum, liljum og
rósum. Garðyrkjumennirnir í hallargarð-
inum voru alla daga frá morgni til kvölds
að tína þessi blóm fyrir greifafrúna og
koma þeim fyrir inni í höllinni. — Muru-
sóley!
Lítill drengur laut niður, sleit upp
nokkrar murusóleyjar, rétti greifafrúnni
og sagði:
— Gjörið þér svo vel.
— Þakka þér fyrir, sagði greifafrúin.
Þú ert góður drengur.
Það var Njáll, sem í þetta skipti bjarg-
aði heiðri skólans.
Kennslustundin hófst og kennarinn var
eitthvað óvenju þungur á brúnina. Eftir-
lætisgoð hans í bekknum hafði komið
klaufalega fram. Loks hreytti hann út úr
sér:
— Því í ósköpunum tíndir þú ekki blóm-
in handa greifafrúnni.
Og Hannes htli svaraði í fullri einurð
og hreinskilni:
— Ég hafði ekki hugmynd um, að það
væri hægt að tína þessi blóm.
Allur bekkurinn brast í hamslausan
hlátur. 1 dag gat gáfnaljósið tekið ágætis-
einkunn í heimsku og fráfræði.
— Hvað segirðu, drengur, kallaði kenn-
arinn birstur. Vissir þú ekki, að það væri
hægt að tína þessi blóm.
— Nei.
Önnur hláturskviðan reið yfir bekkinn.
Kennarinn roðnaði upp í hársrætur og var
óskaplegur ásýndum.
— Skrökvar þú?
— Nei, svaraði Hannes litli, sleginn ótta
og skelfingu.
— Svo þú bætir gráu ofan á svart með
því að þrjózkast.
Spanskreyrinn kom á vettvang.
— Viltu meðganga, að þú hafir logið?
— Nei.
Spanskreyrinn reiddur til höggs.
— Sagðirðu ósatt?
— Nei. Og þetta nei fæddist í andkafi
milli gráturs og ekka.
— Jæja. Við skulum sjá, hver betur
dugar.
Spanskreyrinn féll og var samstundis
reiddur aftur til höggs og nýrrar sóknar.
1 því heyrðist grjáthljóð mikið utan úr
horni. Það var Stína. Kennarinn hvessti
augun á Stínu, fleygði frá sér spanskreyrn-
um, sleppti Hannesi litla og sagði þjösna-
lega:
— Eftir þetta skaltu verða nefndur
Hannes lygni.
Heim úr skólanum gekk Hannes einn
síns hðs. Skólasystkini hans gengu í hæfi-
legri fjarlægð við hann. I raun og sann-
leika virtu þau hann fyrir að hafa haldið
fast við sinn keip — sína lygi. En sjálf
lygin var bara svo heimskulega hugsuð.
Hann var einmana. Öll heimsins gæði
voru honum fánýt. Hann skyldi héðan í
frá vera nefndur Hannes lygni. Það sveið
honum sárar en spanskreyrinn — sárar
en allt annað. Því hann hafði aldrei vit-
andi vits sagt ósatt orð á æfi sinni. Hann
skildi hvorki upp né niður í því, sem gerzt
hafði. Auðvitað hlaut hann að vita, að það
er hægt að tína blóm. En hitt var jafn
víst, að hann liafði ekki logið neinu. Og
hann leit svo til, að kennarinn hefði getað
sagt sér það sjálfur, að hann vissi vel, að
það væri hægt að tína blóm — og hitt eigi
að síður, að það mundi aldrei hafa hvarfl-
að að honum að segja svo heimskuleg
ósannindi — ef hann hefði ekki trúað því,
að þetta væri sannleikur.
Þarna kom drengur á móts við hann.
Það var Njáll.
— Ég sé svo mikið eftir því, að ég
skyldi tína þessi blóm handa greifafrúnni,
sagði hann mæðulegur.
