Vikan - 08.12.1938, Blaðsíða 16

Vikan - 08.12.1938, Blaðsíða 16
16 VIKAN Nr. 4, 1938' Teiknum allskonar auglýsingar, umbúðir, bréfhausa, bókakápur, vöru- merki, verzlunarmerki, götu- auglýsingar og bíóauglýsingar. Auglýsing yðar gerir margfalt meira gagn, ef þér hafið í hemii góða mynd. Ennfremur ætti hver verzlun ætíð að nota nafn sitt í sama formi. Erum ávallt reiðubúnir til þess að aðstoða yður með allt, er að aug- lýsingum lýtur. juiupij Austurstræti 12. Sími 4292. drepum hana. I stuttu máli sagt. Þetta getur verið lífið, — en það getur líka verið dauðinn. Það er möguleiki til að bjarga henni — en engin vissa. Báðir voru með tárin í augunum. Nú var engin andúð né beizkja þeirra á milli. Hræðslan við dauðann skapaði aft- ur bræðralagið, sem skoðanir þeirra höfðu rofið. — Við skulum bíða, sagði Marcelo eftir nokkur augnablik og kraup síðan aftur á bænastólinn. Luciano setti glasið á borðið, gekk síðan að fótagafli rúmsins og stóð þar lengi og horfði á móður sína. Nóttin leið. Þeim fannst klukkustund- irnar óendanlegar og þögnin hræðileg. Hljóðið í klukkunni gerði þá órólega. Það var eins og hver sveifla pendúlsins tæki burt eitt augnablik af þessu lífi, sem var þeim hið dýrmætasta í veröldinni. * Morgungoluna lagði inn um glugga í næsta herbergi. Brátt heyrðist hátt og skrækt hanagal, og svo kom dagsljósið, fyrst aðeins daufur bjarmi, en síðan geisla- flóð, sem fuglarnir í trjágörðunum heils- uðu með ærandi söng og hávaða. Allt, sem að utan kom, minnti á endurnýjun lífsins, en inni var sannkölluð dauðaþögn. Marcelo hélt áfram að biðjast fyrir. Luciano hafði sett glas með vatni á borð- ið hjá flöskunni, því það átti að taka meðalið í vatni. Hann hafði allt tilbúið, en þorði ekki að hætta á þessa hræðilegu tilraun, heldur gekk úr einu herberginu í annað, eða stóð og horfði ýmist á flösk- una eða vatnsglasið. Eftir margra stunda meðvitundarleysi og óráð, virtist Dona Inés hressast örlítið. Hún opnaði augun, sneri sér við í rúminu og muldraði nokkrar sundurlausar setn- ingar. Þá rétti Luciano út hendina, tók meðalaglasið upp, dró úr því tappann — en svo yfirbugaði óttinn hann, svo hann skellti því aftur hranalega á borðið. Marcelo leit upp, þegar hann heyrði hávaðann. Og er hann sá óvissuna og ör- væntinguna í andliti bróður síns, gekk hann til hans. — Hvað er að? spurði hann lágt. — Sjáðu, sagði hinn, og benti á móður þeirra. Hún hreyfði sig og talaði. Hún er hressari. Hún þyldi það ef til vill núna. Nú er tækifærið — og ég þori það ekki! Ef við værum á sjúkrahúsinu! Ef það væri ekki hún! ! — Þú heldur að henni batni, — ef? — I svipuðum tilfellum hefir meðalið stundum komið að gagni — stundum ekki. Og Marcelo tók þá tappann úr glasinu og gaf gömlu konunni að dreypa á með- alinu. Allt í einu reis Dona Inés upp í rúminu og hvíslaði: — Vatn. Þeir störðu þegjandi hvor á annan. — Vatn, vatn, endurtók gamla konan með hljómlausri rödd. Þessi rödd, sem þeir óttuðust að heyra aldrei framar, risti til botns í sálu þeirra og kom hugmyndum þeirra og skoðunum á svo mikla ringulreið, að hvor um sig brá við til að bjarga móður sinni, en greip, í fátinu, ekki til þess meðals, sem honum var eiginlegt, heldur til hins, sem fékk ein- hvern töframátt í augum hans, einmitt af því, að það var honum ókunnugt og and- stætt hans eigin hugsanagangi. Á þessari örlagaþrungnu stund riðaði trú hins guðhrædda og vantrú guðleysingjans brast. Efinn nagaði guðsmanninn, en von- in brosti við hinum, sem hafði álitið sig hafinn yfir allt hjátrúarkukl. Hin nístandi sorg sneri öllu við. Læknirinn Luciano féll á kné fyrir fram- an kristmyndina og bað til guðs. Prestur- inn Marcelo gekk að borðinu, tók flöskuna, hellti nokkrum dropum úr henni í vatnið og bar þennan kynjadrykk að vörum móð- ur sinnar með annarri hendinni, meðan hann studdi hana með hinni. Meðan lækn- irinn bað til guðs um miskunsemi, fleygði presturinn sér í fang vísindanna. Var það bænin, sem steig til himins, eða meðalið, sem verkaði á líffæri sjúklings- ins--------- Eftir nokkurn tíma fór Donu Inés að batna. Hún varð alheil heilsu og var enn í nokkur ár stoð og stytta hinna fátæku og óhamingjusömu. * Eftir þetta gættu bræðurnir þess vand- lega að hittast aldrei. Hvor vissi um leynd- armál hins og báðir blygðuðust sín fyrir þennan stundar veikleika, sem þeir aldrei trúðu neinum fyrir. Eftir áttu þeir vissuna um það, að til var vald, sem réði jafnt yfir þeim báðum, sem gat truflað allt og jafnað alla. Hinn guðlegi máttur sorgarinnar, sem get- ur sáð efanum í sál trúmannsins og látið vonina blómgast í huga hins vantrúaða. En þegar hættan var liðin hjá, kom gamla ofstækið aftur fram í þeim og Luciano áleit bæn sína barnalega og hlægilega, en Marcelo taldi meðalið gagnslaust, ef ekki óguðlegt. Margt er undarlegt í náttúrunnar ríki. I líkama mannsins eru 240 bein. Hjartað í manninum berst 92,160 sinnum á dag. I laxhrogni hafa fundist ein milljón eggja. Kóngulær verpa 2000 eggjum. Býflugna- drottningar verpa 100,000 eggjum á ári. # Maður nokkur, sem oft var utan við sig, sat í bát. Bátnum hvolfdi, og var maðurinn nálega drukknaður. Skaut honum tvisvar upp, en sökk jafnóðum aftur. En í þriðja sinni tók hann allt í einu til að synda, svo að hann náði landi. Þegar hann var spurð- ur að, því hann hefði ekki undir eins far- ið að synda, svaraði hann: „Ég mundi þá ekki eftir því, að ég kunni að synda. Vinnumaður segir bónda upp vist: „Það er leiðinlegt, að þú skulir eigi vilja vera, Jón. Ég vil ekki almennilega missa þig. Hvað þykir þér að hjá mér? — — Ég vildi gjarnan vera kyrr. Ég þyk- ist ekki láta mér vant. Það er bara þrent, sem mér þykir vanta. Það er meira kaup, meiri tómstundir og lykilinn að búrinu hérna. # Öll speridýr eru hærð af náttúrunnar hendi — meira að segja hvalir, sem má þó án þess að ýkja kalla snoðna.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.