Vikan - 08.12.1938, Blaðsíða 15

Vikan - 08.12.1938, Blaðsíða 15
Nr. 4, 1938 VIKAN 15 Jacinto Octavio Picon: Máttur sorgarinnar. Marcelo hafa sagt, að starf nútímavísind- anna væri viðbjóðslegt og óguðlegt, og Lu- ciano hæðst að öllu, sem viðvék kenningum kirkjunnar og öllu yfirnáttúrlegu. Hvorki trúin né vísindin gátu þýtt hjarta þeirra. Eina dyggðin, sem þá skorti var: umburðarlyndi, * DONA INÉS bjó á óðali Niharro- ættarinnar. Hún lifði einföldu lífi, annaðist búskapinn vel og sökkti sér nið- ur í gamlar endurminningar. í héraðinu í kring var hún köliuð ,,hin góða“, og ekki að ástæðulausu. Það kemur stundum fyrir, þegar menn biðja til guðs, að þeir eru ekki bænheyrðir. En hún lét aldrei undir höfuð leggjast að hjálpa þeim, sem til hennar leituðu, ef það stóð í hennar valdi að hjálpa þeim. Hún gaf eftir land- skuldir, lækkaði vexti af lánum og gaf vinnukonum sínum heimanmund, þegar þær giftu sig. Hinum fátæku gaf hún föt og hinum hungruðu mat, eða korn úr hlöð- um sínum. Hún borgaði fyrir fólk læknis- hjálp og lyf, og lét börn ganga í skóla á sinn kostnað. Hún jafnaði deilur með speki sinni og eyddi hatri úr hugum manna. Og við ölmusuna, sem aðeins efnaðir geta gefið, bættist huggunin, sem aðeins hinn góði hefir upp á að bjóða. Hún hafði ætíð meðaumkvun í hjarta sínu og huggunarorð á vörum sínum fyrir hvern sem var. En risi vanþakklætið og illviljinn gegn henni, þá sigraði hún hann með góðverkum. Því var það svo, að hvert, sem hún fór, kom fólkið til hennar, margir til að biðja, en þó fleiri til að þakka, þó það kunni að virðast ótrúlegt. Blessunar og aðdáunar- orðin, sem hún heyrði alltaf og allsstaðar, auðurinn, sem gaf henni möguleika til að láta svo rmkið gott af sér leiða, og um fram allt fögnuðurinn í sálu hennar, hefðu átt að veita henni þá hugarró, sem hin sanna hamingja byggist á. En þrátt fyrir allt virtist hún ekki vera hamingjusöm. Ekki var ástasorgunum um að kenna, því hún sýndi hvorki í orði né látbragði inð milda, en óafmáanlega þunglyndi, sem sorgin skilur eftir hjá þeim, sem hafa sætt sig við orðinn hlut. Auk þess græðir tím- inn öll sár, og hún var búin að lifa það lengi, að árin hefðu átt að vera búin að afmá allar þungar endurminningar úr huga hennar, þótt margar hefðu verið. Augu hennar og munnur brostu ekki með rólegu þunglyndi þess, sem þjáist af því að hann minnist liðinna daga, og árin höfðu hvorki mýkt, né brugðið skáldleg- um blæ yfir hvarma hennar. Þaðvorusárar hfandi sorgir, sem ímyndunin jók dag frá degi. Þær héldu vöku fyrir henni um næt- ur, og andspænis þessari góðu en gleði- snauðu konu fylltist hugur manns magn- lausri reiði, því óhamingja hins góða virð- ist óréttiátari en velgengni hins illa. Hún átti tvo syni, Marcelo og Luciano. Þeir voru svo ólíkir, að þeir gátu aldrei á sátts höfði set'ð. í bernsku léku þeir sér hvor með sínum hætti, á æskuárunum voru draumar þeirra og fyrirætlanir ólíkar og á fullorðinsárunum höfðu þeir svo and- stæðar lífsskoðanir og markmið, að þeir máttu ekki hvor annan sjá. Marcelo var ákafamaður og skapmikill, gæddur f jörugu ímyndunarafli. Luciano var hæglátur, at- hugull og rökfastur. Annar hafði yndi áf að sökkva sér niður í draumóra um hið yfirnáttúrlega og lét trúna taka við, þar sem skilningurinn hætti. Hinn athugaði einkenni fyrirbrigðanna og orsakir hlut- anna, þangað til hann hafði komizt að leyndardómi þeirra, og viðurkenndi engan annan sannleika en þann, sem sannaður var með athugun og reynslu. Marcelo áleit sálina ódauðlega, eins og skapara hennar, staðreyndirnar ávöxt hugmyndanna og sannleikann endurspegl- un opinberunnarinnar. Luciano áleit, að orsakir og afleiðingar, staðreyndir og hug- myndir væru faldar í skauti náttúrunnar og bæri að leita þeirra með rannsóknum og vinnu, en ekki með messu og sálma- söng. Marcelo gat