Hannes leit þegjandi á Njál. Þeir horfð-
ust í augu nokkra stund. Njáll þagði líka.
En upp frá þessari stundu voru þeir
vinir alla æfi.
Þessi vinátta bjargaði Hannesi litla frá
auknefninu, sem kennarinn hafði gefið
honum. Þegar drenghnokki einn ætlaði
einu sinni að færa sér það í nyt í frímínút-
unum, gekk Njáll fyrir hann og skipaði
honum staðfestulega að þegja.
Njáll var herðibreiður og handleggja-
sterkur. Það var nóg til þess að honum
var hlýtt.
En ein plágan afmáðist aldrei það sem
eftir var af skólaverunni. Hann talaði aldrei
orð við Stínu, sem hafði grátið hann und-
an óskaplegri refsingu. Hann leit svo til,
að hún myndi fyrirlíta sig, og hún mundi
hafa farið að gráta, þegar hún varð þess
áskynja, hve lyginn hann var.
Það var ekki fyrr en þau gengu saman
til spurninga, að kunningsskapur þeirra
endurnýjaðist. Þau áttu samleið að heim-
an og heim, og síðasta áfangann heim gátu
þau ekki komizt undan því, að vera tvö
ein. Eftir langa, þjáningarfulla þögn sagði
hann:
— Ég veit vel, að þú heldur að ég sé
lyginn.
— Það hefi ég aldrei haldið, sagði hún.
— Þarna með blómin og greifafrúna,
sagði hann.
— Mér datt ekki í hug, að þú segðir
ósatt, sagði hún. Ég skildi það ekki —
það var svo barnalegt. En ég vissi að þú
hlauzt að hafa gleymt því — annars
mundir þú ekki hafa sagt, að ekki væri
hægt að tína blóm — ekki þá.
— Hvers vegna fórstu þá að gráta?
— Af því að hann barði þig svo óskap-
lega.
Myndir minninganna liðu svo ljóslifandi
og skýrar hjá, að augu hennar flutu í tár-
um. Hann tók innilega í hönd hennar og
sneri sér undan. Hann var of stór til þess
að tárast yfir svona smámunum.
En það var svo gott að þekkjast aftur
— vera aftur: við.
Og sannleikurinn er nú sá, að við erum
æfinlega börn. Við er æfinlega æskan —•
við getum grátið og hlegið af gleði og
hamingju.
Dómarinn: „Eruð þér giftar eða ógift-
ar?“
Vitnið: „Ég er, ég er ógift, þrisvar
sinnum.“
Kennarinn hafði skrifað orðið „köttur“
á töfluna og var að reyna að kenna Dísu
að kveða að því, en Dísu gekk það ekki vel.
„Veiztu ekki,“ sagði kennarinn, „hvað
það er. Það hefir dálitla skeggkampa
kringum munninn, og kemur stundum
seint á kvöldin upp á glugga-silluna, þegar
kalt er úti og biður um að lofa sér inn?“
„Ó! Nú veit ég það,“ sagði Dísa, og
vandræðasvipurinn hvarf af andlitinu.
„Það er pabbi.“
*
Lestu bænimar þínar að minnsta kosti
einu sinni áður en þú ferð í stríð, tvisvar
sinnum áður en þú leggur út á sjóinn og
þrisvar sinnum áður en þú giftir þig.
*
Einu sinni sem oftar hafði því verið
spáð, að heimurinn ætti að farast tiltekinn
dag. Það var 16. júlí 1816. Þá stóð í blaði
daginn áður: Hinum mikla atburði, heims-
slitunum, hefir verið frestað vikutíma
vegna þess, hve geysileg fyrirhöfn er að
undirbúa þau.
Einlífismennirnir eru ,,tillag“ forsjónar-
innar alveg eins og aðrir menn. Þeir voru
skapaðir til huggunar ekkjum og til að
gefa piparmeyjum vonir.