sökkt sér niður í draum- óra um hið guðlega og yfirnáttúrlega, þar til honum fannst drottinn birtast sér í al- gleyminu. Luciano áleit að örlög manns- ins væru að berjást við efnið, yfirvinna það, og hverfa síðan sameinaður því að eilífu. Aðeins í einu voru þeir líkir: 1 því að elska móður sína, sem var jafn fjarlæg ofstæki beggja sona sinna, og lifði fyrir það eitt, að mýkja þjáningar annarra. Dona Inés lét eitt yfir alla ganga og út- hlutaði ölmusu og huggun án þess að spyrja að skoðunum og hugarfari hins líð- g.ndi og þurfandi manns. Hún leitaði hins óhamingjusama, eins og ferskar árnar leita hafsins, — stöðugt og óþreytandi, en án þess þó að geta nokkurn tíma sigrast á beizkju þess. Það var sami mannkær- leikinn, sem dreif syni hennar áfram í árangurslausri baráttu þeirra til að ráða hina torskildu gátu tilverunnar. Marcelo gekk í þjónustu kirkjunnar. Luciano nam læknisfræði. Hver um sig skaraði fram úr í sinni stétt, sakir gáfna og dugnaðar. Þeir voru almennt álitnir mjög öfundsverðir. Marcelo vegna þeirrar frægðar, er hann hlaut í prédikunarstóln- um og á kirkjuþingunum, og Luciano fyrir -þá viðurkenningu, sem hann vann sér á rannsóknarstofunum og sjúkrahúsunum. Hvorugur þeirra gleymdi móður sinni. Þeir vildu allt fyrir hana gera, og heim- sóttu hana oft, en gættu þess jafnan, að hittast þar aldrei, því með árunum urðu þeir ákveðnari og ósveigjanlegri í skoðun- um sínum. Hefðu þeir mæzt, þá mundi Nú liðu mörg ár. Þá barst þeim einu sinni sú fregn, að móðir þeirra lægi fyrir dauðanum. Báðir brugðu við skjótt, án þess að hirða um það, þótt þeir yrðu að hittast, og komu því nær samtímis til gamla ættaróðalsins. Til þess að komast inn í húsið urðu þeir að troðast gegnum hóp af sveitafólki, sem hafði yfirgefið heimili sín og vinnu til þess að fá fregnir af liðan Donnu Inés. Þeir fóru inn í herbergi móður sinnar, en hún var þá orðin svo aðframkomin, að hún þekkti þá ekki. Báðir sáu hvert stefndi og gerði hvor sínar ráðstafanir. Marcelo sagðist mundi búa móður sína undir dauðann, ef hún fengi meðvitundina aftur. Hann bjó til einskonar altari úr bænastól, mynd af Kristi á krossinum og tveim kertum, tók fram bænabók undan klæðum sínum og hóf að biðjast fyrir. Luciano talaði lengi við læknirinn, sem hafði stundað hana, kynnti sér einkenni og gang sjúkdómsins, og ákvað að víkja ekki frá sjúklingnum fyrr én yfir lyki. Aldrei hafði honum riðið eins mikið á og einmitt nú. Fjórði dagurinn eftir heimkomu þeirra bræðra var ömUrlegur. Sjúkdómurinn virt- ist tæra vesalings gömlu konuna upp eins og ósýnilegur eldur þurran viðarbút. Það mótaði varla fyrir líkama hennar máttvana og hreyfingarlausum undir rúmfötunum, og andardráttur hennar var svo veikur, að varla kom móða á spegil, sem borinn var að vitum hennar. Marcelo hélt áfram bænum sínum. Luciano gekk þegjandi milli svefnher- bergisins og næstu stofu og fitlaði við lítið meðalaglas í vestisvasa sínum. Um kvöldið þóttist hann sjá geigvænleg einkenni hjá sjúklingnum. Hann kallaði á bróður sinn og sýndi honum meðalaglas, er hann hélt á. í því voru 15—20 grömm af gagnsæum, litlausum vökva. — Ég er að missa alla von — ég veit ekki hvað gera skal. — Guð er miskunnsamur, svaraði Mar- celo. — Heyrðu, hélt Luciano áfram. Þetta, sem lítur út eins og vatn, er efni, sem unn- ið er úr plöntu, sem vex í Austurlöndum. Enginn hefir áður notað það til lækninga. Ég hefi sjálfur sett meðalið saman, en ég er ekki kominn svo langt á veg með rann- sókn þess, að ég geti sagt með vissu fyrir um áhrifin. Fjórir dropar geta ef til vill tafið fyrir dauðanum, já, jafnvel bjargað móður okkar. En nú er hún orðin svo að fram komin, að það er vafasamt, að hún hafi nægilegt mótstöðuafl, og hafi hún það ekki, þá deyr hún — það er að segja, við

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.